Dvöl - 01.01.1940, Page 53

Dvöl - 01.01.1940, Page 53
D VÖL 47 Islenzk mcimmg' Aimað svar til Páls Þoi'lcifssonai', prests frtl Jóni IlagiiÚHNyni, sksílili I. Sr. Páll Þorleifsson hefir nú svarað grein minni í Dvöl: „Pólkið á ströndinni og íslenzk menning." Höfuðkostur þessarar seinni ritgerðar hans er sá, að hún er prúðmannlega rituð og miklu hófsamlegri að orðfæri en sú fyrri. Ég hefði þó talið æskilegra, að hann gerði betur grein fyrir máli sínu en raun hefur á orðið, því að hann leiðir aðal efni greinar minnar hjá sér með þögninni, og sums staðar lætur hann undan síga eða rökstyður beinlínis mitt mál. Að vísu hafa honum borizt ný gögn í hendur um Reykjavíkurspillinguna, enda reynir hann af fremsta megni að halda þar í horfinu. Harmar sr. Páll það að vonum, með hví- líkri velþóknun og dauðaró ég horfi á allan þennan spillingarlýð, sem kringum mig dafnar, svo að honum dettur ekki annar í hug til samanburðar við mig en Loðvík 16. Frakkakonungur, en honum sýndist „allt í lagi“, þó hann væri dauða og fordæmingu ofurseldur. Þá seg- ir sr. Páll, að það sé „góðs viti að bera t>lak af sinum og bendi á gott innræti“ og má af þeim orðum ráða, að ég eigi söfnuð minn og félagsskap einna helzt meðal af- vegaleiddra barna og bersyndugra kvenna. Skal nú horfið frá þessu yfirliti og vikið að sérstökum atriðum í ritgerðinni. Höfundur segir í upphafi máls, að hann hafi byggt umsögn sina um síldarvinnu- fólkið á söguburði skólastjóra eins, sem tekizt hafði ferð á hendur til að kynnast •.kjörum síldarfólks", og þar sem maður Þessi sé trúverðugur talinn, hafi hann gert hans orð að sínum eigin. Virðist mér árangur af þessari könnunarferð skóla- stjórans hafa orðið næsta litill og ekki hönduglega með hann farið af sr. Páli. Að því búnu vitnar höf. í orð mín, sem Þannig hljóða, rétt hermd: „Það er satt, að aðbúðin á síldarstöðvunum er á þann yeg, að örðugt er fyrir fólkið að bera á sér mannsbrag.“ Með þessum orðum segir sr. Páll, að ég „sanni söguburð kennar- atis“, sem ég hafi viljað „afsanna". Er Þetta aleina tilraunin, sem hann gerir til beinna andsvara, og verður höf. þó að kosta því til að snúa við sínum eigin orð- um. Geta allir, sem lesið hafa fyrri grein- ar okkar, gengið úr skugga um það sjálfir, að dómur sr. Páls var byggður á lifnaði fólksins, en ekki aðbúðinni. Það, sem hami sá á síldarstöðvunum með augum skóla- stjórans, var dansandi skríll, sem var að hans áliti mesti smánarbletturinn á nú- tímamenningu þjóðarinnar. Þó að hann látist eftir á annað meint hafa en hann sagði, þá bjargar það honum ekki út úr ógöngunum. Ég mun aldrei gera tilraun til að breyta neinu orði í lýsingu minni á högum og hátterni síldarvinnufólksins. En undir það vil ég taka með sr. Páli, að æskilegt væri að betur yrði að því búið hér eftir en hing- að til. En jafnframt vil ég vænta þess, að það þurfi ekki lengur að standa undir sleggjudómum og grjótkasti úr öllum átt- um. II. Víkur nú sögunni aftur til Reykjavíkur og kann sr. Páll héðan nýjar fréttir að segja. Nú er það ekki Siglufjarðarpíla- grímur, sem er sögumaður höf., heldur hvorki meira né minna en „menntamaður úr höfuðstaðnum", sem var sammála sr. Páli, að því er virðist, um spillingu sinna eigin heimkynna og gat þar að auki fært honum jafn ágæta sögu og þá, sem hér fer á eftir: „Erlent herskip siglir fánum prýtt inn á Reykjavíkurhöfn ... dátar hefja skemmtun ... og áður en varir dansar hver dáti með sína dömu undir bláum himni". ... Gott var að einn maður skyldi finnast réttlátur í ísrael! Að dómi sr. Páls þurfa þessar stúlkur ekki að vera úr hópi þeirra, sem verst eru siðaðar. „Þær geta hafa verið úr hópi betri borgara, vel gefnar, vammlausar, en allar dætur borgar, sem á sér enga raun- verulega menningu". Ástandið er þannig í höfuðborginni, að jafnvel meðal hinna betri borgara eru engin siðferðileg landa- merki til. Því sjá þessar kvenpersónur enga hættu í því fólgna eða álitstjón, þó að þær dansi við hermenn eða „ókunna farmenn á lítilli fjöl yfir miklu djúpi". En allra lakast er það, ef sumt af þessu

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.