Dvöl - 01.01.1940, Page 70

Dvöl - 01.01.1940, Page 70
64 DVÖL var smávaxinn. Skálan var aftur á móti risavaxinn. Hann hafði feikn- arlegt andlit með litlum möskvum af rauðum æðum í kinnunum og á nefinu; búkurinn fyrirferðarmik- ill, snyrtilega klæddur í sæmilega nýjum, bláum fötum. Sá stóri virtist vilja afsaka sig. „Fáið yður sæti, Tobías“, sagði hann, „setjist og látið eins og þér séuð heima hjá yður. Ég ... jæja, svo að ég segi yður sannleikann hreinskilnislega, þá var ég að fela mig fyrir yður.“ „Ég gat nú séð það“, sagði Tobías. „Fjandinn hafi það,“ sagði Skál- an, „ég skammaðist mín fyrir að hitta yður. Ég meina — það er ekki í eðli mínu að bregðast nokkrum manni, og ég veit, að ég lofaði að láta yður fá eitthvað af peningum í dag; en sannleikurinn er sá, að ég var sjálfur svikinn. Svo ég hugs- aði sem svo, jæja, jæja, hugsaði ég. Hvernig get ég litið framan í vesa- lings gamla Tobías og sagt honum að ég hafi enga peninga handa honum?“ „Þér lofuðuð því upp á æru og trú“, sagði Tobías og andvarpaði. „Ætli ég muni það ekki!“ hróp- aði Skálan í einskonar þjáningu. „Spyrjið hann Guðmund þarna — hefi ég ekki gengið fram og aftur um þetta gólf allan guðslangan daginn, nagað á mér neglurnar og verið að segja: Aumingja Tobías! Aumingja Tobías! Hvað á ég að segja við aumingja Tobías? Að lok- um ákvað ég að haga mér eins og raggeit og ég sagði við Guðmund: Andskotinn hafi það, Guðmundur, sagði ég, segðu honum,að ég sé ekki heima. Ég hefi ekki kjark í mér til að horfa framan í manninn, sagði ég------. Fáið yður sígarettu." „Lítið þér á, Skálan,“ sagði Tobías um leið og hann fékk sér sígarettu, „ég veit ekki hvert ég á að snúa mér. Ég varð nýskeð að flytja og ég verð að borga húsa- leigu og ég skulda peninga alls staðar. Ég hefi ekki einu sinni borgað fyrir efnið í fötunum yðar ennþá. Lítið á þennan böggul —.“ Tóbías lyfti litlum böggli í brúnum umbúðum. Nokkrir hnoðrar af hrosshári og ermafóður — fimmtíu og átta krónur. Og ég verð að borga það, Skálan minn.“ Skálan hrópaði upp yfir sig af samúð: „Eins og ég viti það ekki! Guð minn góður, það, sem þið, klæðskerarnir, verðið að þola! Það er skömm og hneyksli, Tobías, það veit guð!“ „Og ég lofaði bezta skraddaran- um mínum upp á æru og trú, að ég skyldi láta hann fá tuttugu krónur eða svo í dag. Litli drengurinn hans á að fara á sjúkrahús vegna heila- himnubólgu, Skálan. Svo að ég sagði við hann: Konráð minn, sagði ég, bíddu bara í hálftíma, sagði ég, ég ætla að finna hann Skálan. Hann var búinn að lofa mér að borga mér 40—50 krónur upp í skuldina sína í dag, sagði ég. Og nú bíður aumingja maðurinn eftir mér. Vitið þér, hvað ég skulda

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.