Dvöl - 01.01.1940, Side 54

Dvöl - 01.01.1940, Side 54
48 D VÖL vandræðafólki skyldi vera nýkomið úr sveit, með gróðurilm jarðarinnar í nösum sér, fuglasönginn í eyrunum og andlegt veganesti, bæði frá mönnum og skepnum. Ég vil ekki bæta gráu ofan á svart með því að tala gálauslega um þessa hluti, meira en orðiö er, enda get ég sagt það sr. Páli og öðrum góðum mönnum til hugarhægðar, að stúlkur, sem gera sér þaö að atvinnu að ganga út í skip, eru hér í mjög litlu áliti. Reykvíkingar eru, til við- bótar við aðra kosti, flestir gæddir svo miklu af eðli faríseanna og hinna skrift- lærðu, að þeir telja sér ekki samboðið að hafa mök við þessháttar fólk. Þeir, sem eru undantekningar frá þessari reglu, eru líknsamar manneskjur, sem telja sér skylt að létta böl þeirra, sem lægst eru fallnir andlega og líkamlega. Þykir mér það starf miklu veglegra heldur en hinna, sem berja sér á brjóst með mik- illi vandlætingu og henda á lofti hverja óhróðurssögu, sem til fellur. Séra Pál hefir hent sú slysni, að lýsa fólkinu almennt eftir þeim dæmum, sem verst þekkjast, og tekið það beinlínis fram, aö hér sé ekki um „úrhrök" að ræða. En jafnframt er hann svo miskunsamur að leysa hinar hrösuðu borgardætur frá allri sök: Þær eru vamm- lausar á sama hátt og skepnurnar eru það, af því að þær hafa aldrei öðlast nein sið- feröileg sjónarmið. Fyrr má nú rota en dauðrota. Hitt hygg ég muni sönnu nær, að víða sé pottur brotinn, ef vel er að gáð, og að hreinleikinn fari ekki svo mjög eftir byggðarlögum. III. Þá skal nokkuð vikiö að þeim kafla í ritgerð sr. Páls, þar sem hann vitnar í orð hr. Aðalsteins Sigmundssonar. Er hér mikill hvalur rekinn á fjöru höfundar. Um Aðalstein Sigmundsson getum við ver- ið sammála, því að ég þekki hann sjálfur að öllu góðu og veit, að hann nýtur mikils trausts innan vébanda stéttar sinnar, bæði sakir þekkingar og áhuga. En þrátt fyrir ágæti Aðalsteins Sigmundssonar, reynist ritgerð hans ekki sá skjöldur, sem nægir málstað sr. Páls til hlífðar. í ritgerð sr. Páls segir: „Hann telur (þ. e. A. S.) reyk- víska unglinga standa langt að baki ung- lingum annarra Norðurlandaþjóða, hvað þekking og tamning snertir", og að „börn Reykjavíkur séu yfirleitt villtari, lakar sið- uð en gerist í sæmilegum menningarbæj- um“. En hvernig fer nú um þetta græna tré sr. Páls, ef það er skoðað við rótina. Þess ber að gæta, að ritgerð Aðalsteins Sigmundssonar er fyrst og fremst rituð sem vörn fyrir skólana gegn heimilunum, og jafnframt yfirlit yfir það, sem unnizt hafði með 50 ára starfi kennarastéttar- innar á íslandi, og ef orð hans væru tekin eins og þau eru töluð, þá væri árangurinn sorglega lítill. Hann lætur eitt yfir alla ganga, þegar hann talar um afbrot barn- anna og ósiðsemi. „Þau svíkjast um að vinna þau verk, sem skólinn leggur fyrir þau, svíkjast um að mæta í fyrirskipuðum tímum“ o. s. frv. Ég er sannfærður um að þessar ásakanir eru óréttmætar, þegar á heildina er litið. Langflest börn munu þannig vera, að þau mega ekki vamm sitt vita, þar sem skólinn á í hlut. Þau gæta þess vandlega að mæta á réttum tíma, og vilja heldur bíða stundarkorn úti fyrir dyrum skólans, jafnvel þó að vont sé veður, heldur en að koma of seint. Líku máli mun gegna um námið eða vilja til náms, þó að afköstin fari auðvitað eftir greind og atorku barnanna, og jafnframt aðstöðu og aðstoð heimilanna. Á móti þessu mun enginn kennari vilja mæla. Það vill svo vel til, að Austurbæjarbarnaskól- inn, þar sem Aöalsteinn Sigmundsson sjálfur starfar, hefir um nokkur ár haft sýningar á handbragði barnanna, ýms- um leystum verkefnum þeirra Mun það flestra manna mál, sem séð hafa, að sýningar þessar lýsi furðanlegum þroska og verkhæfni, og séu þær yfirleitt góður vitnisburður, bæði fyrir skólann og börn- in. Hins vegar er þessi staðreynd ónotaleg fyrir þá, sem trúa því og treysta, að hér búi djöfull og afglapi í hverju manns- barni, ungu og gömlu. Vel má vera, að börn séu ver siðuð hér í Reykjavík, og yfirleitt á íslandi, en í öðr- um löndum,. en leikur þeirra á götunum sannar ekkert í þessum efnum af þeirri einföldu ástæðu, að í mannmörgum borg- um er engu barni líft í hringiðu hinnar öru umferðar. Svo er það og um þær göt- ur, sem fjölfarnastar eru í Reykjavík. En hvernig er það þá með siðmenningu þjóð. arinnar í heild sinni. Ætli vér verðum ekki að viðurkenna það, að vér stöndum skör lægra en grannþjóðir vorar Vér kunnum illa menntaðra manna siðu, erum orðhákar, óstundvísir og agalausir. En það eru einmitt þeir brestir, sem börnunum eru tíðast bornir á brýn, og meðan þeim er ekki ætlað að ala upp fullorðna fólkið er varla sanngjarnt að skella skuldinni á þau eingöngu. Hitt er annars ekki nýtt, að ungum sé hallmælt, því að sá rollujarmur hefir fylgt mannkyninu frá aldaöðli. Hitt er hverju orði sannara, að uppeld- ismálum vorum er mjög ábótavant, enda

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.