Orðlaus - 28.08.2004, Side 4

Orðlaus - 28.08.2004, Side 4
-\ fcg neyrði eitt sinn mann segja ao besta leiðin til að koma sér undan vandræðum væri einfaldlega að neita nógu mikið fyrir mistökin sem maður kunni að hafa gert. Þó svo að maður geri sér fulla grein fyrir að maður hafi breytt rangt og sama hversu augljós sekt manns sé væri best að neita fram í rauðann dauðann því að þá væri ekki hægt að áfellast mann. Eins sé hægt að snúa út úr og í versta falli varpa skuldinni yfir á einhvern annann, svo lengi sem það er ekki maður sjálfur sem þarf að sæta saka. Ég fussaði og sveiaði yfir þessu en gerði mér svo grein fyrir því að þetta gerir annar hvor maður, í mis miklu magni auðvitað, en lika ég! Afneitun sem slík þekkist langt, langt aftur, hjá pólitíkusum, stórstjörnum, jafnt sem hinum almenna borgara og birtist einna helst þegar maður þarf að bjarga eigin skinni. Þá liggur beinast við að neita öllu, hvort sem um er að ræða framhjáhöld, glæpi, svikin loforð eða pólitíska ólgu, láta fólk heyra það sem það vill heyra í sambandi við skattalækkanir, jafnréttismál, atvinnuleysi, innrásir eða hvaðeina. Menn eiga svo auðvelt með að gleypa við öllu svo lengi sem það sé sagt nógu smjaðurslega og virðulega. Þetta er þægilegt varnarkerfi sem hægt er að lifa á bak við dag eftir dag í von um að það bresti ekki á morgun. Það er að sama skapi alltaf auðvelt að skýla sér á bak við næsta mann í þeirri von að græða ef til vill nokkrar mínútur til að hugsa næsta leik. Ef allt bregst er alltaf sú leið fær að klýna eins miklu óorði á andstæðinginn og mögulegt er til þess að koma ár sinni betur fyrir borð. Það getur verið erfitt að gangast undir ábyrgð orða sinna, loforða eða gjörða. Það þarf mikinn mann til að standa upp og viðurkenna mistök sín og gangast við þvi að að ýmis orð sem maður lætur falla og verknaðir sem maður framkvæmir hafi ef til vill verið vanhugsaðir. Það er allt of algengt að menn bregðist ókvæða við almennri gagnrýni og reyni að bæla niður eigin vanda með því að gagnrýna gjörðir annarra, en eins og málshátturinn segir þá er að verja mistök sín það sama og að endurtaka þau. Ég á það sjálf til að loka augunum fyrir því sem ég vil ekki sjá, gleyma því sem ég vil ekki hugsa um og snúa út úr því sem ég vil ekki ræða. Ég loka augunum, píri þau aðeins en opna þau fljótt aftur því ég veit að það kemst alltaf upp um mig fyrr en síðar. Ég veit þó innst inni að það á ekki kenna öðrum um eigin ófarir eða varpa skuldinni yfir á næsta mann. Ég veit að manni ber að standa upp og viðurkenna mistök sín, vera heiðarlegur og taka afleiðingum gjörða sinna. Ég veit að það er mikilvægt að horfast í augu við mistökin, sem verða eflaust fjölmörg á lífsleiðinni. Það er bara mannlegt að hafa rangt fyrir sér og ennþá mannlegra að gera mistök en bara svo ofboðslega erfitt að viðurkenna þau. Ég prófaði það í fyrsta skipti um daginn, það var erfitt, mjög erfitt, en helvíti var það líka gott! t

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.