Dvöl - 01.01.1940, Síða 35

Dvöl - 01.01.1940, Síða 35
D VÖL 29 ist Lárusi Sveinbjörnssyni, fyrsta bankastjóra Landsbankans. Synir hennar eru þeir Guðmundur Svein- björnsson skrifstofustjóri og Jón Sveinbjörnsson konungsritari. Önnur systir séra Hans er Ásta Hallgrímsson, ekkjufrú í Reykja- vík. Hans Þorgrímsson fór ungur í Latínuskólann og hafði lokið þar námi til hálfs eða vel það, þegar sefintýraþráin náði undirtökum á hug hans. Ameríka var undraland hins unga, sterka manns. Þangað streymdu fylkingar landnáms- manna úr öllum löndum álfunnar. hegar vestur kom, lauk Hans Þor- grímsson undirbúningsnámi vegna háskóla og stundaði síðan guð- fræði í norskum prestaskóla. Hann tók síðan vígslu og hefir verið Prestur í söfnuðum íslendinga og Norðmanna vestan hafs í hálfa öld. Frostaveturinn mikla 1881—82 kom Hans Þorgrímsson til æsku- stöðvanna að heimsækja frændur og vini. Hann dvaldi þann vetur ýmist á Eyrarbakka hjá föður sín- um eða í Reykjavík með frændum °g mágafólki. Hann messaði þá í dómkirkjunni á norsku, því að það Piál var orðið honum tamara en íslenzkan. Annars messaði hann síðar vestan hafs á fjórum tungu- málum, þegar því var að skipta: íslenzku, norsku, ensku og þýzku. Reykvíkingum þótti Hans Þor- grímsson mikið glæsimenni, ekki sízt konum. Hefði mörgum höfuð- staðarbúa þótt bót að því, að hann hefði fest byggð sína austan við hafið. Sjálfur hefði hann einskis óskað fremur en að mega verða prestur heima á ættjörðinni. En próf hans gaf honum ekki laga- legan Tétt til stöðu á íslandi, og dönsk og íslenzk yfirvöld voru ó- fús að veita undanþágu í þeim efnum. Séra Hans fór um vorið vestur um haf og hefir ekki komið til íslands síðan. Hann er tvígiftur, og voru báðar konurnar norskar. Síðari konan er enn á lífi. Hún talar íslenzku mjög vel, og er elli- heimili þeirra hjóna hið ánægju- legasta. Sjaldan hefir mér orðið jafnljóst og í húsi séra Hans Þorgrímssonar, hversu sú taug er sterk, sem teng- ir íslendinga við ættlandið. Þessi maður hafði farið úr foreldrahús- um heima í Árnessýslu þegar hann var 18 ára. Þá var enginn vegur til á landinu, engin brú, ekkert ís- lenzkt skip, enginn banki, ekkert sjúkrahús og engar strandferðir. Þjóðina hafði vantað nálega allar ytri umbúðir nútímamenningar. En landið var jafn fagurt þá eins og nú. Þjóðin var hin sama, tung- an og bókmenntir fyrri alda. Þessu landi gat Hans Þorgrímsson aldrei gleymt eftir meira en 60 ára dvöl á hinum frjóu sléttum Dakota- byggðar. Hann bað mig að sitja hjá sér um stund og segja sér frá íslandi. Ég reyndi að segja honum nokkuð frá breytingunum á land-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.