Orðlaus - 28.08.2004, Side 8

Orðlaus - 28.08.2004, Side 8
Þá fer að koma að árlegu tónlistarhátíð Reykjavíkur, lceiandic Airwaves. Nú þegar hefur fjöldinn allur af böndum og Dj-um staðfest komu sína á Airwaves en samt á enn eftir að bætast í hópinn. Við forvitnuðumst um nokkur af erlendu böndunum sem eru á leiðinni hingað í október til að skemmta landanum. Keane (UK), The Stills (CAN), Kid Koala (UK), Magnet (NOR), The Shins (USA), Yourcodenameistmilo (UK), Four Tet (USA), To Rococo Rot (GER), Hood (UK), Adem (UK), Non-Phixion (USA), London Elektricity - dj set (UK), Muriel Moreno - dj set (FRA), DJ Ace (UK), DJ Ashley (UK), Eivör Pálsdóttir (FO), Sahara Hotnights (Swe), Hot Chip (UK) Gus Gus, Mínus, Leaves, Einar Örn - Ghostigital, Mugison, Bang Gang, Vinyl, Worm Is Green, Singapore Sling, Trabant, Jagúar, Tenderfoot, Botnleöja, Maus, Ensimi, Lára, Kimono, Úlpa, Delphi, KK, O.N.E, Ske, 200.000 Naglbítar, Pornopopp, Dr. Spock, Lokbrá, Indigo, Grams, Hoffman, Hölt Hóra, Skakkamanna Ge, Scandinavia, Dáðadrengir, Hermigerfill, NLO, Brain Police, Dikta, Skytturnar, Manhattan, Nilfisk, Hudson Wayne, Jan Mayen and Solid I.V. HLJÓMSVEITIN: Árið 1998 komu fjórir skólabræður saman og stofnuðu hljómsveitina Keane. Þremur árum seínna hætti gítarleikarí hljómsveitarinnar og varð þá til sú Keane sem við þekkjum í dag. Eftir að hafa gefið út tvo singla hjá Fierce Panda, sem uppgötvaði t.d. Coldplay, Ash og Supergrass, fóru þeir á samning hjá Island Records i lok síðasta árs. Margir spá þessari hljómsveit að verða næstir til að meika það og voru þeir kosnir efnilegasta hljómsveitin af breskum tónlistargagnrýnendum og Dj-um. Það sem er óvenjulegt við hljómsveitina er að það eru engir gítarar. ÚTGÁFUR: Hopes and Fears (2004). TÓNLISTIN: Þeir sjálfir lýsa henni sem tónfagurri, tilfinningaríkri og melódískri tónlist og segjast vera undir áhrifum frá The Smiths, Paul Simon og Pet Shop Boys. Tónlistargagnrýnendur bera grípandi melódíur og fallegu popp/rokkhljóma þeirra saman við bönd eins og Coldplay og Travis. HEIMASlÐA: www.keanemusic.com HLJÓMSVEITIN: Stelpu rokkband frá Svíþjóð sem hetur verið aö gera mjög góða hluti. Þær eru ungar, sætar og spila góða tónlist. Þegar þær gáfu út sína fyrstu plötu „C'mon lets pretend" árið 1999 hefur leiðin legið upp á við. Þær fór strax í gull í Svíþjóð og í kjölfar þess spruttu uppfulltaf „hermikráku" hljómsveitum í heimalandinu. Núna hafa stelpurnar túrað alla Evrópu og Ameríku og hafa verið að spila á allt að 40 tónleikum í mánuði. ÚTGÁFUR: C'mon lets pretend, Jennie Bomb, kiss and Tell. TÓNLISTIN: Þær eru undir áhrifum frá gítarböndum níunda áratugarins og nýbylgjuböndum áttunda áratugarsins en setja algjörlega sinn svip á tónlistina. HEIMASÍÐA: www.saharahotnights.com m HLJÓMSVEITIN: Þessi einstaklingur, Even Johansen varð indie hetja í Noregi á níunda áratugnum sem söngvari og textasmiður í Chocolate Overdose og Libdo. Hæfileikar hans í texta og lagasmíði hafa verið bornir saman við Simon and Garfunkel og Damien Rice. Hann hefur verið að túra með böndum eins og Doves, Gemma Hayes, Ed Harcourt og Zero 7. ÚTGÁFUR: On Your Side (2003) TÓNLISTIN: Gleðilegt elektrónískt popp sem hljómar eins og Simon og Garfunkel hafi enduruppbyggt viðkvæmustu móment Radiohead. Tónlistinni hefur líka verið lýst sem elektrónísku kántrý fyrir Jeff Buckley kynslóöina. HEIMASlÐA: www.homeofmagnet.com hefur verið með hugann við gleðilegan jass, þjóðlega tónlist og hip hop frá því fyrsta platan hans kom út 1998. Árið 2003 kom hins vegar út þriðja plata hans, Rounds, sem fékk án efa bestu viðtökur elektrónískra platna það ár. Hann hlaut margar tilnefningar fyrir plötuna sem plata ársins, eins og hjá NME, Uncut, The Times, Jockey Slut, Q, X-Ray, FHM og Sleaze Nation. Hann hefur verið að túra með Radiohead ÚTGÁFUR: Dialogue, Pause, Rounds. TÓNLISTIN: Þjóðlegt elektrónískt sánd mætir hip hop sömplum sem er raðað ótrúlega niður og endar í klassískri fegurð. Four Tet hefur gert meiriháttar þáttaskil í sögu tónlistar með plötunni Rounds record. HEIMASÍÐA: www.fourtet.net HLJÓMSVEITIN: Kiearan Hebden HLJÓMSVEITIN: Rococo Rot kom fyrst saman árið 1995 þegar tveir bræður, Ronald og Robert báðu þáverandi liðsmann Kreidle að vinna með þeim. f gegnum tíðina hafa þeir haldið tónlistinni áhugaverðri með samvinnu við listamenn eins og D (Darryl Moore), l-Sound, Alexander Balanescu, The Pastels og St. Etienne. Þeir eiga einnig áhugaverða sólóferla. Styrkur þeirra er þó helst í sambandinu á milli þeirra þriggja og hvernig þessi einstaka grúppa spilar saman á sviði. ÚTGÁFUR: Hotel Morgen, Cosimo. TÓNLISTIN: Blandaaf rafmögnuðumogórafmögnuðum hljóðum sem hafa komið þeim í sama flokk og Tortoise, Trans Am and Stereolab. HEIMASÍÐA: www.dominorecordco.com/artist. HLJÓMSVEITIN: Þessi hljómsveit hefur verið að ferðast um heiminn og komið fram á öllum stærstu tónlistarhátfðunum í sumar. Shins byrjaði sem hliðarverkefni söngvarans/gítarleikarans James Mercer í nýju Mexico. Þeir fóru fljótt á samning hjá Sub Pob Records og fetuðu þar í fótspor Nirvana og Soundgarden. ÚTGÁFUR: Oh, invented world (2001) - Cutes to narrow (2003) TÓNLISTIN: Upplyftandí og melódískt gítarpopp. Þeim hefur verið likt við The Kinks, XTC og Belle & Sebastian á þeirra fyrri árum og jafnvel Modest Mouse HEIMASÍÐA: www.darkcoupon.com HLJÓMSVEITIN: Árið 1995 komu fjórir menn saman í Brooklyn og stofnuðu hljómsveitina Non Phixion. Þeir fóru strax i stúdíó og sex mánuðum síðar kom út fyrsta efnið frá þeim sem seldist í yfir 100.000 eintökum. Þeir hafa veríð duglegir að gefa út efni sjálfir og túrað um allan heim á eigin vegum. Þeir hafa m.a. túrað með Gangstarr, RunDmc, Gza, Mos Def, Blackmoon, Pharoahe Monch, The X-ecutioners, Big Pun and Fat Joe, Jurassic 5, El-P, Dead Prez og Roots. í apríl 2003 eftir að hafa verið á ferð um heiminn og gefið út endalaust af tólf tommum i sjö ár ákváðu þeir að fara i stúdló og taka upp breiðskífu. Hún var pródúseruð af DJ Premier, Pete Rock og Large Professor. Aðeins níu mánuðum eftir að platan kom út hafði hún selst í 60.000 eintökum um allan heim. ÚTGÁFUR: The Future Is Now, Legacy, No Tommorow o.fl. TÓNLISTIN: Hip hop sem er þekkt fyrir órólega textagerð yfir harða, skítuga takta. Flókin blanda af andstæðum er kjarni Non Phixion sándsins. Þrjár mismunandi raddir og textauppbyggingar blandast saman á tilkomumikinn hátt. HEIMASÍÐA: www.nonphixion.com www.icelandairwaves.com

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.