Orðlaus - 28.08.2004, Page 36

Orðlaus - 28.08.2004, Page 36
 St j órnmálamenn framtíðarmnar? „Menntun kvenna er að aukast með hverri kynslóð og um leið munu völd kvenna aukast og þátttaka þeirra í valdastöðum aukast." „Jafnrétti kynjanna kemur með nýjum kynslóðum - bara spurning um tíma" Fleygar setningar eins og þessar hafa dunið á okkar kynslóð frá því mæður okkar drógu af sér rauðu sokkana og bundu aftur á sig brjóstahaldarana. Sennilega er okkar kynslóð sú sem er bjartsýnust á að stelpur hafi sömu tækifæri og strákar og bráðum verði heimurinn leikvöllur beggja kynjanna. Ég er ein af þessum „efasemdafemínistum" sem trúir því ekki að jafnrétti kynjanna sé rétt handan við hornið, en svona til að vera alveg viss ákvað ég að rýna aðeins í „uppalendastöðvar"? stjórnmálamanna. Það er nefnilega söguleg staðreynd að þau sem enda í pólitík eru búin að æfa sig töluvert áður en þau enda á þingi eða í sveitarstjórnum. Flest byrja í menntaskóla og starfa þar í stjórnum nemendafélaganna, næsta skrefið er svo stúdentapólitíkin og/eða ungliðapólitík stjórnmálaflokkanna. Svo þegar fólk er orðið nægilega sjóað í „bransanum" er farið t prófkjör og svo inn á þing eða í sveitarstjórn. En hvernig er hin unga kynslóð okkar tíma að standa sig? Er tíminn að leiða það í Ijós að stelpur eru að sækja í sig veðrið og nú sé tími til að halla sér aftur og slaka á þessu femínistaáróðri? Kynjahlutfall framboðslista háskólahreyfinga í HÍ 70 - 60 - 50 - 40 30 20 10 j- 0 st 64 39 56 m H Vaka Fimm stjórnmálaflokkar landsins státa af mjög virkum ungliðahreyfingum þar sem ungu fólki gefst tækifæri til þess að láta til sín taka. Þrátt fyrir ekkert formlegt vald ungliðahreyfinganna á setningu laga hafa þær oft lagt línurnar fyrir það sem koma skal. í Háskóla islands hafa verið til margra ára tvö öfl sem berjast um völdin í stúdentapólitíkinni, Vaka og Röskva. Nýlega bættist þriðja fylkingin við, Háskólalistinn. Dæmi um stjórnmálamenn sem hafa verið í stjórnum ungliðahreyfinga eða í háskólapólitík eru t.d. Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, Siv Friðleifsdóttir, Geir H. Haarde svo einhverjir séu nefndir. Það er því ekki ólíklegt að þeir Kynjahlutfall ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkana 90 r 80 70 - 60 - 50 40 30 - 20 - 10 0 83 13 27 64 36 50 50 17 67 33 UJ UVG SUF SUS UF sem nú ráða ríkjum á þessum þjálfunarstöðvum séu verðandi talsmenn fyrir okkar kynslóð í stjórnmálum framtíðarinnar - eða hvað? Þegar maður skoðar framkvæmdastjórnir ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokks (SUS), Samfylkingar 12 (UJ), Framsóknarflokks (SUF), Vinstri grænna (UVG) og Ungra frjálslyndra (UF) á heimasíðum þeirra kemur í Ijós 10 að formenn allra þessara hreyfinga eru strákar nema hjá UF en þar vermir Kristín María Birgisdóttir formannssætið í fyrstu stjórn félagsins. Kristín María hefur einnig verið liðtæk í stúdentapólitíkinni. Samband ungra framsóknarmanna er eina framkvæmdastjórnin þar sem eru jafnmargar stelpur og strákar en stelpurnar eru langfæstar hjá Sambandi ungra sjálfstæðisdrengja eða rétturfimmtungur. Hjá ungum „jafnaðarmönnum" eru stelpurnar aðeins tæplega þriðjungur og af stjórnarmönnum, hjá ungum vinstri grænum „femínistum" eru þær ekki nema 36% og í stjórn UF eru Næst á dagskrá er að skoða háskólapólitíkina. í síðustu kosningum til stúdentaráðs voru þrír listar í framboði, Röskva, Vaka og Háskólalistinn. í fyrsta sæti fyrir Röskvu og Vöku voru stelpur og núverandi formaður stúdentaráðs er Járþrúður Ármundardóttir fyrir Vöku. Á framboðslistum Vöku og Röskvu voru um meiri hluti stelpur en hjá Háskólalistanum voru stelpur í minnihluta. Stelpur í háskólum á íslandi eru 63% nemenda. Líklega er þá smá von um að kynslóðin sem allir bíða eftir sé bara í mótun, en svona til að sjá hvort þróunin sé ekki a.m.k. í áttina er best að kanna menntaskólana líka. Ég skoðaði MR, MS, Kvennó, Borgó, FB og MK og komst að því að í öllum þessum skólum nema í FB eru strákar formenn. Stelpur eru líka í minnihluta í öllum stjórnunum nema í FB og meira segja í Kvennó er bara ein stelpa í stjórn! MS, MR og MK eru bara með stráka í stjórn, í Kvennó er ein stelpa, í Borgó eru tvær stelpur en flestar eru þær í FB eða fimm en það er mismunandi hversu margir sitja í stjórn eftir skólum. Og hvar er þá hin rísandi kynslóð jafnréttis og réttlætis? í leikskóla? Efasemdir mínar voru sem sagt staðfestar - það er engan veginn kominn tími til að slaka á og vona að með komandi kynslóðum gerist eitthvað af sjálfu sér. Værum við sátt ef bara rauðhærðir og brúneygðir settu lögin sem við þurfum að fylgja? Sennilega ekki og fæst okkar eru sátt við að karlmenn setji einir lög og reglur landsins. En það er ekki sjálfgefið að einhverjar aðrar stelpur taki sig til og bjargi þessu með því að bjóða sig fram hvort sem það er í stjórn nemendafélagsins eða ungliðahreyfingu eða til þings. Þú þarft að pæla í því hvort þú viljir ekki hafa áhrif á samfélagið í kringum þig. Það er ekkert flókið Kynjahlutfall stjórna nemendafélaga menntaskóla Fyrir síðustu Alþingiskosningar var mikið rætt um að nú væri tími kominn til að fá ungt fólk á þing. Alþingi Islendinga ætti jú að endurspegla þjóðina og ekki hægt að hafa aðeins miðaldra karla til að setja okkur hinum reglurnar. Flokkarnir reyndu að spegla þjóðina með því að raða upp föngulegu ungu fólki þó mest bæri þó á ungum drengjum efst á listunum. Afraksturinn? Jú, átta strákar inn á þing sem minna mann sumir á þennan týpíska miðaldra þingmann sem hefur einkennt þingmenn Aiþingis frá stofnun lýðveldisins. Þá voru tvær stelpur kosnar, Katrín Júlíusdóttir fyrir Samfylkingu og Dagný Jónsdóttir fyrir Framsóknarflokk. Báðar höfðu fengið sína þjálfun í stúdentapólitíkinni og í ungliðahreyfingum síns flokks. En látum nú vera að þetta sé ekki endilega sú kynslóð sem átti að færa okkur hið fullkomna jafnrétti. Er hún kannski sú kynslóð sem verið er að móta á þessum „uppalendastöðvum" sem ég nefndi í upphafi? Mögulega er þar heill her af stelpum sem bíður bara eftir næstu kosningum ? Heimasiður ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna: Ungirjafnaöarmenn (Samfylking) www.politik.is Samband ungra sjálfstæðismanna www.sus.is Samband ungra framsóknarmanna www.suf.is Ungir vinstri grænir www.uvg.vg/ Ung frjálslynd http://uf.xf.isl Heimasíður stúdentahreyfinga í Háskóla fslands: Vaka - Félag lýðræðissinna stúdenta www.vaka.hi.is Röskva - Samtök félagshyggjufólks www.roskva.hi.is Háskólalistinn - http://www.hi.is/~hlistinn/ stelpurnar þriðjungur stjórnarmanna. Sennilega er þetta þá ekki sú jafnréttiskynslóð sem allir eru að bíða eftir! mál að taka afstöðu, flest allar hreyfingarnar sem hér hefur verið fjallað um halda úti vefsíðum þar sem hægt er að lesa um stefnur og málefni sem þeim eru mikilvæg. Skoðaðu síðurnar og veltu fyrir þér hvað þér finnst samræmast þínum skoðunum. Næsta skref er að setja sig í samband við einhvern hjá þeirri hreyfingu sem þér líst best á og langar að starfa með - eitt er víst að allir vilja fjölga í hópnum, „því fleiri þeim mun fleiri atkvæði" er reglan í svona apparötum. Best er auðvitað að smala nokkrum vinkonum þínum með þér, svo er bara að demba sér í valdataflið. Það er nefnilega ekki flóknara að taka þátt og hafa áhrif. Spurning um að grafa upp gömlu fúnu rauðsokkana hennar mömmu og losa um brjóstahaldarann! Nema auðvitað þú sért sátt við að láta stráka taka allar ákvarðanir fyrir þig! Texti: Bryndís ísfold Hlöðversdóttir

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.