Dvöl - 01.01.1940, Side 82

Dvöl - 01.01.1940, Side 82
76 DVÖL Allt o« ekkert í stórborgunum er að jafnaði mesta samsafn allskonar þjóða. Sérstaklega er amerísku borgunum við brugðið í þeim efnum. Meðal evrópiskra borga er London einna fremst að þessu leyti. íbúatala hennar er áætluð 8 y2 miljón árið 1938. Þar af voru 210 þús. Gyðing- ar, 38 þús. Rússar, 31 þús. Pól- verjar, 14 þús. Frakkar, 11 þús. ítalir, 9 þús. Bandaríkjamenn, 6 þús. Svisslendingar og um 20 þús. af öðrum aðkomnum þjóðflokkum. Vegna þess umróts, sem orðið hef- ir í Evrópu á síðasta ári, hafa tölur þessar vafalaust breytzt mjög. Sér- staklega má búast við að fjölgað hafi mjög Gyðingum, Pólverjum, Spánverjum og Tékkóslövum. -o- Hæstu byggingar: Empire State, New York . . 1248 fet Chrysler, New York....... 1046 — Eiffelturninn, París..... 984 — Manhattanbanki, N. Y.... 925 — Woolworth, New York .... 702 — Metropolitan Life N. Y.. .. 700 — Waldorf-Astoria hótel,N.Y. 626 — Lincoln, New York.......... 638 — Baltimore Trust, Balti- more .................... 500 — Cheops-pyramidinn, Egipta- landi .................... 450 — „Empire State“ í New York er lítið eitt hærri en Keilir á Reykja- nesi. Stærstu skip: Queen Elizabeth, Engl. 85000 smál. Normandie, Frakkland 82799 — Queen Mary, England. 81235 — Berengaria, England. . 52226 — Europa, Þýzkaland. .. . 51000 — Bremen, Þýzkaland . . . 51000 — Rex, Ítalía ......... 50000 — -o- Flugur forðast að jafnaði bláa litinn. Af þessum ástæðum er oft notað blálitað gler í glugga verk- smiðjuhúsa, þar sem matvörur eru framleiddar. -o- Eins og kunnugt er lét Alexander mikli skíra borgina Alexandria eft- ir nafni sínu. Hitt er ókunnara, að borginni Bukefala í Litlu-Asíu gaf hann nafn hests síns. -o- Föstudagurinn er helgidagur 230 miljón Múhameðstrúarmanna. Kóraninn, sem er trúarbók þeirra, segir, að á þeim degi hafi Adam verið skapaður og að á þeim degi hafi hann einnig dáið. -o- Margir Ameríkumenn eru hætt- ir að nota vatn og sápu, þegar þeir raka sig. í stað venjulegrar rak- vélar eða rakhnífs nota þeir ofur- lítið rafmagnsáhald. Um leið og það rakar lýsir það upp andlitið með xafmagnsljósi.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.