Orðlaus


Orðlaus - 28.08.2004, Síða 26

Orðlaus - 28.08.2004, Síða 26
Nýlega hleypti meðlimur ríkisstjórnarinnar, Halldór Ásgrímsson, enn á ný af stað umræðunni um jafnrétti kynjanna. Eftir að hann fækkaði kvenkyns ráðherrum í liði sínu fundaði Félag framsóknarkvenna og lýsti yfir andstöðu sinni við þessar aðgerðir. Umræða framsóknarkvenna var ekki mjög málefnaleg og sögðust þær m.a. ekki ætla að láta „strákhvolpa niðurlægja sig" og koma í veg fyrir framgöngu kvenna í íslenskri pólitík. í miðri orrahríð sem þessari spyr maður sjálfan sig að því hvers vegna allt verði vitlaust í hvert skipti sem karlmaður hlýtur stöðu sem kona sækist einnig eftir. Er jafnréttisbaráttan virkilega komin svo skammt á leið að enn er verið að mismuna fólki eftir klofskrauti? Fyrir nokkrum árum fékk maður á tilfinninguna að kvenréttindabaráttan væri komin svo langt á veg að aðeins væri spölkorn eftir í fullt jafnrétti kynjanna. Þetta var um miðjan síðasta áratug þegar forseti íslenska lýðveldisins, forseti Alþingis og borgarstjóri voru allt stöður skipaðar konum (Vigdís, Salóme og Ingibjörg). Nú virðist (miðað við þá umræðu sem nú fer um tennur) sem bakslag sé komið í baráttu kvenna fyrir jafnrétti, ekki aðeins var horft framhjá konu í embætti hæstaréttardómara heldur á nú enn að skerða völd kvenna innan rikisstjórnarinnar. Hvað er eiginlega í gangi? Er Halldór Ásgrímsson kannski I leynilegu félagi sem fordæmir konur og þeirra vinnubrögð. Treystir Björn Bjarnason ekki strákunum í hæstarétti til að halda að sér höndunum við hlið konu (þó auðvitað sé það mál hið dularfyllsta)? Eða er ástandið svona einfalt? Ef koma ætti á jafnrétti kynjanna í atvinnumálum hér nú kostaði það gífurleg vandræði. I fyrsta lagi þyrfti að segja upp fjöldanum öllum af fólki af báðum kynjum og endurraða fólki í atvinnugreinar þannig að kynjahlutfallið væri jafnt. Til dæmis þyrfti að segja upp fjöidanum öllum af konum í kennarastéttinni, hjúkrunarfræðingum, leikskólakennurumogfleirum. Síðan þyrfti að færa karlmenn úr greinum þar sem þeir eru í meirihluta yfir í þau störf sem losnuðu við tilfærslu kvennanna. Þetta hlýtur að vera eina færa leiðin ef ekki á að leggja einstaka atvinnugreinar niður. Það gefur því auga leið að algert jafnrétti á atvinnumarkaði er ástand sem ekki er hægt að panta eins og stjörnumáltíð. í öðru lagi eru sum störf sem henta ekki báðum kynjunum. Einhverjar rauðsokkur voru til dæmis brjálaðar vegna þess að engar konur höfðu komist að hjá slökkviliðinu. Þær virðast ekki hafa tekið tillit til þess að slökkvistörf krefjast gífurlegra aflsmuna. Heldur vildi ég að fílefldur karlmaður bæri mig meðvitundarlausan niður tíu hæðir í brennandi húsi en kona. Ef ég ætti fyrirtæki sem sérhæfði sig í hellulögnum og annarri erfiðisvinnu myndi ég líklega ráða sterka karla í vinnu til að tryggja hámarks afköst. Að sjálfsögðu á að borga körlum og konum jafn há laun fyrir sömu vinnu, en í sumum störfum eru karlmenn einfaldlega hæfari en konur og öfugt. Það er því langt ferli framundan sem ekki mun gerast í hröðum hrinum. Um leið og umræðan fer að snúast um karlrembur og rauðsokkur virðist sem enginn geti fært nægjanleg rök fyrir máli sínu. Getur til dæmis ekki verið að Halldór Ásgrímsson hafi haft eitthvað annað fyrir sér en kvenfyrirlitningu þegar hann tilkynnti ríkisstjórn sína? Er nokkur fræðilegur, örlítill, míkró möguleiki á því að Siv Friðleifsdóttir hafi ekki verið að sinna starfi sínu vel og hæfari kandídat hafi fundist? Siv var jú umhverfisráðherra, ekki man ég eftir því að hún hafi staðið vörð um landið og umhverfið. Er ekki verið að sökkva hálendinu, reisa mengandi stóriðju og útrýma náttúruperlum? Það eina sem Siv gerði sem ég man eftir var að koma í veg fyrir það að ég fengi rjúpu að borða næstu þrenn jól. Nei, Siv hlýtur að hafa misst ráðherrastólinn bara vegna þess að hún er kona og Halldór karlremba, það tekur alla vegana stystan tíma að öskra það I rifrildi! Um leið og umræðan snýst aðeins um það sem er réttast að gera samkvæmt tölfræðilegum útreikningum erum við aö pissa í vindinn. Til dæmis er til fyrirbæri á íslenskum vinnumarkaði sem heitir jákvæð mismunun við starfsmannaráðningar (þegar ión og Sigga sækja um sömu stöðu en Sígga hreppir hnossið vegna þess að hún á færri kynsystkini á vinnustaðnum og öfugt). Hugtakið er svo heimskulegt að nafn þess er í andstöðu við sjálft sig, hvernig getur mismunun verið jákvæð? Jú, það má víst kalla mismunun jákvæöa þegar verið er að mismuna þeim sem er í meirihluta. En getur einstaklingurinn að því gert þó hann sé sama kyns og flestir aðrir á vinnustaðnum, er þá við vissar aðstæður rétt að mismuna fólki vegna kynferðis, trúarbragða eða litarháttar? í sumum tilvikum virðist svo vera, a.m.k. verður allt vitlaust þegar óhæfur ráðherra er látinn víkja fyrir einstaklingi af öðru kyni. Engum dettur í hug að hann sé hæfari. Margir hrópa að verið sé að ráðast á konur en skoða ekki einstaklinginn og vilja heldur drífa i að mismuna þessum aumingjans karlkynsráðherra vegna kynferðis. Það verður einfaldlega ekki mikið um umræður ef annar eða báðir aðilar öskra. Margir haldá því fram (með réttu kannski) að kúgun konunnar sé ekkert annað en nútíma þrælahald. Konur vinni of langan vinnudag á of lágu kaupi og moki þannig kolum í ofn samfélagsins og karlpeningurinn húkki sér far með þjóðarskútunni, ísland sé að verða ríkt með sömu aðferðafræði og Bandaríkin notuðu á sínum tíma, með þrælabraski. Aðrir halda því fram að þær sem tala fyrir jafnrétti kynjanna séu husterískar, bitrar konur sem hafa horn i síðu karlmanna. Líklega eru hvorug sjónarmiðin réttlætanleg í dag en öll jafnréttisumræða er af hinu góða, sérstaklega í dag þegar barn eða unglingur þarf ekki nema að kveikja á Popp Tíví í fimm mínútur til að þurrka út margra ára kynjajafnréttisáróður. Jafnrétti kynjanna er raunhæft og æskilegt markmið en ekki fjarstæðukennd útópía. Nú þegar eru konur tæplega 60% þeirra sem stunda nám við Háskóla (slands. Kannski verður sjálfbær þróun í þá átt að konur fylli 60% best launuðu starfsgreina á (slandi eftir örfá ár. Þurfum við karlmenn ef til vill að fara að gæta okkar, vonandi byrjum við ekki á því að öskra og garga. Þá hætta allir að hlusta. Texti: Magnús Björn Ólafsson [þöö GimjE QsöS e© geGæðSS £ GföfenimmíáliifíB q? (Mkmril edqib göQS œ? í©S SANTA BARBARA Ég vissi ekkí við hverju ég átti að búast þegar ég sat við barborðið á Prikinu og beið eftir því að Ágústa kæmi inn. Eftir örfáar mínútur þeysíst hún inn um dyrnar, við setjumst niður og ég fæ að kynnast sögunni á bak við dúettinn Santa Barbara sem byrjaði einmitt á þessum stað fyrir þremur árum síðan. Steragaurar og villimennska „Við Gaukur hittumst fyrst hérna á Prikinu. Ég var að vinna og Gaukur var með einhverjum vinum sínum hérna á þriðjudegi og var að kasta kaffi og undirskálum í einhverja tvo steragaura sem sátu við eitt borðið. Þeir voru á leiðinni að fara að lemja hann í stöppu þegar ég kom og bjargaði honum," segir Ágústa hlæjandi. Eftir þetta skemmtilega atvik ákváðu Gaukur og Ágústa, sem bæði hafa verið viðloðandi tónlist í mörg ár, að stofna hljómsveit sem fékk heitið Santa Barbara. En afhverju þetta nafn? „Santa Barbara er annað nafn yfir neðanjarðartrúarflokk á (slandi sem heitir Saint Barbarians. Þetta er svona heilög trú á villimennsku, soldið eins og ásatrúarflokkurinn, en borða lifur og svínsgarnir" segir Ágústa. Ber tónlistin þess þá einhver merki? „Það sem við Gaukur erum búin að vera að taka upp er allt öðruvísi en verið er að gera hérna núna. Þetta er frekar pönkað en einnig mjög melódískt og svo reynum við að sýra þetta svolítið með fölskum tónum hér og þar. Þetta er á köflum í rauninni mjög furðulegt. Sums staðar er þetta mjög fallegt, en svo þegar við hlustum betur er þetta kannski ekkert eins fallegt og við héldum. Við gerðum allt efnið á þremur eða fjórum mánuðum og unnum alla nóttina þannig að við vorum orðin alveg mjög geðveik undir lokin." Santa Barbara er annað nafn yfir neðanjarðar- trúarflokk á íslandi sem heitir Saint Barbarians. Þetta er svona heilög trú á villimennsku, soldið eins og ásatrúarflokkurinn, en borða lifur og svínsgarnir... Ekkert hefur heyrst frá hljómsveitinni til þessa og því langar mig að forvitnast hvernig þú myndir lýsa tónlistinni sem þið eruð að gera? „Það er I raun erfitt að setja þetta í einhvern flokk. Þetta er ekki hefðbundin hljómsveit með bassa, gítar, trommum og söng. Þegar við vorum að gera þetta vorum við ekki ánægð nema við fyndum alveg sérstakt sánd. Við vorum ekkert að hlusta mikið á annarra manna tónlist, enda gerðum við bara eitthvað og leyfðum öllu að flakka. Við notumst því við fullt af hljóðfærum, bassa, marga gítara, tölvutrommur og svo alls konar skrýtin hljóð eins og bjöllur, panflautur og að spila á gítar með glasi. Þó að þetta hljómi furðulega þá heldur tónlistin alltaf línunni og flæðir áfram." Nú eru lögin búin að vera lokuð inni í stúdíói í þó nokkurn tíma. Ætliði ekki að fara að koma þessu frá ykkur og gefa þessu líf? „Já, það er rosalega hættulegt að liggja of lengi á þessu því við erum búin að lifa og hrærast í lögunum svo lengi og vitum ekkert hvernig fólk á eftir að fýla þetta. Við erum komin með fullt af efni sem á bara eftir að fínpússa aðeins og erum að setja fyrsta lagið "Rise" í spilun núna eftir tvær vikur. í kjölfarið frumsýnum við svo tónlistarmyndband við lagið. Síðan er stefnan auðvitað að gefa út stóra plötu." En eru tónleikar væntanlegir í kjölfarið? Það verður ekkert á næstunni. Ef við myndum halda tónleika yrðum við að koma saman bandi, en það verður kannski í framtíðinni. Þá á þetta kannski eftir að breytast eitthvað áfram," segir Ágústa rétt áður en við kveðjumst og ég sit eftir með stærra spurningamerki en í upphafi viðtalsins. Nú er því bara að kveikja á útvarpsstöðvunum og fylgjast með frumburði hljómseitarinnar sem á eflaust eftir að heyrast meira frá í framtíðinni.

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.