Dvöl - 01.01.1940, Síða 44

Dvöl - 01.01.1940, Síða 44
38 D VÖL koma og fara, án þess að gefa því nokkurn gaum, og þess vegna er þetta voveiflegasti staðurinn á öllu Englandi. Ég hefi séð haus- lausan mann sitja klofveg á brunn- vindunni um hábjartan dag, og börnin lékh sér í kring um hann rétt eins og það væri hann pabbi þeirra. Þetta er dagsanna. Svipir kunna að meta það eins og aðrir, ef vel er að þeim búið. Ég verð þó að viðurkenna, að þetta, sem ég ætla að segja ykkur frá, var óvenjulegt, jafnvel fyrir okkur Fögruvalla-búa, þar sem þrennir hópar af drauga-hundum eru á sífelldum hlaupum, meðan héraveiðarnar standa yfir, — og langafi járnsmiðsins er að verki allar nætur við að járna hesta löngu liðinna herramanna. Þess- háttar hlutir gætu ekki komið fyr- ir í Lundúnum, vegna afskiptasemi ykkar. Járnsmiðurinn, sem ég gat um áðan, sefur á loftinu fyrir of- an smiðjuna, og sefur eins og steinn fyrir þessu. En einu sinni, þegar hann var með slæman höf- uðverk og gat ekki sofið, kallaði hann niður til þeirra, og bað þá að vera ekki með óþarfa hávaða. Og um morguninn lá gamall ríkis- bankadalur á steðjanum, eins og til afsökunar fyrir hávaðann. En dalinn hefir hann ennþá hangandi við úrfestina sína. Jæja, ég verð að halda áfram með söguna, því ef ég færi að segja ykkur frá öll- um fyrirburðum sem gerast hér hjá okkur, tæki það aldrei enda. Þetta byrjaði með hvassviðrinu, sem kom vorið 1897. Það kom tví- vegis stórviðri það ár, og þetta var fyrra veðrið. Ég minnist þess mjög vel, því að morguninn eftir að veðr- inu slotaði, varð ég þess var, að það hafði tekið þakið af svínastí- unni minni og kastað því yfir í garð ekkjunnar, eins og það væri flugdreki. Þegar ég leit yfir gerðið, þá var ekkjan — það var ekkjan hans Tómasar Lampton — að grafa eftir gulrótum, sem höfðu verið einmitt rétt þar sem þakið af stl- unni minni lá. Þegar ég hafði horft á þetta ofurlitla stund, labbaði ég niður í „Gyllta svínshöfuðið", til þessa að skýra veitingamanninum frá, hvað ekkjan hefði sagt við mig. Veitingamaðurinn hló. Hann var kvongaður maður og vanur við að umgangast kvenfólk. — En vel á minnst, — sagði hann við mig. — Stórviðrið hefir feykt einhverju inn á rófnaakurinn minn. Ég hygg, að það sé einhverskonar skip. — Ég varð hissa, þangað til hann skýrði þetta betur og sagði, að það væri víst draugaskip, og mundi ekki skaða rófurnar. Okkur kom saman um, að það hefði borizt upp frá Portsmouth, alla leið, og snérum síðan talinu að öðru. Það höfðu fokið tvær þakhellur af prestssetrinu, og stórt beykitré i garðinum hans Lumby var rifið upp með rótum. Það var nú meiri stormurinn. Stórviðrið feykti vofunum okkar tvist og bast út um allt England.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.