Orðlaus - 28.08.2004, Page 20

Orðlaus - 28.08.2004, Page 20
ÞAU ERU HÆTT SAMAN... ...OG ÉG HELD AÐ HÚN SÉ BÚIN AÐ FINNA SÉR NÝJAN. Líf Stíll Eftir að hafa horft á hvert parið á fætur öðru, byrja saman og hætta saman þá er ekki laust við að við byrjum ósjálfrátt að pæla í því hvað valdi þessu ístöðulausa ástandi. Af hverju gerum við ekki bara eins og amma og afi; kynnumst, trúlofumst, giftumst, eignumst nokkur börn og höldum áfram að vera gift um árabil, eða þar til annað okkar hrekkur uppaf? Eða eins og mamma og pabbi: trúlofast, giftast, eignast börn og skilja svo eftir fimmtán til tuttugu ár. Það virðist þó skárra en að vera eins og velcro en í heimilishagfræði var mjög sjaldgæft. Álíka sjaldgæft og stelpur fæddar 1980 sem eiga sér þann draum heitastan í lífinu að verða húsmæður og sjá um að karlinn sé alltaf í vel pússuðum skóm. Bitið í súr epli Og þar sem ömmur okkar höfðu ekki um margt annað að velja eftir að þær giftu sig létu þær sig oft hafa allskonar plebbalega hegðun frá afa. Þá var hægara sagt en gert að æpa eins og dragdrottning -1 will survive! Kjaga svo út á háu hælunum og skella Lygin um hinn fullkomna kærasta Sleppessu bara? Það er spurning. Enginn er náttúrulega fullkpminn og allir hafa einhverja galla þegartil kastanna kemur. Okkar kynslóð er bara ekki nógu upplýst um það. Fyrir utan það að vera seld sú hugmynd að við verðum að vera mjóar með langar neglur og gott kaup, er líka stöðugt verið að reyna að sannfæra okkur um að það sé til fullkomið fólk I þessum heimi. Þetta fullkomna fólk er vel vaxið, ve' L ...og smátt og smátt fara bæði að snúast eins og sjálfhverfir, innhverfir hvirfilbylir og á endanum eru þau orðin svo upptekin af því að þau vilji alla vega ekki vera með svona; nöldurskjóðu, drumbi, frekju, eigingjörnu kvikyndi... að hurðinni er skellt með látum og sendiferðabíllinn mætir eina ferðina enn panna sem ekkert tollir við. Fólk verður líka þreytt á að endast aldrei í samböndum og fer að halda að það sé bara eitthvað rosalega mikið að sér. Það er náttúrlega mikið að sumum einstaklingum en I mörgum tilfellum er hægt að finna ástæður annarsstaðar. Okkar kynslóð er til dæmis að mörgu leiti illa upp alin af samfélagi sem gengur út á neyslu og þetta breytir hugsun okkar og hegðun á fleiri sviðum en okkur grunar. Til dæmis á sviði ástar og sambanda. Bíómyndirnar og auglýsingarnar sem við glápum á gefa okkur kolröng skilaboð um lífið og tilveruna og ef hlutirnir ganga ekki upp, þá gefumst við bara upp. Amma fékk engar paétur | Lífstíls áróðurinn árið 2004 er í mörgu gerólíkur þeim sem amma og afi bjuggu við. I hugum ömmu og afa var bara til einn fyrirmyndar lífsstíll sem gekk út á að amma átti að vera heima, sæt og fín að ala upp börnin. Hún skrapp vikulega í lagningu og drakk kaffi með vinkonum slnum á meðan börnin voru í ballett, fótbolta og fimleikum. Það var ekkert nauðsynlegt fyrir hana að mennta sig. Hún þurfti ekki að vera skófrík og blaðamaður, lögfræðingur eða læknir. Afi sá um þann pakka. Hann var fyrirvinnan sem fór út á morgnana og kom heim seinnipartinn til að borða heitan kvöldmat sem amma útbjó handa honum glöð í bragði, dag eftir dag. Ásamt því að líta vel út var það hluti af hennar starfi, auk þess að strauja skyrturnar hans og pússa skóna. Amma horfði á bíómyndir sem sögðu henni að hið fullkomna líf fælist í því að vera hamingjusamlega gift, í hjónabandi þar sem allir væru snyrtilegir og vel klæddir. Að hún gengi menntaveginn eða öðlaðist frama á öðrum sviðum á eftir sér hurðinni! Þær fengu nefnilega engar barnabætur, það var enginn ieikskóli til að setja börnin á og því síður vinnur fyrir konur sem borguðu það vel að þær gætu fætt börnin og klætt og borgað barnfóstru fyrir að líta eftir hópnum. Amma sat uppi með afa og ef hann var eitthvað leiðinlegur þá varð hún oft bara að gera svo vel að bíta í það súra epli. Skilnaður var svo gott sem út úr myndinni. Kannski eins gott að það var bara um einn fyrirmyndarlífsstíl að ræða. Það var jú ekkert val og því best að trúa bara stíft á húsmæðra áróðurinn. Sjálfstæðar, en samt ekki alveg i dag eiga konur sem betur fer aðra möguleika í lífinu en að sitja uppi með eina lygi og súra karla. Velferðarkerfið hefur bjargað ansi miklu og það sama má segja um getnaðarvarnir. Þetta er allt að þróast í rétta átt, svo rétta að í dag eru meira að segja fleiri konur að útskrifast með háskólagráður en karlar. Vissulega getum við verið sjálfsstæðar, en samt er það enn eins með konur og svertingja; Við þurfum að leggja tvöfalt harðar að okkur til að hlutirnir gangi upp og fyrir mörgum getur baslið orðið ansi þungur róður. Og þegar kona er með 30% lægri laun en karl fyrir sama starf, fer ekki hjá því að hún þrái stundum einhvern félaga sem léttir henni róðurinn og styttir stundir um leið. Karl er jú konu gaman. Eftir nokkur fremur misheppnuð sambönd kemst hún að því að hún hefur bara ekki verið að velja rétt og sannfærir sig um að hún hafi á sér „lúðasegul", þarf bara að finna sér betri mann en ef hann er ekki fullkominn, er þá ekki eins gott að hætta með honum og sleppessu bara?! L \ menntað, vel klætt, með flottar greiðslur, á góðum launum, alltaf hresst, félagslynt og I góðu skapi. Að sama skapi hefur lyfjafyrirtækjum og læknum á bónus tekist að sannfæra okkur um að tilfinningar eins og kvíði, þunglyndi, depurð, eirðarleysi og svo framvegis séu ekki eðlilegar heldur sjúkdómar. Fullkomni makinn sem við erum að leita að er að sjálfssögðu ekki haldin neinu af þessu. Hann er heldur ekki haldinn skapsveíflum, athyglisbrest eða alkóhólisma. Fullkomið fólk verður aldrei afbrýðissamt, það er aldrei eigingjarnt og það reynir aldrei að stjórna okkur. Það er hreinlega ekkert að þessu fólki og að sjálfssögðu viljum við finna okkur svona Stepford/Ken kærasta. Hversvegna ekki þar sem hann er til!? Við viljum maka sem elskar okkur og tilbiður, gefur okkur sætargjafir sem minna okkur á að honum finnist við æðislegar, hann er frábær I bólinu og með góðan smekk á fötum. Honum finnst fótbolti frekar leiðinlegur en samt æfir hann hóflega mikið í gymminu og hefur meira að segja áhuga á heilsufæði. Honum er alveg sama þó að þú sért ekki fullkomin I laginu og minnir þig á það með því að slá þér reglulega gullhamra, þó aldrei svo mikið að það virki ósannfærandi. Hann meikar að horfa á annað en typpalegar myndir um karla með Uzi og sparar sérstakega með því að leggja peninga inn á reikning sem er ætlaður í ferðalög fyrir ykkur tvö. Hann er yndislegur og með honum ætlar þú að eiga stelpu og strák og búa í fallegu húsi með geitungalausum garði! Nærbuxurnar á gólfinu Svofinnum viðsvona kærasta og af því þaöeródýrara og skemmtilegra að búa saman þá erum við ekki lengi að fara að búa og byrja að borga afnotagjöld og reikninga. Draumakærastinn er algjör draumur... þangað til þú ferð að kynnast honum betur. Viö nánari athugun kemur sitthvað i Ijós. Ken kærastinn

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.