Dvöl - 01.01.1940, Síða 64

Dvöl - 01.01.1940, Síða 64
58 DVÖL dagalýð og tautaði fyrir munni sér: „Mikil er heimska mannanna“. Sauvage hélt áfram: „Þeir eru verri en skepnur". Og Morissot, er nú dró upp silung, bætti við: „En að hugsa til þess, að þetta verður alltaf svona, meðan löndin lúta stjórnum." Sauvage greip fram í: „Lýðveldið hefði ekki byrjað stríð....“ Morissot skaut inn í: „Konung- arnir heyja stríðin út á við, lýð- veldin innan lands.“ Síðan tóku þeir að rökræða ró- lega hin miklu viðfangsefni stjórn- málanna, með heilbrigðri skynsemi gæflyndra manna og meðal- greindra. Þeir komust báðir að þeirri niðurstöðu, að maðurinn yrði aldrei frjáls. En Valérien-fjallið drundi hvíldarlaust. Og með hverri drunu lagðist heimili einhvers í rústir, fjaraði líf einhvers út, dóu fagrir draumar og bjartar vonir, og hófust þjáningar kvenna og barna, sem aldrei myndu taka enda. „Þetta er lífið,“ mælti Sauvage. „Segðu heldur dauðinn“, svaraði Morissot og hló við. En þeir hrukku snögglega við, því að stigið var til jarðar fyrir aftan þá. Er þeir litu upp, stóðu fjórir vopnaðir menn við hlið þeirra, fjórir, stórir, skeggjaðir menn. Þeir voru klæddir í þjónabúninga og báru flata hjálma á höfðinu. Færin tvö duttu úr höndum veiðimannanna og flutu niður eftir ánni. í einni svipan voru þeir hand- teknir, bundnir og bornir burtu. Þeim var varpað ofan í bát og fluttir til eyjarinnar. Bak við skál- ann, sem þeir hugðu yfirgefinn, voru tuttugu hermenn. Einhver loðinn risi, er sat klof- vega á stól og reykti krítarpípu, ávarpaði þá á prýðilegri frönsku: „Jæja, herrar mínir, hafið þið fisk- að vel?“ í sömu andránni kastaði einn hermannanna fullum netapokan- um, er hann hafði tekið með sér, fyrir fætur hans. Liðsforinginn brosti: „Ha! Ha! Ég sé, að það hefir ekki gengið illa. — En hér er um annað ræða. Hlustið á mig og látið ekki hug- fallast. í mínum augum eruð þið njósn- arar, er sendir hafa verið til að forvitnast um mig. Ég tek ykkur og skýt ykkur. Þið þóttust veiða til að dylja betur fyrirætlan ykkar. Þið hafið fallið í hendur mínar; þvi ver fyrir ykkur; við erum í stríði. En þar sem þið eruð komnir gegnum framvarðarlínumar, kunn- ið þið áreiðanlega inngangsorðið. Segið mér þetta inngangsorð, og ég mun sýkna ykkur“. Vinirnir stóðu blýgráir og nötr- andi hlið við hlið og þögðu. Liðsforinginn hélt áfram: „Það mun enginn komast að því. Leynd- ardómurinn verður grafinn með ykkur. Ef þið neitið, þá dauðinn, og það samstundis! Veljið“. Þeir stóðu grafkyrrir, án þess að mæla orð frá vörum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.