Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 22

Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 22
VIÐ MÆLUM MEÐ Ljósahátíð í Keflavík Nú fer að koma að Ljósahátíð í Keflavík sem er þeirra svar við menningarnótt Reykjavíkur. Hún hefur verið haldin hátíðleg síðustu fimm ár þar sem Keflvíkingar og vinir þeirra fjölmenna í baeinn til að taka þátt í þeim fjölmörgu uppákomum sem í boði eru. Hátíðin stendur yfir dagana 2.-5. september og hvetjum við alla til að kíkja á hana. Indí dagar Nú standa yfir Indí dagar í Háskólabíói og verða til 9. september. Á hátíðinni eru sýndar tíu bandarískar heimildamyndir. Á meðal þeirra er myndin „Super Size Me" sem hefur vakið mikil viðbrögð út um allan heim. Þar sést hvernig skyndibitakeðjurnar eyðileggja líf og líkama fólks með feitu faeði. Það kostar 800 kr. á myndirnar. Spákona Á mánudögum milli kl. 20 og 22 er spákona á Prikinu. Er eitthvað betra á mánudögum en að láta spá í framtíðina eftir bömmer helgarinnar? Það kostar 500 kr. og tekur um hálftíma að láta spá fyrir sér en hún spáir í Tarrot og segir þér allt um það sem framtíðin á eftir að bera í skauti sér. Það má enginn missa af þessu. Listaverk eða ekki í tjörninni! Það hafa kannski margir tekið eftir teiknimynd af lunda með svuntu og skuplu í miðri tjörninni í Reykjavík. Já ... list eða ekki? Það verður hver að dæma fyrir sig. Er Reykjavíkurborg á eiturlyfjum myndu margir spyrja sig að en þetta er eitt það skrítnasta verk sem hefur verið sett upp. Fara skattpeningarnir okkar I þetta? Við mælum með því að þið tékkið á þessu „listaverki". Vá, ég er ennþá í sambandi! Kominn einn og hálfur mánuður og þrír dagar. Tveggja mánaða metið frá 1995 er um það bil að fara að falla. Er samt ekki viss um að það verði eitthvað mikið meira en það. Hinn heppni heitir sem sagt Kristófer og var að vinna með mér á Sólon og er að taka sumarpróf í lögfræðinni. Það gekk allt vel fyrst og ég var massa skotin og er skotin ennþá, en viss atvik hafa samt gerst sem ég hef átt erfitt með að hunsa. að stama og bara: „Jú jú, ég gæti alveg gert það.. viltu að ég noti eitthvað sérstakt?" Vissi ekkert hvað ég átti að gera af því að þetta kom eitthvað svo út úr kú og ekki eins og það séu hundrað góðar afsakanir til að grípa til þegar þú vilt ekki flengja einhvern. Við vorum heima hjá honum og ég var varla búin að sleppa setningunni þegar hann var kominn hálfur inn í skáp að leita að einhverju. Ég sat bara á rúminu eins og spurningarmerki í framan þegar hann kom valhoppandi til baka með einhvern plastbolluvönd og rétti mér hann. Ég reyndi að láta eins og ekkert væri eðlilegra en var vinum sínum. Ég labbaði inn og settist hjá þeim og var með sakleysisbrosið og settlegu eyrnalokkana og hélt ég væri bara í fínum málum. Kristó stóð upp að sækja fyrir mig drykk og var varla kominn sentimeter í burtu þegar Balli fávitavinur hans byrjaði eitthvað „Þannig að þú ert svona nett S og M ha?" Ég bara „S og M hvað er það?" og hann: „Þúst, sadó masó, nett spanking og stemming". Ég gjörsamlega fraus og svelgdist á þótt ég væri ekki einu sinni að drekka neitt. Þeir alveg trylltust úr hlátri og mig langaði að hlaupa í sjóinn. Kristó kom til baka arfahress með bjór og fór strax að Eg sat bara á rúminu eins og spurningarmerki í framan þegar hann kom valhoppandi til baka með einhvern plastbolluvönd og rétti mér hann Það fauk svo í mig að ég sá gjörsamlega rautt og rauk út. Ég var síðan hlaup-grenjandi yfir Austurvöll þegar ég endaði í fanginu á einhverjum gæja Þegar ég hitti vini hans fyrst þá voru þeir massa leiðinlegir við mig og honum var alveg sama. Það fór alveg villt í taugarnar á mér og síðan núna um daginn kom annað upp á. Sko, þetta á eftir að hljóma nett vírd ... en Kristó fór eitthvað að ýja að því við mig um daginn að hann væri soldill rassamaður. Ég hélt að hann væri að tala um að hann væri fyrir kvenmannsrassa og pældi mikið í þeim og mér fannst það bara í lagi. Er alveg með fínan rass í „shock ups"... Svo einhvern veginn gufaði þessi umræða upp, þangað til um daginn. Þá vorum við að kela og allt var að gerast og þá allt í einu flengdi hann mig! Ekkert fast eða neitt en þetta var samt frekar skrýtið. Ég ákvað að haga mér eins og fullorðin manneskja og lét eins og þetta hefði ekki gerst og reyndi að leiða leikinn í aðra átt, en hann hélt áfrsm að reyna og horfði síðan á mig meó einhverju aulabrosi. Ég brosti bara til baka og spurði hvort hann vildi nudd en þá kom hann með alveg gullna setningu: „Finnst þér þetta ekki gott? Ég nebbla er soldið svona fyrir smá spank og var að pæla hvort þú vildir þú veist... við mig?" Já fokk, ég dó næstum því á staðnum og brosið fraus svona nett. Ég gat ekki annað en fengið aulahroll þegar hann sat þarna allsber með brosið að vona að ég myndi flengja hann. Ég fór eitthvað á mörkunum að springa úr hlátri eða fara að grenja. Af hverju getur ekkert gengið eðlilega fyrir sig hjá mér? Svo kom frekar vandræðaleg bið þangað til að hann lagðist á magann og sagðist vera reddý þannig að ég flengdi hann, ekkert fast og bara einu sinni. Vá hvað þetta gerði ekkert fyrir mig, mér leið eins og ég væri að leika í einhverri ömurlegri hollenskri klámmynd! Þetta var allt svo skrýtið þannig að ég lét bara eins og þetta væri komið og stóð upp og fór að klæða mig í. Hann settist upp og ég held að hann hafi alveg skilið að ég var ekkert að meika þetta. Síðan sagðist ég vera orðin of sein í klippingu og klappaði honum á hausinn. Ég staulaðist einhvern veginn fram og leið eins og ég væri á eiturlyfjum. Ég hringdi í Hildi hálflítil í mér og sagði henni hvaða dramatísku atburðir hefðu átt sér stað. Hún gjörsamlega trylltist úr hlátri og eiginlega ég líka og við ákváðum að halda neyðarfund á Shanghai og plana framhaldið. Eftir að hafa misnotað herfilega þetta fína all-you-can-eat hlaðborð og grenjað úr hlátri yfir bolluvendinum ákváðum við að það yrði lang best að hunsa þetta bara og hugsanlega reyna að losna við þennan vönd. Um kvöldið fór ég að hitta Kristó á Brennslunni þar sem hann var með einhverjum segja einhvern leiðinda brandara. Ég bað hann aðeins að tala við mig og Balli byrjaði eitthvað: „Úúúú, á bara að fara að flengja strákinn ha?" Þá fattaði Kristó hvað málið var, fór geðveikt að hlæja og þykjast flengja sig. Það fauk svo í mig að ég sá gjörsamlega rautt og rauk út. Ég var síðan hlaup- grenjandi yfir Austurvöll þegar ég endaði í fanginu á einhverjum gæja. Ég leit upp og sá að þar var kominn einn af vinum Kristós. Frábært, enn einn gæinn til að eyðileggja kvöldið. En mér til mikillar furðu þá var hann mjög eitthvað miður sín og var bara: „Hvað er að?" Ég leit á hann og ég veit ekki út af hverju en ég sagði honum það sem hafði gerst og hann varð ekkert smá reiður! Hann fór ekki að hlæja og kalla mig beyglu heldur tók hann bara utan um mig og spurði hvort ég vildi að hann fylgdi mér heim. Ég afþakkaði og fór strax heim og hringdi í Hildi. Hún var að fara núna og Kristó er búinn að hringja svona hundrað sinnum án þess að ég svari og ég er svo lost í hvað ég vil gera að það nær engri átt. Ég er massa skotin í honum en núna, ég veit ekki neitt. Af hverju í andskotanum gat hann ekki brugðist við eins og þessi sæti herramannsvinur sinn sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir? VALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.