Dvöl - 01.01.1940, Side 23

Dvöl - 01.01.1940, Side 23
D VOL 17 Aðalheiður tók margt til handargagns frammi, var lengi að dunda við næstum því óþörf verk. Þegar hún kom aftur inn, sátu þau þar enn. Ef henni skjátlaðist ekki, höfðu þau færzt nær hvort öðru. Síðan háttuðu allir á bænum og mánu- dagurinn var liðinn. Daginn eftir var Dúfa snemma á fótum. Hún kom út í sólskinið á hvítum kjól, hún bar ekki sorgarbúning eftir manninn sinn, sem lá dáinn og grafinn 1 moldinni. Sumar manneskjur eru svo hugsunarlaus- ar, að þær taka ekki tillit til þess, hvað á við í mannfélaginu. — Ekkjan bað allt fólkið að þúa sig og kalla sig Dúfu. — Þá finnst mér ég eiga hérna heima, sagði hún. Annars hét hún fullu nafni Kristrún, en vildi ekkert af því vita. Skrifaði það ekki einu sinni aftan á bréfin sín. Aðalheiður lofaði engu góðu um að muna eftir Dúfunafninu, hún kallaði hana því aldrei, sagði alltaf Kristrún og stund- um frú Kristrún, til að minna hana á hvað við ætti. Það bar engan árangur. En fólkinu fór smám saman að þykja vænt um „frú Kristrúnu". Hún var svo glöð og góðlynd, að það var ómögulegt að líta hana hornauga til lengdar. Hún bað kaupamennina að lofa sér að slá, kaupa- konumar að lofa sér að raka og hætti ekki fyrr en það var látið eftir henni. Hún vildi jafnvel fá að stjóma sláttuvélarhestunum, sitja upp i fanginu á húsbóndanum, ef hann vildi ekki góðfúslega fá henni taum- haldið. Hún þrábað eins og krakki. Hún óð berfætt í læknum, til að handsama silungana, sem gengu þangað upp úr ánni. — Litlu silfurfiskarnir mínir, sagði hún og sleppti þeim aftur inn undir bakkann. Hún gekk langar göngur inn yfir ásana á sínum brúnu, þykku götuskóm, reif sokk- ana sína á kjarrinu og kom aftur með lófana fulla af bláberjum. Stundum synti hún í ánni, í bláum bol einum fata, rétt fyrir augunum á karlmönnunum, sem voru að slá á bakkanum, eins og hún héldi að þeir væru einhverjar skynlausar skepnur. Oft var hún dugleg, gaf hænsnunum, mjólkaði minnstu kúna í skál eða bjó upp rúmin í hjónaherberginu og opnaði glugg- ana fyrir sól og blæ. Henni þótti gaman að tvíburunum, hún baðaði þá og hló þeg- ar gusurnar gengu þeim yfir höfuð. — Aumingjarnir! Það er búið að skira ykkur ljótum nöfnum og þið hafið ekki hugmynd um það, og svona er svikist að ykkur með margt fleira, meðan þið eruð litlir og ósjálfbjarga, sagðí hún og varð augnablik alvarleg. Drengirnir skríktu. En móður þeirra fannst óþarfi að tala svona við börn, sem alltaf hafði verið hugsað um frá því fyrsta. Það lá ekki fyrir sonum hennar að verða neinir bónbjargamenn í lífinu. Aðrir brutu heilann um, hvað manneskjan ætti við með þessu, sem hún var að segja við börnin. Og nú voru spiluð danslög á bænum. Það var hljóðfæri í stofunni, gamalt kirkjuorgel, sem hafði verið flutt inn gest- inum til heiðurs. Það var sjaldan messað um sumarið, þó að presturinn væri ungur og ókvæntur, og kirkjan var höfð undir þvott, þegar rigndi og illa gekk að þurrka þvottinn úti. Það líkaði Dúfu vel; hús áttu ekki að standa auð og ónotuð. Hið gamla og ráð- setta kirkjuorgel, sem þekkti ekkert annað en sálmalög, dálítið þung í vöfunum, tók andköf fyrst í stað, þegar hún fór að spila á það sín gleðilög. Þetta voru þess fyrstu kynni af æskunni. Þau urðu síðast góðir vinir, Kristrún og kirkjuorgelið. Hún strauk vingjarnlega yfir slitnar nóturnar að skilnaði og sagði, að það væri afbragðs hljómur í því. Hún hvatti gamla forsöngv- arann, sem kom á sunnudögum, til að láta gera við orgelið og hætti ekki fyrr en hann lofaði því. Hún var æfð í að hafa sitt fram. Og nú var sólskin á hverjum degi. Það var eins og allt yrði glaðværara í návist hennar. Jafnvel bærinn breytti um svip. Gamlar, æruverðar fjölskyldumyndir brostu framan í hana, þegar hún þurrkaði

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.