Orðlaus - 28.08.2004, Side 21

Orðlaus - 28.08.2004, Side 21
 Hver hefur ekki heyrt þessar setningar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar? Þær eru hluti af daglega lífinu, enda fólk voðalega duglegt að byrja saman og hætta saman. Strákar og stelpur eru mörg haldin skuldbindingafóbíu á háu stigi og þegar fóbíufólkið loks reynir að þvinga sig til að fara inn í samband þá tekur það fóbíuna með sér inn í sambandið. Annar fóturinn inni, hinn úti. Þetta verður til þess að „ástin" endist yfirleitt aldrei lengur en í hálft ár. Hinn helmingurinn af árinu fer í að láta „ástina" engjast um í dauðateygjum og eyða ómældri orku í að tala um það við vinkonurnar hvað kærastinn sé hrikalega vonlaus. er með flösu. Hann lokar ekki klósettinu á eftir sér. Hann kvartar yfir því að þú vaskir ekki nógu oft upp. Hann skilur naerbuxur með bremsuförum eftir á gólfinu. Hann vill horfa á sjónvarpið til tvö á nóttunni og er svo geðvondur langt fram eftir næsta degi. Hann er kvíðinn, skapstyggur, þunglyndur, eirðarlaus og sveiflóttur í skapi, hann drekkur full mikið fyrir þinn smekk og hvað er við þessu að gera? Núh, hætta saman auðvitað! Það tekur samt sinn tíma þvi nú eru skuldbindingar komnar með inn í myndina og þess vegna hangir þú með annann fótinn í sambandinu og hinn út úr því í einhverja mánuði, eða þartil flutningabíllinn kemur tilfinningum okkar, hvað okkur finnist um hitt eða þetta og hvernig VIÐ viljum hafa hlutina. Amma og afi voru ekki svona sjálfhverf vegna þess að þau þurftu einfaldlega að hafa aðeins meira fyrir lífinu en við. Þar af leiðandi gafst þeim ekki eins mikill tími til að pæla endalaust í tilfinningum sínum og sálgreina sjálf sig daginn út og inn. Tilfinningar voru meira eitthvað sem þau gengu bara í gegnum án þess að stúdera það of mikið. Bara tilfinningar, en ekki eitthvað óæskilegt ástand sem var hægt að laga með lyfjagjöf eða breyttu umhverfi, tímum hjá sála, stærri brjóstum eða nýju plani. Skynsemi Til dæmis er viturlegt að beita skynsemi í makavali. Skynsemi sem byggist á vináttunni í sambandinu, traustinu og einlægninni, en ekki hversu góð 'neysluvara' kærastinn er. Ekki vega hann og meta á því hversu vel hann samræmist lífstíl okkar, hvernig hann passar við skóna, hvað hann tekur í bekkpressu eða hvað hann er með í mánaðarlaun. Vinátta Vináttan þarf að vera númer eitt og tvö og þrjú, sem Þá var hægara sagt en gert að æpa eins og dragdrottning - I will survive! - Kjaga svo út á háu hælunum og skella á eftir sér hurðinni! og keyrir dótið þitt í næstu íbúð. Þetta tímabil getur verið hreinasta helvíti þannig að er þá ekki skynsamlegt að vanda vel valið og fara sér ekki of hratt I þessum málum? Sjálfsfórn, hvað er það? og sú vitneskja að góð sambönd eru ekki ókeypis. Öll náin sambönd, hvort sem þau eru við ættingja, vini eða maka, kosta smá fyrirhöfn, smá málamiðlanir og það að við sættum okkur við galla á viðkomandi. Kommúnur koma í veg fyrir vanda Það er staðreynd að á íslandi flýtir fólk sér alltof mikið að byrja að búa saman. Þetta er ekki svona á hinum Norðurlöndunum eða í mörgum af stærri borgum Evrópu og Bandaríkjanna. Þar tíðkast að ungt fólk tekur sig saman um að leigja húsnæði og svo býr það í kommúnum þar til annað kemur í Ijós. Með þessu móti hafa þau félagsskap af hvort öðru og heimilisreksturinn er allur ódýrari og auðveldari. Þessi Friends stemning heldur útlendum kynsystrum okkar (og bræðrum) í skefjum og þær fá um leið tækifæri til að kynnast gaurnum vel og vandlega áður en þær pakka niður og hringja á sendiferðabil. Þolinmæðin gerir það líka að verkum að ýmsir áður leyndir gallar á kærastanum ættu að hafa komið örlítið í Ijós áður en hún byrjar að vakna við hliðina á honum á hverjum morgni. Hún fer þá tæpast á niðurtúr yfir því að skýjaborgin sem hún byggði í kringum hann skuli hrapa eins og hún sjálf þegar hún rennur á bremsufaranærbuxunum á svefnherbergisgólfinu. Hún er búin að vera með honum nógu lengi til að hann hafi sýnt henni sinni innri mann -og nærbuxurnar á gólfinu, og því er hún við öllu búin þegar þau loksins byrja að búa. ÉG og TILFINNINGAR mínar Annar þáttur sem eflaust spilar inn í það hversu fljót við nútímabörn erum að gefast upp á samböndum er hversu sjálfhverf við erum. Velferðarsamfélagið hefur gert okkur Iffið frekar auövelt. Þó að sultarólin geti verið þröng þurfa fæstir að pæla mikið í því hvernig takast eigi að fá mat á diskinn. Því gefst góður tími aflögu til að pæla í hinu og þessu - Til dæmis tilfinningum. Við erum endalaust að pæla f Sjálfsfórn var líka fyrirbæri sem tilheyrði fullorðinsárunum og þetta var vitað. Stelpur sem urðu konur þurftu að fórna sjálfum sér og þörfum sínum þegar þær fóru í sambönd og urðu mömmur - Strákar sem urðu karlar þurftu að fórna sjálfum sér til að sjá heimilinu farborða. í dag er hugtakið 'sjálfsfórn' jafn kunnugt okkur og krummaskuð í Rússlandi. Svo fjarlægt er það meira að segja hjá mörgum foreldrum að þau gera allt hvað þau geta til að losna við börnin sín. Koma þeim í pössun við öll tækifæri og sjúga í sig hvert móment sem gefst til að gera eitthvað sjálfhverft. Hvort sem það er að fara út á djammið, í golf, matarboð, bfó og svo framvegis... svo lengi sem grísinn þarf ekki að koma með. I sambandinu er heldur ekki mikið lengur sem kallast að 'sjá um hvort annað'. Bæði vinna úti. Bæði vaska upp. Bæði elda og hvorugt vill taka snefil af ábyrgð á hinu. Fólk vill halda frelsinu sem felst í einhleypingslífinu og hvorugt er tilbúið til að gera málamiðlanir. Það er bara MY WAY OR THE HIGHWAY. Hún fer að pirrast á því að hann skuli ekki vera meira svona eða hinsegin: Meira heima, horfi minna á sjónvarpið, eldi oftar... hvað sem er... allavega einhvernveginn þannig að þörfum hennar sé mætt og að henni líði betur. Hún fer að nöldra og reyna að stjórna honum. Hann pirrast og hættir að tala. Því meira sem hún talar, því minna segir hann og smátt og smátt fara bæði að snúast eins og sjálfhverfir, innhverfir hvirfilbylir og á endanum eru þau orðin svo upptekin af því að þau vilji alla vega ekki vera með svona; nöldurskjóðu, drumbi, frekju, eigingjörnu kvikyndi... að hurðinni er skellt með látum og sendiferðabíllinn mætir eina ferðina enn. Verum skynsamar Hver er svo lausnin við þessu? Það er eflaust fyrir hverja og eina að skoöa sln eigin munstur og finna út úr því, en þó held ég að nokkur ráð geti gagnast öllum. Traust Gagnvart nýjum maka verðum við að byggja traustið upp í rólegheitunum. Það myndast bara með tímanum en kemur ekki strax á fyrsta degi. Traust er ekki eitthvað sem hægt er að kreista fram. Speglun Þú þarft líka að setja þig f hanssporaf og til. Hvernig liði þér ef hann kæmi fram við þig eins og þú kemur fram við hann? Ekki bara bíða eftir því að hann gefi meira og geri eitthvað annað, verði öðruvísi eða jafnvel einhver annar. Raunsæi Við þurfum líka að sjá hinn aðilann eins og hann er, en ekki eins og við vildum að hann væri. Ef þú vilt vera með glöðum manni, ekki þá byrja með þunglyndum manni og reyna svo að gera hann glaðan. Þú sérð vini þína eins og þeir eru og með sömu augum þarftu að sjá maka þinn. Sættu þig líka við það sem þú ert ekki að fara að breyta i fari hans -ekki rembistu við að breyta vinum þínum! Anda rólega Og svo er fínt að slappa svolítið af... vera ekki að stressa sig of mikið á þessu. Þetta kemur alltsaman. Texti: Margrét Hugrún

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.