Dvöl - 01.01.1940, Síða 55

Dvöl - 01.01.1940, Síða 55
D VÖL 49 höfum vér aldrei haft þar fasta jörð undir fótum. Það vantar að vísu ekki, að menn geri sér tíðrætt um sveitamenninguna sem uppsprettu allra dyggða. Það er og engu líkara en á íslandi hafi verið para- dísarsæla frá upphafi vega, allt þangað til að Reykjavík kom til sögunnar. Það er að vísu satt, að mörg heimili í landinu hafa verið með miklum menningarbrag, þar sem reynt var að halda við glæðum hins forna elds, svo að ljósglætu lagði frá þeim út í myrkrið. í mörgum hinum litlu, strjálu hreysum upp við fjöllin bjó trúfast og skyldurækið fólk, en það þarf ekki að svipast um langt inn í myrkvið fortíðar- innar, til bess að manni hrjósi hugur við því, sem fyrir augun ber. Annálar vorir vitna um mikla örbirgð, andlega og lík- amlega, miklar misgjörðir og þjáningar. Þjóðin stóð í hrikalegri baráttu fyrir sín- um brýnustu nauðþurftum. Þá urðu til orðtök eins og þessi: „Ekki verður bók- vitið í askana látið“, „oft eru skáldin auðnusljó", og fleira þess háttar. Hjá þorra fólksins var ekki um aðra menntun að ræða en þá, er hin harða og oft vonlausa lífsbarátta veitti. Sam- tíðarmenn Jónasar Hallgrímssonar skildu ekki og hirtu ekkert um ljóð hans, þó að þau væru gerð af öllu því fegursta, sem frá aldaöðli hafði leynzt í vitund þjóðar- innar. Menn heyrðu ekki þyt hinna hvítu vængja fyrir tómahljóði hversdagsleikans og hinni sáru lífsönn. Eftir miðja síðustu öld geisuðu harðindi. Fjárfellir varð ægi- legur og landflótti. Þá sortnaði Matthíasi Jochumssyni svo fyrir augum, að hann orti níðkvæði um ísland. Hví gerði hann það? Hann svarar því sjálfur á þessa leið: Gott ef það var ekki ofurást, ó, ísland, á foldu þinni, er sviplega í heiftarhlátur brást, er Heljar ég tæmdi minni. Gott ef ég eygði ekki ísavök og ísland í gjánni miðri, og heyrði mín gömlu, heilögu rök sem hlátur í víti niðri. Matthías var sjálfur áhorfandi hinna sáru atburða fellisvorið mikla og þátttak- andi í raunum sóknarbarna sinna hin miklu harðindaár á níunda tugi aldarinn- ar. Hneit honum svo við hjarta þjáning alls lífs, sem í kringum hann bærðist, að hann missti snöggvast sitt andlega flug. Hann sá ísland umlukt hinum hvíta hel- skafli og fannst sá fagnaðarboðskapur, sem hann sjálfur hafði flutt þjóð sinni, vera fals og lygi, misgjörð, sem kvaldi hann á neyðarstundinni. Hann trúði ekki landinu fyrir mönnunum og skepnunum og því gerði hann þetta „galdraspil". En þó að guðshetjan, Matthías, gæti unnið aftur þúsundfalt allt, sem hann hafði misst, þá er hitt jafn vist, að margir guldu það afhroð, sem aldrei varð bætt. Mikið af fólkinu lifði við sult og seyru og var með öllu varnað þess, að njóta þeirra fáu andlegu verðmæta, sem þjóðin átti í fór- um sínum. Þegar landflóttinn stöðvaðist við sjávarsíðuna, og Reykjavík, sem verið hafði „frómt fiskiþorp", breyttist „í skjótri svipan í tug-þúsunda borg“ voru menn illa undir það búnir að hefja lífsbaráttu á nýjum vettvangi. Þeir voru sjálfir fá- kunnandi, heimilin höfðu enga leiðar- stjörnu til að fara eftir, og þó að skóla- menntun yrði nokkuð almenn á síðari ár- um, þá var fyrst um allt annað hugsað en heimilislif eða uppeldi, nema það, sem varð af sjálfu sér hjá hverjum einum. Hitt var þó öllu verra, að röst tímans lagðist á móti þeim dyggðum, sem rót- grónastar voru í fari þjóðarinnar, Nú var tekið að brýna fólkið til að smokka fram af sér öllum skyldum við sjálft sig og aðra. Nú var komin ný forsjón til sög- unnar, sem nefndist „hið opinbera", og hún sá vel fyrir allra þörfum. Þessi nýja forsjón var miklu betri og tilleiðanlegri en sú gamla. Að vísu bauð hún og skipaði: Þú skalt ekki aðra guði hafa, en hinum boðorðunum öllum mátti snúa við. — Ef sú kynslóð, sem nú er að alast upp, er sjúk og spillt, þá er það af því hennar andlega neyzluvatn er eitrað í uppsprett- unni sjálfri. IV. Síra Páll Þorleifsson kvaðst hafa verið hér staddur síðasta kjördag til Alþingis. Leizt honum ekki á blikuna, sem varla var við að búast, því að sama vitfirringin logaði í hverju auga, hvar sem hann fór. Honum rann til rifja að sjá unglinga þeysa um bæinn á flutningsvögnum til þess að hrópa á fólkið að kjörborðinu. Ég er séra Páli algjörlega sammála um þetta, enda hélt ég því fram í fyrri grein minni, að fólkið í landinu væri alið upp sem pólitísk hákarlabeita, og sjálfrátt eða ó- sjálfrátt færir hann hér rök fyrir mínu máli. En séra Páli fer hér sem oftar, að hann sér meinið, en gerir enga tilraun til að grafast fyrir rætur þess. Skal nú rifjaður upp aðdragandinn að þessum mikla degi. Ég ætla að kosninga- hríðin hafi byrjað á sumardaginn fyrsta, sem verið hefir um allmörg ár hátíðis- dagur barnanna. Þann dag réðst eitt flokksblaðið á andstöðuflokkinn fyrir það, að hann væri harðlega mótsnúinn böm-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.