Orðlaus - 28.08.2004, Page 34

Orðlaus - 28.08.2004, Page 34
W LEYNDARDOMAR KAFFIBOLLANS Ég varð fyrir þeirri óvæntu uppákomu nýlega að ég varð 25 ára og síðan þá er ég búin að vera heltekin af því furðuverki sem fylgir því að eldast. Einn daginn eftir afmælisdaginn ógurlega númer 25, varð mér á vegi maður, nokkuð eldri en ég, og eins og oft vili verða þegar maður bittir heldri menn ákváðum við að deila stuttu samtali yfir kaffibolla. Samtöl yfir kaffibollum eru oftar en ekki eingöngu haldin til að hafa eitthvað að gera á meðan maður sötrar kaffið, en þetta samtal leiddi til þess að mér áskotnaðist eitt leyndarmál, sem hefur hingað til verið hulið flestum þeim sem enn telja sig eiga eftir að sigra heiminn. . Aðdragandinn að þessari afhjúpun var sá að ég var komin í kaffivímu og byrjuð að opna hjarta mitt og ræddi frjálslega um alla þá drauma sem ég hafði um lífið og framtíðina. Þegar ég var komin út í smáatriðalýsingar á því hvernig Nóbelsverðlaunaræðan ætti að hljóma sá ég að lítið bros birtist í munnvikum þessa manns og augu hans fylltust af einhvers konar dularfullri visku. Ég varð feimin og hætti í miðri Nóbelsverðlaunaþakkarræ ðunni til að spyrja - hvað?!- Vitringurinn brosti þá lítið eitt meir og hallaði sér fram og ég fann hvernig spekin og lífsviskan úsaði frá honum. - Það er nú bara þannig - sagði hann rólega og ég hallaði mér fram líka svo viskan næði betur til eyrnanna - það enda flestir í meðalmennskunni, þú finnur þér það veitir mér fulla vasa af hamingju. Við vitum öll að það erum við sjálf sem þurfum að láta góða hluti gerast en svo virðumst við alltaf bíða eftir því að góðir hlutir stökkvi í fangið á okkur. Svo kannski þegar þeir gera það þá erum við of vanþakklát til að taka mark á því og förum að bíða eftir að eitthvað annað og betra stökkvi í fangið á okkur. Gvuuuð minn góður er ég að brenna út! - hugsaði ég með mér og fór að ofanda - Nei neiiiiii! Þetta getur ekki verið rétt- Mamma kom aðvífandi og reyndi að laga það sem að var, hún er búin að laga ansi margar aldurskrísurnar sem hafa komið yfir mig síðan ég varð 25, en í þetta skiptið gátu Ofurmóðurkraftarnir mér enga björg veitt. Gvuuuð minn góður er ég að brenna út! hugsaði ég með mér og fór að ofanda að gera sem hentar þér sæmilega, eitthvað sem þú ert sæmilega góð í, þú ætlar þér ekki að enda þar, en einn daginn er tíminn hlaupinn frá þér. Á endanum áttu bara draum sem fjarlægist, sem hefur vikið fyrir einhverju öðru. - Svo hallaði vitringurinn sér aftur til baka í stólnum og starði dreyminn út í loftið, örugglega að rifja upp sína eigin gömlu drauma sem aldrei urðu að veruleika. - Jaaáh - sagði ég með semingi og hugsaði um leið að þetta væri nú meiri kúka leiðinda svartsýnisspekin. Ég ákvað að þessi maður væri of gamall til að fá að vera með í heimspekilegu pælingunum mínum um aldur og þroska og skipti yfir í að tala um veðrið. En ... svo kom næsti dagur, eins og gerist iðulega. Ég vaknaði eins og fólk vaknar í bíómyndunum þegar það er að díla við bíómyndaerfiðleika, hreinlega hrökk upp af dramatík (reyndar aðeins krumpaðri en bíóstjörnurnar) og fannst orðið meðalmennska bergmála í herberginu, meðalmennska meðalmennska, aftur og aftur - hvaðan í andskotanum kemur þetta - hugsaði ég. Ég rifjaði upp samtalið við Vitringinn og fór smám saman að taka inn spekina sem hann hafði deilt með mér. Ég hugsaði til baka og áttaði mig á því að fyrir 5 árum ætlaði ég að vera í þeirri stöðu sem ég ætla mér nú að vera í eftir önnur 5 ár. Ég hafði verið að ýta á undan mér mínum eigin draumum og alltaf talið mér trú um það að einn daginn myndu þeir rætast. Ég hef kannski afrekað ýmislegt, en ekkert sem Gísli Marteinn myndi vilja ræða um við mig í sjónvarpinu. Ég er ekki búin að gera neitt sem ætti að verða til þess að ég fái Nóbelsverðlaun eða Emmyverðlaun, ég er aldrei á lista yfir mest sexí stelpur í vinsældakosningunni á Rás 2, enda þekkir mig enginn úti á götu. Ekki það að ég þurfi að „vera" eitthvað, maður sér bara alltaf fyrir sér að maður meiki það... en hvernig... er eitthvað sem flesta skortir vitneskju um. Án þess að gera mér beint grein fyrir því, hef ég verið að bíða eftir því að „eitthvað gerist" fyrir mig sem færir mig á spjöld sögunnar og Síðan fylltist ég af einhverjum dularfullum fítonskrafti og hugsaði - Nei þetta skal ekki koma fyrir mig! Ég mun meika það! Ég mun gera góða hluti! Mínir draumar skulu rætast! - í miklu fússi klæddi ég mig í skó og jakka og ætlaði sko ekki að láta tækifærið um að láta draumana mína rætast fram hjá mér fara deginum lengur - ertu að fara eitthvað? - spurði mamma - ég er að fara að sigra heiminn - svaraði ég - góða skemmtun - heyrði ég móður mína segja um leið og ég skellti á eftir mér hurð meðalmennskunnar. Þegar út var komið gekk ég ákveðnum skrefum að bílnum og tautaði fyrir mér - Nú gerist það! - startaði bílnum og sagði hátt og snjallt- Hér kem ég! - og þegar ég var komin út úr hverfinu var ég farin að urra eins og víkingur á leið í bardaga - Ég mun sigra! - Ég keyrði með offorsi og ákveðni í átt að miðbænum og pirraði mig á hverju rauði Ijósi sem tafði framgöngu mína á glæsibraut drauma minna og þegar ég loksins komst niður í bæ byrjaði ég að leita að stæði, en þá áttaði ég mig á því... að ég vissi ekkert hvar ég átti að leggja... af því að ég vissi ekkert hvert ég væri að fara. Og það er akkúrat heila próblemið... draumar eru draumar, við tölum oft um hvað okkur langar að gera en sjaldnast erum við að tala um hvernig við ætlum að fara að því. Ég áttaði mig á því að þó ég væri tilbúin með Nóbelsræðuna og búin að ákveða í hverju ég ætlaði að fara á hátíðina, þá var ég ekkert alveg klár á því hvað ég væri að fara að fá verðlaun fyrir. Nokkrum dögum seinna sat ég á kaffihúsi, þjónustustúlka færði mér kaffi, ég setti mína venjubundnu tvo sykurmola í bollann og meðan ég hrærði rólega í bollanum hallaði ég mér fram og sagði rólega við Vitringinn sem sat á móti mér - hvernig endaðir þú í meðalmennskunni? - Góða baráttu, MeðalJóa. LAUGAVEG117 (portið á móti mál&menningu)

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.