Orðlaus - 28.08.2004, Side 18

Orðlaus - 28.08.2004, Side 18
i. Medíimir reykvisku roKksveltarinn rúmlega helmíngur sveitarinnar kl Framan af var eins og Singapore Sling ættu ekki almennilega heima sviðinu. Töffarastælarnir, jafnan aðalsmerki sveitarinnar úti á götu sem uppi á sviði, virkuðu stirðbusalegir og þvingaðir. Eins og þeir væru í skóm sem pössuðu ekki almennilega. Vel má reyndar vera að allt sem birtist manni sama kvöld og Lou Reed virðist minna töff, eða þá að Slingararnir hafi bara verið stressaðir? Þegar leið á tónleikana var hins vegar eins og þeir fyndu sig í skónum og á sviðinu og allt small saman. Sólgleraugu og sígarettur uxu á þá tónleikagesti sem ekki báru slíkt fyrir og bjórinn freyddi upp úr glösunum. Þegar komið var að titillagi nýju plötunnar virtist sem heimurinn gengi fullkomlega upp í þrjár og hálfa mínútu; Singapore Sling voru Rokk og Ról - þrír gítarar, trommusett, bassi og hristur. Hugtakið 'Rokk og Ról' virðist einmitt vera upphafsmanni Singapore Sling og aðalsprautu, söngvaranum Henrik Björnssyni, hugleikið um þessar mundir. „Rock 'n' Roll gengur að mínum dómi út á að búa til sinn eigin Rock 'n' Roll heim og komast þannig hjá þessum almenna, leiðinlega raunveruleika. Og það er alveg hægt - held ég. Vona það allavega," segir Henrik og heldur áfram: „Rock 'n' Roll gæti t.d. verið staður þar sem allt er kúl, allir eru með sólgleraugu inni og þú þarft ekki að vera þunnur eða fara í bankann og vinnuna. Þetta er auðvitað ákveðin rómantík sem gengur stundum ekkert upp; maður þarf að fara í fjölskylduboð, vakna á morgnana og vinna eitthvað djobb. Gera stundum niðurlægjandi hluti sem eru bara alls ekkert Rock 'n' Roll. Það drepur svolítið rokkið okkar. En maður reynir. Djöfull reynir maður," segir Henrik og kveikir sér í nýrri sígarettu. Þegar klukkutíma löngu spjalli okkar lýkur mun hann hafa keðjureykt sem nemur hálfum sígarettupakka eða svo. - Er titill nýju plötunnar (Life is Killing My Rock 'n' Roll) þá vísun í þetta um leið og vísun í gamalt Suicide lag? „Algjörlega. Við reynum allir að viðhalda sæmilega rokkuðu lífi, en hversdagurinn drepur þær tilraunir jafnóöum niður. Sama gildir raunar um ísland, smæð þess drepur stundum rokk og rólið. Maður er alltaf þessi gæi, sonur einhvers og sonarsonur einhvers. Þess vegna er stundum erfitt að tala út 1 viðtölum eða dissa einhver bönd, því það kemur alltaf í bakið á manni. En þessu fylgja óneitanlega plúsar líka, það er t.d. voða gott að geta farið f mat til ömmu eða laumast í Isskápinn hjá mömmu." - Nú vakna óneitanlega spurningar um djamm og dóp sem hluta af rokk og ról lifsstílnum og virðast smellpassa við ímynd hljómsveitarinnar. Eru þessir þættir stórir hlutar í rokki og róli eins og Singapore Sling sér það? „Nei, engan veginn. Allt svona sukk, djamm og dóp; þetta er eitthvað sem flestir gera á hverri einustu helgi. Það gerir þig ekki að rokkara að drekka eða dópa, þó það sé oft gaman. Það geta allir tekið fullt af dópi og farið aö djamma um hverja helgi - það þarf engan snilling til að kaupa hass í dag. Rokk og ról snýst á endanum fyrst og fremst um músík. Svefnlaus í einhverju stúdíói að spá endalaust í einhverju snerilsándi; það er rokk og ról og ekki eitthvað sem maður gerir á kafi í vitleysu. Þótt vitleysa sé oft mjög nauðsynleg!!!" Þessi orðaskipti okkar Henriks eiga sér stað tæplega hálfum sólarhring áður en Singapore Sling mæta til leiks á Grandrokkstónleikum sem greint er frá hér að ofan. Mikið er um að vera hjá hljómsveitinni þessa dagana; margnefnd ný breiðskífa er svo til nýkomin í verslanir á íslandi og bíður útgáfu í BNA, hvaðan sveitin er nýkomin úr stuttu tónieikaferðalagi sem ráðgert er að haldi áfram í haust. „Það er nú kannski rangt að kalla þetta tónleikaferðalag, við spiluðum í New York og svo á einhverri hátíð í Ottawa. Það var reyndar alveg magnað, við vorum settir á heimstónlistarsviöið og spiluðum þar á milli flamenkósöngvara og afrískra trommuleikara. Fulltrúar íslenskrar heimstónlistar, í gallabuxum og með sólgleraugu." - Sá meðlimur Singapore Sling sem notið hefur hvað mestrar kvenhylli, hristuleikarinn Siggi Shaker (eða Finns) flutti nýverið til Japans. Hvernig hafið þið hugsað ykkur að fylla I það óumdeilanlega stóra skarö sem skapast af kynþokkafullri nærveru hans? „Við erum opnir fyrir öllu. Okkur hefur jafnvel dottið í hug að hafa opið inntðkupróf, þar sem menn hrista sig fyrir framan myndavélar og við veljum þann besta úr. I kvöld mun bandarískur vinur okkar leysa hann af, en við höfum ekki tekiö neina ákvörðun um framhaldið. Víst er aö það kemur ekki hver sem er í Sigga stað. Við vonumst reyndar til þess að geta heimsótt hann til Japans og tekið eina eða tvo tónleika, mér skilst að rokktónlist sé alltaf að sækja sig í veðrið þar eystra." Ekki verður annað sagt en að Singapore Sling taki stórt stökk fram á við með Life is Killing My Rock 'n' Roll. Hljómur fyrri plötunnar (The Curse of...) og andrúmsloft eru enn við lýði (þeim má best lýsa sem „sándtrakk- við-týnda-helgi" - þar sem þú misstir vinnuna, kláraðir peninginn þinn, makinn yfirgaf þig - en það var samt ótrúlega gaman, þótt þú munir það ekki), en í þetta skiptið hafa Slingarar lög til að standa undir þeim. Undir nokkrum lítrum af fídbakki, fözzi og ríverbi dyljast Ijúfar melódíur sem auðvelt er að leggja á minnið og jafnvel syngja með, sé sá gállinn á manni. Þar er jafnvel að finna nokkrar hjartnæmar ballöður, líkt og hið Ijúfa J.D. „Við tókum enga meðvitaða ákvörðun um að breyta stíl okkar eða hljóm fyrir þessa plötu, heldur gáfum okkur bara meiri tíma til að vinna úr henni og höfðum úr meiri peningum að spila," segir Henrik aðspurður um þessa stefnubreytingu. „Lögin eru sennilega melódískari vegna þess að ég tók nýlega upp á því að ganga með diktafón á mér til að taka upp hugmyndir og laglínur sem mér dettur í hug hverju sinni. Það gerist oft að frábærar hugmyndir koma til manns við ólíklegustu aðstæður, úti á götu éða fyrir framan sjónvarpið, og hverfa svo aftur samstundis. Þá er betra að geta fest þær einhvern veginn í minni og vinna úr þeim síðar. Sum laganna eru svo tilkomin af fikti með trommuheila eða sándpælingum. Ég hef enga eina fyrirfram ákveðna aðferð við lagasmíðar." - Stefna Singapore Sling á allsherjar meik með þessari plötu og indísamning í farteskinu, milljónasölu, grúbbíur, rótara og fleiri lög í The O.C. (Lag þeirra Overdriver var, sem frægt er orðið, notað í uppgjörs- og-slagsmálasenu í þeirri ágætu unglingasápu)? „Auðvitað væri það frábært. Það eru allir alltaf að leita að því að fá samning erlendis og á endanum takmark allra hljómsveita, að fá efniö sitt gefið út um allan heim. Við vorum hæstánægðir með það eitt að upplifa Bandaríkjatúr. Margir eru hins vegar hræddir við að viðurkenna þennan metnað, ef eitthvað mistekst eða hljómsveitin stendur ekki undir honum, er það svo hallærislegt. En það verður að reyna; ef maður reynir ekki einu sinni þá er þetta tilgangslaust. Rokk er að reyna." hauxotron@hotmail.com B CCíllíl m CKKI Aa KOKKAnA B OfiCKKA M ODPA... oooK w fiott m\ m nm vcfiio staooo m AttT fíl m. Attlfi CfiO MCO SOtCtCOAOOO INNIU ÞO ÞAfifT EKKIAO ÍM HNNIJIICOA PAOAI

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.