Orðlaus


Orðlaus - 28.08.2004, Síða 54

Orðlaus - 28.08.2004, Síða 54
Já þaö er rétt, það eru til karlmenn með brjóst og þetta er vandamál sem um 10% karlmanna víða um heim glíma við, Sjúkdómurinn er kallaður „Gynecomastia" og kemur úr grísku þar sem „gyne" þýðir kona og „mastos" þýðir brjóst. 90% karlmanna verða varir við einkennin á táningsaldri. Einkennin eru óeðlileg stækkun á brjóstkassa sem leiða til þess að kvenmannsbrjóst taka að myndast og um 10% karlmannanna sem lenda í þessu losna ekki við þau. Þeir karlmenn sem glíma við Gynecomastia þjást oft af margskonar sálrænum kvillum þarsem unglingárin hafa verið þeim mjög erfið sökum þessa. Það er ekki auðvelt að vera unglíngur og geta ekki farið úr að ofan og sumir geta jafnvel ekki gengið í skyrtu þar sem brjóstin sjást í gegn. Karlmaðurinn finnur þá fyrir skömm og óbeit á sjálfum sér, er ekki sáttur við líkama sinn og á erfitt með að stofna til líkamlegs sambands við aðra manneskju þar sem hann vill ekki fara úr að ofan. Sjúkdómurinn er nýlega kominn fram og eru mörg dæmi þess að karlmenn hafi lifað við hann langt fram eftir aldri og verið lagðir í einelti mest alla ævi. Sumir hafa það mikil einkenni að þeir hafa jafnvel þurft að ganga í brjóstahaldara til að halda brjóstunum uppi. Þá er ekki auðvelt að klæða brjóstin af sér og þeir geta lent í vandræðum i vinnunni þar sem þeir hafa þótt óeðlilegir og fólk verið mjög fráhrindandi í þeirra garð. Það sem veldur Gynecomastia getur verið eftirfarandi: • offita • kynþroskaaldurinn • ofnotkun stera • marijuana reykingar (er verið að rannsaka það) • æxli • erfðagallar • krónískir lifrasjúkdómar • aukaverkanir af lyfjum • ófrjósemisaðgerðir • öldrun Hvað er hægt að gera? Ein lausnin er að láta fjarlægja brjóstin með lýtaaðgerð og er þá gerð svipuð aðgerð og á konum sem eru með of stór brjóst og láta fjarlægja hluta af þeim. Þeir sem eru eðlislega með brjóst geta nýtt sér aðgerðina og er það fyrsta stig meðferðar, seinna stigið er sálfræðimeðferð til að ná fullum bata. Þeir sem hafa neitt stera og þar af leiðandi fengið brjóst þurfa oftast nær eingöngu að nýta sér aðgerð því þeir hafa ekki upplifað þá skömm sem hinir eiga það til að hafa upplifa en þó eru sumir sem þurfa á frekari aðstoð að halda. Hvað tekur aðgerðin langan tíma? Aðgerðin tekur tvo og hálfan til þrjá tíma og farið heim samdægurs. Það er samt mælt með að hafa einhvern hjá sér fyrsta sólarhringinn. Hvað er maður lengi að jafna sig eftir aðgerðina? Það tekur um sjö til tíu daga að jafna sig eftir aðgerðina en fullum bata er náð á fjórum til sex vikum. Þá er mælt með að halda sér rólegum þann tíma og sleppa ræktinni eða annarri afþreyingu sem reynir á líkamann. Ber að hafa í huga. Margir karlmenn sem þjást af Gynecomastia þjást einnig af sjúkdómnum BDD (Body Dysmorphic Disorder) sem lýsirsér þannig að eftir eina lýtaaðgerð er tarið í aðra og jafnvel þriðju eða fjórðu þv( hann á erfitt með að sjá að brjóstin séu farin og getur því ekki hætt að fara í aðgerðir. Það er hægt að lækna þessa áráttu með lyfjagjöf en það sem ber mestan árangur er sálfræðimeðferð þvi það er mikilvægt að komast yfir þann tfma þar sem feimnin og spéhræðslan átti sér stað. Eru til aðrar lausnir? Já, þó svo að flestir velji sér þá leið að losa sig við brjóstin þá eru aðrir sem vilja það ekki og þvi hafa verið stofnuð samtök fyrir karlmenn með brjóst. Þar eru karlmenn sem þjást af Gynecomastia en lifa með því og eru mörg dæmi þess að þeir lifi eðlilegu lífi, eru giftir og eiga maka sem finnst brjóstin á þeim kynþokkafull. Þeir stofnuðu hagsmunasamtökin til að gera sjúkdóminn viðurkenndann og gera þeim auðveldara fyrir sem kljást við hann. Það er nefnilega ekki mælt með að karlmenn fari í aðgerð fyrr en um tvítugt og því geta árin frá kynþroska fram til tvítugs verið mjög erfið og þá er gott að geta leitað til einhverra sem hafa einnig glímt þetta. Til að komast í samband við samtökin verður að skrá sig á eftirfarandi slóð: http://www.gynecomastia. org/content/treatment/living/index-living.shtml og er síðan eingöngu fyrir þá sem þjást af Gynecomastia sem vilja hitta aðra með sama vandamál. Ef þú hefur áhuga á að fræðast meira þá má finna upplýsingar um sjúkdóminn á: http://www.gynecomastia.org/ Sumir hafa það mikil einlcenni að þeir hafa jafnvel þurft að ganga í brjóstahaldara til að halda brjóstunum uppi ... þó svo að flestir velji sér þá leið að losa sig við brjóstin þá eru aðrir sem vilja það ekki og því hafa veriö stofnuð samtök fyrir karlmenn með brjóst." 10 leiðir til líkamsræktar ... ... án þess að fara í líkamsrækt. Sumarið er á enda og nú er tími til að snúa við blaðiðnu. Hætta að flatmaga í leti i sólinni og takast á við alvöru lífsins. Flestir hafa nóg að gera í skóla, vinnu eða bæði og hafa kannski ekki tíma eða pening til að púla í rándýrum líkamsræktarstöðvunum. En, það er vel hægt að hreyfa sig án þess að það kosti krónu eða þú takir einu sinni eftir tímanum sem fer í ræktina. Fylgdu þessum 10 ráðum og þú munt sjá árangur! 1. Ekki taka lyftuna í vinnunni. Hlauptu frekar upp stigana og brenndu kaloríunum í leiðinni. Það tekur nánast jafn langan tima og rassinn verður mun fínni eftir nokkrar vikur og þolið margfalt betra. Með því að labba upp eina hæð brennirðu jafn miklu og maðursem stendur í lyfrunni og fer með henni 295 hæðir. Hvort heldurðu að taki lengri tíma? Þó að þér finnist íeiðinlegt að ryksuga þá geturðu huggað þig við það að þú brennir rúmum 100 kalóríum á 10 mínútum. Að sama skapi brennirðu á meðan þú straujar, skúrar og þurrkar af. Skelltu góðum disk í spilarann og hafðu gaman af. . Hreyfðu þig í stólnum. Þó að fátt sé meira pirrandi en fólk sem er stöðugt á iði þá er það staðreynd að þeir sem sveifla löppunum, pikka í borðið eða iða í stólnum á meðan þeir vinna brenna 1000 fleiri kalóríum á dag en þeir sem sitja grafkyrrir. 4.Nýttu biðtímann. Gerðu það að reglu að í hvert skipti sem þú ert sett á bið I símanum krepptu þá rassinn og haltu honum kreppum þar til þér er gefið samband. Sittu bein I baki, því þá brennirðu einnig meiru. Auðveld æfing, sem tekur engan tíma og þú þarft ekki einu sinni að hreyfa þig. .Dansaðu. Þegar þú ferð út að skemmta þér, ekki sitja á rassinum allt kvöldið. Skelltu þér út á dansgólfið og þú brennir jafn miklu og I eróbikktíma. 6. Gexðu fótalyfrur á meðan tölvan ræsir sig. Þó að það séu ekki nema nokkrar sekúndur munar um það ef þú gerir það á hverjum morgni, kálfarnir verða stinnari og þér líður betur. 7. Labbaðu í símanum. Hvað heldurðu að þú talir I símann I margar mfnútur á dag? Eflaust ekki minna en 30. Núna eru allir með þráðlausa síma svo að þú getur brennt mörgum kalóríum daglega með því að labba um skrifstofuna þína á meðan þú sinnir daglegu símtölunum. Þú brennir 15 % fleiri kalóríum standandi en sitjandi. 8. Nýttu sjónvarpskvöidið. Byrjaðu á því að setja fjarstýringuna inn í skáp. Þó að þér finnist það kannski ótrúlegt þá munar það að standa upp, labba að sjónvarpinu, skipta um stöð og labba til baka, það er, ef þú horfir mikið á sjónvarpið. Mælum einnig með því að gera magaæfingar I hvert skipti sem það kemur auglýsingahlé, 30 í hvert skipti, og þú verður komin með sléttan maga á svipstundu. 9. Hlæðu. Það reynir fátt jafn mikið á magavöðvana og góður hlátur. Svo er auðvitað svo gaman að hlæjga. 20 sekúndna hlátur jafnast á við 3 mínútur I róðravélinni í líkamsræktinni og síðan þjálfar það líka vöðvana I andlitinu. Það getur því verið góð líkamsrækt að leigja góða grínmynd eftir langan vinnudag. 10. Komdu þér í gang í rúminu. Ef þú gerir æfingar og kemur blóðinu af stað í rúminu, þá vaknarðu ekki einungis betur heldur kemur brennslunni af stað áður en þú ert einu sinni stigin fram úr. Lyftu löppunum upp og niður 10-15 sinnum og haltu í 5 sek á milli. Hoppaðu svo út úr rúminu gerðu 15 fótahopp og skelltu þér I morgunsturtuna, mun ferskari en vanalega.

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.