Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 53

Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 53
4 Hárstofan Gel er að flytja frá Spútnik á Laugaveginum niður í hús á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Þar verður þó ekki einungis boðið upp á nýjustu hárlínurnar heldur verður þar einnig opnað gallerí fyrir unga og efnilega listamenn. Það eru þau Anna Sigríður Pálsdóttir og Aron Bergmann Magnússon sem standa að þessu og keppast nú við að breyta húsnæðinu í opið rými, þar sem heimilisleg stemning á að ráða ríkjum. „Við Aron vildum virkja menninguna í miðbænum, koma unglist á kortið og auðvelda ungum listamönnum að sýna og selja verkin sín. Hann mun sjá að mestu um galleríið og ég tek við hárgreiðslustofunni Gel," segir Anna Sigga. Gel- nýr staður en sama konsept Sjaldan hefur verið jafn mikil gróska í lista- og menningarlífi á íslandi eins og einmitt í dag og gaman til þess að hugsa að þróunin sé bara upp á við, en hvers vegna ákváðuð þið að gera þetta? „Hugmyndin kviknaði þegar ákveðið var að flytja Spútnik niður á Klapparstíg. Ég átti alltaf að taka við Gel en í nýju búðinni er ekki nein aðstaða. Jón Atli stefndi alltaf á að fara til New York að vinna, en hann verður á Gel út september og fer síðan út og ég gat ekki hugsað mér að fara á aðra stofu því að konseptið á Gel er nákvæmlega það sem ég vil vinna í. Ég hafði alltaf hugsað mér að opna mína eigin stofu einn daginn og þarna fékk ég smá spark í rassinn. Ég lagði þessa hugmynd fyrir Aron sem stökk á þetta," segir Anna Sigga. Opíð rými fyrir unga listamenn Svæðið, sem lagt verður undir galleríið, er rúmir 70 fermetrar. Þetta er þó ekkert venjulegt gallerí heldur mjög opið rými og stemningin heimilisleg þar sem hægt verður að fá sér kaffi, spjalla við vinina og skoða það nýjasta í listinni hverju sinni. Þar geta ungir listamenn fengið að sýna verkin sín á viðráðanlegu verði og áhugasamir komið og skoðað og keypt verkin þeirra. „Þetta er gullið tækifæri fyrir unga listamenn sem eru ef til vill ekki ennþá búnir að skapa sér neitt ákveðið nafn. Við tökum minni sölulaun en hin galleríin því við viljum koma ungum listamönnum á framfæri eins og maður er sjálfur. Við viljum hafa þetta svolítið virðulegt en samt með hráum ungum stíl og þess vegna er líka gaman að blanda þessu svona saman, hárgreiðslustofunni og galleríinu. Fá fólk sem er að koma í galleríið í klippingu og öfugt," segir Aron. Galleríið mun vera með nýjar sýningar reglulega og inni í leigunni á sýningarsalnum fá listamennirnir smá opnunarpartý. „Það verður alveg gert samhliða stofunni líka, þannig að þegar það er einhver fíesta í galleríinu þá verður það á stofunni líka, boðið upp á góð kaup og léttar veitingar," segir Anna. „Við viljum aðallega hafa þetta heimilislegt og þægilegt, verðum með plötuspilara og fáum stundum dj-a til að spila. Svo færðu kannski rauðvíns- eða hvítvínsglas ef þú kaupir verk," bætir Aron við. Opnunarpartý, graffítíljóða- Ijósmyndun og ARG Opnun er mánudaginn 6. september og í sömu viku er stefnt að glæsilegu opnunarpartýi þar sem léttar veitingar og góð tónlist verður í boði. Þar verður meðal annars hægt að skoða graffitíljóðaljósmyndun og sýningu frá listahópnum ARG. Svo er bara að sjá hverjir fleiri bætast í hópinn. Hvort sem þú ætlar þér að versla eða ekki þá verður gaman að koma og skoða, setjast í sófann og drekka kaffi með félögunum og skella sér svo í klippingu. Anna og Aron hvetja fólk til að koma og hafa samband, annað hvort með að senda póst á aronbergmann@hotmail.com, hringja í símann hjá Gel, 551 7733 eða bara labba við í græna bárujárnshúsinu á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Opnunartími er 11-7 mánudaga til föstudaga og 12-5 laugardaga. % Stórhöfða 17 • Suðurlandsbraut 6 • Hlíðasmára 12 Nings Express Hagkaup Kringlunni Pöntunarsími 588 9899 Bragðgóður og hollur matur til að taka með heim ...borða á staðnum eða fá sendann heim. ...og kroppurinn blómstrar ■BMMMBB I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.