Orðlaus - 28.08.2004, Side 55

Orðlaus - 28.08.2004, Side 55
T H Hrútur 21. mars - 20. apríl Mjög perónulegt mál hefur verið að angra þig upp á síðkastið og nú þarftu að fara að leysa úr því. Treystu á eigin dómgreind og ekki hlusta á það sem aðrir segja þér. Eftir að þetta mál er frá geturðu farið að haga þér eins og þú sjálf aftur. Verið miðpunkturinn, eins og þú hefur svo gaman af. Þú getur verið mjög sannfærandi og ef þú velur orðin rétt í öllum framtíðarviðræðum á næstunni geturðu fengið hvaða vinnu sem þú vilt. Hvað einkalífið varðar máttu ekki vera hrædd við að verða ástfangin, hættu bara að eltast við þessa vitleysinga. Þá kemur einhver sem á þig skilið. Naut 21. apríl - 21. maí Náinn vinur eða kærasti hefur verið að fjarlægjast þig upp á síðkastið. Þú verður að vera skilningrík og leyfa honum/henni að fá smá tíma en reyndu þó að komast að því hvað er að. Ef þú ert einhleyp, er góður tími til að fara að litast um, því núna ertu með einhverja undarlega orku sem laðar að sér. Þú verður líka að fara að slaka aðeins á og skilja vinnuna eftir í vinnunni. Óvænt tækifæri koma upp í hendurnar á þér sem eiga eftir að veita þér smá auka pening, en ekki vera of bjartsýn, þú verður enginn milljónamæringur á næstunni . Tvíburi 22. maí - 22 júní Þú ert svolítið dularfull um þessar mundir og hefur ekki verið með sjálfri þér. Þú ert búin að vera skapvond og hefur það aðallega bitnað á þínum nánustu. Ekki hafa samviskubit þó að þú sért aðeins eftir á með verkefnið sem þú þarft að klára, það mun fara að rætast úr þessu, ekki örvænta. Lífið er ekki eins alvarlegt og þú heldur! I iok mánaðarins verðurðu aftir farin að skemmta þér með vinunum og hafa áhrif á alla í kringum þig með brjálæðislegum hugmyndum. s Krabbi (22. júní - 23. júlí) Þú ert búin að vera föst í ákveðinni rútínu í allt sumar og ættir núna að reyna að breyta aðeins til. Gera eitthvað nýtt í hverri viku og ef til vill reyna að kynnast nýju fólki, sérstaklega af hinu kyninu. Þú ert búin að þurfa að vera stoð og stytta fyrir alla aðra i sumar og nú er komið að því að þú fáir að deila þínu með einhverjum. Þú þarft bara að gefa færi á þér. Fjárhagslega séð hefur afraksturinn af sumrinu verið nokkuð góður þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af peningamálunum alveg á næstunni. Ljón (24. júlí - 23. ágúst) Þú ert ofboðslega áköf núna og ert að stíga inn í nýtt og skemmtilegt tímabil í lífinu. Þú mátt ekki vera hrædd við að taka áhættur og gera hluti sem þú hefðir aldrei þorað áður. Ekki láta lífið hlaupa frá þér á meðan þú ert of upptekin við að gera plön sem þú stendur síðan aldrei við. Þú ert búin að vera ákaflega félagslynd og það er ekkert að fara að breytast. Haltu þig áfram í góðra vina hópi. Mjög áhugavert samband gæti verið i uppsiglingu. Óákveðnin hefur verið að hamla þér í að gera skemmtilega hluti og þér finnst þú vera farin að staðna. Ef þú átt að fá það sem þú vilt út úr lífinu verðurðu fyrst að ákveða hvað það er! np Meyja (24. ágúst - 23. september) Yfirmaðurinn þinn er búinn að troða á þig verkefnum í allt sumar og þú sérð hvergi fram úr þessu. Þú verður að segja honum að þú hafir ákveðin takmörk því annars á hann eftir að halda áfram að misnota sér vinnukrafta þína. Næsta mánuðinn verðurðu mjög ástríðufull og því tilvalið að stofna til nýs ástarsambands. Það á samt ekki eftir að vara lengi, því þú ert ekki tilbúin, en njóttu þess á meðan það stendur! Haustið á eftir að byrja vel og þú ert ánægð með þann stað sem þú ert á núna. Allar fyrri áhyggjur eru á enda og þú ættir að taka þér nokkra daga í að slaka á og gera ekkert nema það sem þér finnst skemmtilegt. Vog (24. september - 23. október) Það er ákveðin ró búin að vera yfir þér og þú ert úthvíld eftir sumarið. Nú tekur meiri vinna við og því þarftu að koma þér í gírinn. Þú þarft að hafa augun opin en áhugaverður aðili er búinn að fylgjast með þér úr fjarlægð síðustu vikur. Ef þú hugsar þig um veistu vel hver það er. Þú ert búin að vera afskaplega gjafmild og einnig svolítið eyðslusöm en þarft að fara að spara núna. Lykillinn að velgengni þinni er að haga lífinu eins og þú ein vilt, en ekki stöðugt reyna að þóknast einhverjum öðrum. Þú átt ekki að stefna að því að hafa allt fullkomið núna, heldur viðurkenna að stundum hefurðu rangt fyrir þér. Annars áttu ekki eftir að upplifa neitt nýtt. Steingeit (22. desember - 20. janúar) Þú ert gjörsamlega búin að ofkeyra þig á vinnu í sumar og hefur ekki náð að njóta veðurblýðunnar eins og restin af vinunum. Taktu þér smá frí og farðu til útlanda, þó það sé ekki nema helgarferð, því haustið á eftir að verða öðruvísi en þú bjóst við. Ekki halda í gamalt samband öryggisins vegna og ef þú ert einhleyp, njóttu þess að vera ein með sjálfri þér. Núna er ekki rétti tíminn til að hugsa um framtíðarmaka eða framtíðarvinnu. Næstu vikurnar þarftu bara að taka hvern dag eins og hann kemur. m. Sporðdreki (24. október - 22. nóvember) Þú ert búin að leysa úr vandamálunum í vinnunni, allavega að mestu, og getur núna farið að einblýna þér að persónulegri málum. Sumarástarævintýrið virðist ætla að ná fram á haustið en þú veist ekki alveg hvert þetta á eftir að stefna. Taktu áhættuna, þetta gæti nefnilega verið meira en þú bjóst við í fyrstu. i vinnunni máttu ekki láta þröngva þér í að gera málamiðlanir sem þú veist að eru ekki réttar. Þú verður að sýna þína sönnu ákveðni núna, það á svo eftir að koma í Ijós að þú hafðir rétt fyrir þér. Þú mátt ekki vanrækja vini þína núna, því án þeirra er ekkert gaman að lifa, jafnvel þó að þú ættir alla peninga í heiminum. Vatnsberi (21. janúar - 19. febrúar) Þú átt eftir að hitta óvenjulegt en heillandi fólk á næstunni og einhver mun reyna að kynnast þér nánar en þú ert tilbúin til. Treystu innsæinu og láttu ekki blekkja þig því annar aðili er búinn að taka eftir þér sem dáist að hæfileikum þínum og hversu sjálfstæð þú ert um þessar mundir. Þú átt það til að vera einum of hreinskilin, en mundu að stundum er allt í lagi að þegja. Vinnan er þér nánast allt og þú ert búin að standa þig vel í sumar, en næstu vikur verða erfiðar, en þú kemst að sjálfsögöu i gegnum það. Reyndu þó að verða ekki þessi manneskja sem er gjörsamlega upptekin af velgengni og peningum. Einblýndu á alla hina kostina þína. Bogamaður (23. nóvember - 21. desember) Þú hefur mikla þörf fyrir að vera í kringum fólk þennan mánuðinn. Þú ert samt búin að eiga óvenju erfitt með að gera skuldbindingar upp á síðkastið og ert búin að vaða úr einu sambandi í annað. Reyndu að tæma hugann með því að fara ein í ferðalag og komdu til baka endurnærð og tilbúin til að takast á við haustið. Þú átt eftir að fá tækifæri til að græða peninga á næstunni og nú áttu að grípa það. Notaðu afraksturinn til að gleðja vini þína og sjálfa þig auðvitað í leiðinni. Það er ekkert gaman að njóta þessa ein. Fiskar (20. febrúar - 20. mars) Leyðinlegt mál úr fortíðinni er búið að vera að angra þig og þú þarft að leysa úr því fyrir haustið. Ef þú horfir til baka gerirðu þér grein fyrir að þetta var ekki eins og þú hélst. Ef þú ferð rétt að mun allt fara á hinn besta veg. Eftir það muntu öðlast mun meira sjálfsöryggi og getur farið að taka eigin ákvarðanir. Búðu þig undir algjör umskipti í félagslífinu. Þú ert búin aðv era einmana, en það er líka allt í lagi, því á næstunni færðu lítinn tíma til að vera ein. Ræktaði vinskapinn við gamla félaga sem þú ert ekki búin að umgangast lengi.

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.