Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 24

Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR Ég átti mér eínskis ills von þegar Hrefna hringdi í mig og bauð mér að vera fulltrúi íslensku pressunar á Reading, einni stærstu og sögufrægustu tónlistarhátíð Bretlands. Ég var efins í fyrstu, enda er ég Hróarskeldu- survivor frá því fyrr í ár og slíkt drullubað vildi ég tæpast upplifa aftur. En svona tækifæri sleppir maður ekki og minna en tólf tímum síðar vorum við Ási, sem kom með sem Ijósmyndari, i Flugleiðavél á leiðinni til Tjallalands. Við höfðum mælt okkur mót við vin okkar Charlie í London, en fyrst var mikilvægast að byrgja sig upp af nauðsynjum: sígó, viskí og gúmmítúttum. Á mettíma vorum við staddir fyrir utan hjá Charlie í SoHo. Hann er stílisti og þvf vorum við snöggir að komast ( betri föt heldur en túttur og trefla fyrir djammið. Fyrsta stopp var Sketch, sem er fáránlega fínn og snobbaður næturklúbbur. Það kostaði 25 milljónir punda að setja hann á laggirnar (það eru litlir 3,3 milljarðar), og Madonna, Jay-Z og Hilton systumar eru fastagestir. Klósettin eru eins og egg sem maður opnar og labbar inn í og í staðinn fyrir diskókúlu fyrir ofan dansgólfið er gríðarstór kolsvartur plastbolti sem er fimm metrar í þvermál. Eftir miklar pælingar um hvernig það væri að drippla honum á undan sér niður götuna fengum við leið á ríkum pabbastelpum og viðskiptapjökkum með hökutoppa og komum okkur út. Charlie fór heim en við Ási rúlluðum áfram um göturnar með tvö Paris Hilton klón og tvo finnska Zoolandera upp á arminn. Næsti viðkomustaður var Momo's, sem er í eigu sama egypska milljarðamæringsins og á Sketch. Þar var öllu betri stemning, enda mun minni staður. Það ótrúlega við Momo's er að þetta er í rauninni kaffihús sem var keypt í heilu lagi í Marrakesh og flutt til London, múrstein fyrir múrstein. Meira að segja sandurinn á gólfinu var fluttur inn frá Marrakesh. Á leiðinni baka til Charlie rákumst við á stelpu með rosalegt afró. Ég stóðst ekki mátið og fékk að reka puttann á bólakaf í hárið á henni. Það var eins og að vera í eins-putta lopavettling. FÖSTUDAGUR Eins og við manninn væri mælt byrjaði að rigna þegar við fórum að tygja okkur tíl Reading. Þessi bær er um 25 mínútur frá London og við vorum snöggir þangað í lestinni. Við ösluðum um í leðjunní þangað til við fundum góðan stað til að tjalda. Rigníng er alltaf hluti af svona hátíðum en við vorum vel undirbúnir og sluppum furðu vel í bleytunni. Eftir að hafa fengið okkur aðgangs-armbönd héldum við inn á tónleikasvæðið til að gíra okkur upp fyrír kvöldið. Þá komumst við að því okkur til skelfingar að bretarnir vilja byrja daginn snemma og því höfðum við misst af mörgum hljómsveitum, þar sem fyrstu hljómsveitirnar höfðu stigið á svið í hádeginu. Við höfðum þvi misst af íslandsvininum Peaches og hinum stórkostlegu Goldie Lookin' Chain sem eru heitasta nýja rappgrúppan í Englandi um þessar mundir. Ég keypti mér bol frá þeim til að bæta skaðann. En við náðum að sjá endann á settinu með !!! sem kom okkur algerlega í gírinn enda dúndrandi pönk-fönk þar á ferðinni. Sáum líka Roots Manuva, Hives (lagið þeirra Walk Idiot Walk er besta lag ársins) og Soulwax. Þeir síðastnefndu skiptu svo um ham og komu fram sem plötusnúðahópurinn 2 many Djs um kvöldið. En aðalnúmerið á stóra sviðinu var The Darkness. Þeir eru kannski brandari sem er orðinn svolítið gamall, en þeir eru samt fullkomið band fyrir svona hátíðir. Ljósashowið var rosalegt og settið þeirra endaði með því að fallbyssur plöffuðu glimmeri yfir mannskapinn. Bretarnir vilja líka fara snemma að sofa þannið að allt var búið og slökkt á öllu rétt fyrir miðnætti. Við vildum samt halda fjörinu gangandi og gripum gettóblasterinn með í labbitúr til að kynnast nágrönnunum betur. Við fundum fljótt hóp af krökkum sem leist svo vel á mixteipin sem við vorum að spila að ég var gerður að plötusnúði helgarinnar og var endurskírður iBob. Þessir krakkar létu áhyggjur um bruna sem vind um eyru þjóta og voru með stærðarinnar varðeld í gangi. Þar áttum við frábært kvöld með tónlistina í botni. LAUGARDAGUR Veðrið skánaði strax á laugardeginum og maður valsaði um á stuttbuxunum. Okkur til ómældrar gleði var vínylpötumarkaður rétt hjá tjaldsvæðinu. Þar sem við erum algerir fíklar skelltum við okkur þangað og eyddum restinni af peningunum í gamlar plötur. Ég rakst á Bjarna og Krumma í Mínus fyrir utan, og þeir lofuðu fútti þegar þeir kæmu á svið daginn eftir. Þegar við komum til baka inn á svæði ráfuðum við um til að skoða staðinn í dagsbirtu. Reading er ósköp svipaður Hróarskeldu nema að fólkið er vinalegra en bældir skandinavíubúarnir. Grasið víkur fljótt fyrir drullu og básar selja föt og varning. Þarna var meira að segja vagn sem seldi skynvillusveppi eins og ekkert væri sjálfsagðra. Tónlistarlega séð var laugardagurinn bestur. Á Radio 1 sviðinu voru gömlu kempurnar í MC5 og hinn ungi rappari Dizzee Rascal. Á Carling sviðinu (sem er bjórstyrktaraðili hátíðarinnar) mátti sjá dansrokkarana í TV on the Radio og Mondo Generator, sem er nýja band Nick Oliveri, bassaleikarans í Queens of the Stone Age. Þegar maður er á svona hátíð hefur maður afar knappann tíma til að sjá öll böndin á litlu sviðunum, það er allt of mikið að sjá og gera og maður er alltaf hlaupandi á milli sviða (og í bjórtjöldin þess á milli). Á stóra sviðinu gerðu Franz Ferdinand allt vitlaust og Morrissey sönglaði þunglyndur fyrir framan gríðarstóra neonstafi, "MORRISSEY". Það var nokkuð töff. En síðust á svið voru White Stripes, sem þurftu að hætta við að koma fram í fyrra eftir að Jack braut á sér puttann. Þau meira en bættu upp fyrir það með því að spila alla sína smelli og ríflega það. Þau spiluðu engin ný lög reyndar, en enduðu kvöldið á stórkostlegu coveri af Yeah Yeah Yeahs ballöðunni "Maps" áður ein þau stormuðu í gegnum "Seven Nation Army". Eftirpartýið á tjaldsvæðinu var meira af því sama, viskí, iBob og svaka fjör. SUNNUDAGUR Stemningin á fólkinu var orðin svolítið steikt þegar hér var komið við sögu. Ég hafði kvöldið áður náð að renna til í leðju og grípa í runna sem reyndist vera brenninetla. Ég var þvi dofinn í hendinni og allur doppóttur á lófanum. Djammið var búið að taka sinn toll á mannskapnum en veðrið hélst gott enn um sinn og menn börðu sig hetjulega og söfnuðu sér orku fyrir eitt djamm í viðbót. Flugið mitt var þá um kvöldið þannig að ég yrði að missa af því djammínu. En ég gaf mér svo sannarlega tíma til að horfa á strákana í Mínus vekja ibúa Reading með rokki sem er blanda af Doors og Guns N' Roses. Bjössi, Krummi, Johnny, Bjarni og Frosti héldu uppi góðri stemningu þrátt fyrir að vera að spila í hádeginu á sunnudegi. Fyrir okkur endaði þessi hátíð á íslensku nótunum og við snerum til baka þreyttir en sáttir. Ég missti reyndar af Green Day og Placebo, þeir verða bara að bíða eftir mér þangað til næst. I London hittum við Charlie aftur sem furðaði sig á þvi hve hreinum við höfðum náð að halda okkur. Ási ákvað að vera degi lengur í London en ég fór hás og þreyttur í lest á flugvöllinn. I vélinni heim fékk ég heila sætaröð útaf fyrir mig, og þótti mér það nú heldur þægilegra en að sitja á jörðinni. Reykjanesbrautin var eins og glóandi perlufesti í myrkrinu sem tengdi saman Reykjavík og Keflavík, sem nálgaðist óðfluga. Ég rogaðist með töskurnar síðustu metrana í gegnum tollinn. Ég las það svo á netinu að 50 Cent, sem spilaði þá um kvöldið í Reading, hafði verið baulaður og grýttur af sviðinu eftir aðeins 20 mínútur. Reading-farar eru greinilega rokkarar út í gegn. "Hvernig hefur helgin verið?" hafði Krummi spurt mannmergðina á milli laga fyrr um daginn. Svarið sem hann fékk til baka var hávær sannleikurinn. Helgin hafði verið frábær. Bjöm Þór Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.