Orðlaus - 28.08.2004, Side 48

Orðlaus - 28.08.2004, Side 48
+ „Life is what you make of it" segir frasinn og maður ræður því nákvæmlega sjálfur í hvaða átt maður fer. Leiðirnar eru margar og misjafnar, þegar maður velur eitthvað þá þarf maður að fórna einhverju öðru og þvi er þetta stórt púsluspil sem flókið er að raða saman svo vel verði. Þetta er eitthvaö sem maður pælir ekki í fyrr en maður er kominn aðeins áleiðis í púslið og sér hvernig öörum sem byrjuðu að púsla á svipuðum tíma hefur reitt af. Það er hægt að læra mikið af því að fylgjast með öörum, en maður veit þó aldrei fyrr en maður reynir sjálfur. Fyrstu árin er maður undir oki foreldra sinna, á táningsárunum reynir maður svo allar leiðir sem finna má til að losa sig undan þvi ægivaldi sem foreldrarnir hafa yfir manni. Þetta endar yfirleitt með eldglæringum og þá er maður gjarnan orðinn reiðubúinn til að flýja hreiðrið og búa sér til sitt eigið hreiður. Slíkar æfingar eru gjarnan timabundnar og margir enda aftur í föðurhúsum, reynslunni ríkari áður en aftur er gerð tilraun til að standa alfarið á eigin fótum. Þegar búið er að koma sér fyrir í sínu prívat hreiðri þá tekur við ferli þar sem fólk fær Ef hlutirnir haldast í föstum skorðum þá er næsta skref yfirleitt barneignir og þá tekur við næsta tímabil sem krefst enn meiri fórna á sjálfsfrelsi. Um leið og fyrsta barnið fæðist þá þarf maður að láta frá sér allt sem heitir sjálfselska og stjórn yfir eigin lífi, lífið fer að snúast um að búa barninu gott umhverfi til að þroskast og þróast. í gegnum börnin endurlifir fólk svo næstu árin, þar til þau yfirgefa hreiðrið, þá situr fólk gjarnan aðgerðalaust eftir og upplifir gríðarlegt tómarúm sem oft þróast yfir í „mid-life crisis" þar sem stillt er upp púsluspilinu Ég hef alltaf viljað vera sjálfstæður. Undir sjálfum mér kominn og fullkomlega einráður yfir mínu lífi. í fullkomnum'heimi gæti ég unnið frá morgni til kvölds, eytt svo frístundunum í það að glápa á hasarmyndir og fótbolta en það er svo sannarlega ekki lífið sem ég á í dag því ég hef sogast inn í týpíska fjölskyldustemningu þar sem ég gegni lykilhlutverki f barnauppeldi og þarf að undirgangast alls kyns heimilisreglur og allt sem ég geri þarf að taka tillit til þess hvað frúna langar að gera og hvað hentar krakkanum best. Sem dæmi get ég nefnt, að ég ÞAÐ ER VARLA NOKKRUM MANNIHOLLT AÐ VELTA SER UPP ÚR FORTÍÐINNI ÞVÍ HENNI VERÐUR EKKI BREYTT. ÞVÍ ER MÍN SKOÐUN SÚ AÐ ALLT SEM MAÐUR GERIR í DAG VERÐUR AÐ FORTÍÐ MANNS Á MORGUN ... * gjarnan víðáttubrjálæði, frelsinu fegið. Á þeim tíma er margt brasað og um margt hrasað áður en þörfin fyrir reglubundnara og kerfisbundnara líf myndast. í lífi flestra er það á þessu skeiði sem mökun og pörun á sér stað. Slíkar tilraunir heppnast sjaldnast í fyrstu tilraun, en flestir njóta þó þeirrar lukku að para sig áður en líkamlegt atgerfi verður það hrörlegt að möguleikarnir rúnist út. Eftir þetta þá tekur við stórt lærdómsferli þar sem fólk neyðist til að fórna sér hvort fyrir annað, slaka á áhugamálum og prívatáherslum til þess að halda sáttum og reynist það ferli mörgum gríðarlega erfitt. Vinnan sem þarna á sér stað ræður úrslitum um framhaldið og þarna tekur mikið á þroska og viljasyrk þeirra sem eiga í hlut. og farið yfir það hvort réttar ákvarðanir hafi verið teknar, hvort öll réttu tækifærin hafi verið nýtt og svo framvegis. Það er varla nokkrum manni hollt að velta sér upp úr fortíðinni því henni verður ekki breytt. Því er mín skoðun sú að allt sem maður gerir í dag verður að fortíð manns á morgun, því skal maður vera meðvitaður um skrefin sem maður stígur þegar maður stígur þau svo maður sjái ekki eftir neinu þegar sá tími kemur. hefði aldrei farið út á videóleigu og leigt Along Came Polly, ef ég væri bara að hugsa um mig. Ég hefði sennilegast tekið nýjustu myndina með Steven Seagal en engu að síður varð Along Came Polly fyrir valinu þar sem ég varð að hugsa fyrir því hvað restina af familíunni langaði til að glápa á. Þegar maður er hluti af einingu þá verður maður að taka ákvarðanir sem henta einingunni en ekki bara sjálfum sér. Þessu fylgja ótakmarkaðar fórnir, tilfæringar og sjálfs-sannfæringar því lífið er svona. Ef maður ætlar ekki að vera einn, veslast upp og deyja einn og yfirgefinn þá þarf maður að færa fórnir. Á þessum stað í púsluspilinu er ég núna og verð sáttari við það á hverjum deginum sem líður. Snorri Barón Hvernig verlsar þú? Jörd Jarðarmerkin naut, steingeit og meyja hafa náttúrulegt innsæi varðandi peninga, eru vanaföst og mjög sparsöm, nema þegar þau hafa hugsað vel og rækilega um hlutinn sem þau ætla sér að kaupa. Nautið: Þú ert vanaföst en getur orðið svolítið gráðug. Líklega er fataskápurinn þinn fullur af svipuðum fötum því þegar þú finnur eitthvað sem þér líkar kaupirðu nóg af því. Þú mátt alveg reyna að breyta aðeins til, fara í nýjar búðir og finna eitthvað öðruvísi. Það er allt í lagi að kaupa dýra fallega flík einstaka sinnum, þar sem þú ert að sjálfsögðu búin að spara fyrir henni. Meyja: Þú ert snillingur í að búa til nýjar flíkur úr gömlum og notuðum og gerir því oft kostakaup á flóamörkuðum og hjá skransölum því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt. Þegar þú kaupir nýja hluti eru það gæðin sem skipta máli. Þú ert búin að spara launin þín síðan þú byrjaðir að vinna, en þú mátt alveg leyfa þér að eyða smávegis í munaðarvarning, skart og jafnvel utanlandsferð. Úti er líka allt fullt af flóamörkuðum! Tvíburar, vog og vatnsberar hugsa lítið um fjárhagslegt öryggi. Loftmerkin vilja versla, núna! Þau eru ekki ábyrgðarfull, þannig að gott ráð væri að vingast við þjónustufulltrúann í bankanum. Tvíburar: Þú ert frekar óskipulögð þegar kemur að verslunum, veist yfirleitt ekkert hvað það er sem þig vantar þegar þú kemur inn í búðina og labbar út með það síðasta sem þú þurftir á að halda. Þú ert samt góð í að finna út bestu tilboðin þannig að fjárhagsstaðan er yfirleitt ekki eins slæm og hjá öðrum loftmerkjum. Þú ættir samt að taka með þér lista yfir það sem þig vantar, næst þegar þú ferð í verslunarleiðangur. Vog: Þú hefur gaman af fallegum og vönduðum hlutum og hugsar oft lítið um verðmiðann sem er því miður nauðsynlegur fylgifiskur. Þú átt oft erfitt með að ákveða þig þannig að þú ert ekki skemmtilegasti verslunarfélaginn, en þú ert mjög áhrifagjörn varðandi auglýsingar og kaupir oft nýjustu snyrtivörurnar á markaðnum því þú heldur að þær virki bara út af merkinu. Steingeit: Þú ert manneskjan sem tekur með sér lista út í búð þannig að þú kaupir alveg örugglega ekkert sem þú ekki nauðsynlega þarft. Þú kaupir gæði, ekki merki og elskar útsölurnar. Hlærð að greyjunum sem keyptu peysuna, sem þú fannst á 70% afslætti, á fullu verði fyrir hálfu ári síðan. Þú mátt samt alveg slaka aðeins á og njóta þess að kaupa þér eitthvað sérstakt endrum og eins. Vatnsberi: Þú getur bæði verið skynsöm og alveg ótrúlega eyðslugjörn, það skiptist upp í tímabil, yfirleittt eftir að bankinn er búinn að loka á heimildina. Þú ert mikið fyrir klassíska hluti sem endast lengi en á eyðslutímabilinu áttu það til að kaupa gjörsamlega gagnslaust drasl sem færir þér mjög tímabundna gleði. Farðu til fjármálaráðgjafa og láttu hann kenna þér að halda bókhald! 4

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.