Orðlaus - 28.08.2004, Page 40

Orðlaus - 28.08.2004, Page 40
I > Að endurbyggja náttúruna Margt hefur breyst síðan maðurinn bjó í hellum á forsðgulegum tímum. Smám saman aðlagar maðurinn sig betur að umhverfinu og upphaf fyrstu smáborganna má rekja um 11000 aftur í tímann. Menn telja þó elstu alvöru borgina vera í Tyrklandi þar sem að fyrir um átta þúsund árum var borgin ^atal Höyúk heimili um 10.000 manns. Fólk fór að hópa sig saman, stunda viðskipti og samnýta náttúruauðlindirnar. Aðrir fóru að taka við sér og borgirnar stækkuðu, til dæmis Mesópódamía, Babylon og Róm. Bagdad var síðan fyrsta borgin til að ná milljón íbúum, en í dag þykir slíkur fjöldi ekki til marks um um neina sérstaka stórborg. Nú eru borgirnar stærri en nokkru sinni fyrr og iðandi af mannlífi og viðskiptum. Víða eru borgirnar yfirfullar og þá eru skýjakljúfrar reistir til að bjarga plássleysinu. Dæmi um slíka gjörbreytingu á náttúrunni eru til dæmis London, New York og Tokyo. Troðinn heimur Á árunum 1750-1850 tvöfaldaðist íbúafjöldi í Kína, Evrópu og Ameriku. Fólksfjölgun var orðið mikið vandamál, mikið til vegna þróunar í læknisfræði. Áður fyrr hafði ekki hvarflað að fólki að fólksfjölgun gæti orðið vandamál. Fleira fólk hlyti að þýða meiri vinnukrafta og þar af leiðandi meiri auð og hagvðxt. Ef til vill skiljanleg bjartsýni. Móðir náttúra hefur að nokku leyti séð um að draga úr fjölmenninu með náttúruhamförum, sjúkdómsfaröldrum og matar- og vatnsskorti og menn hafa farið í strið til þess að tryggja sér landssvæði en við það falla alltaf þúsundir borgara. Þrátt fyrir það eru jarðarbúar rúmlega sex milljarðar í dag og stór hluti þeirra lifir við gífurlegan skort á fæðu og húsnæði. Hugmyndin um notkun getnaðarvarna eins og pillunnar til að draga úr barnsburði kom þó ekki fram fyrr en undir miðja 20. öld og smokkurinn í þeirri mynd sem við þekkjum í dag kom fram upp úr 1930. Ýmsir hlutir og aðferðir hafa þó verið notaðar í aldanna rás til að koma í veg fyrir þungun en sum lönd eins og Kína hafa tekið upp þá stefnu að hver fjölskylda meigi aðeins eiga eitt barn til að sporna við vandanum og hefur það leitt til þess að barnaútburði, þá sérstaklega á stúlkum, hefur fjölgað. Fyrsta súkkulaðið Allir elska súkkulaði, en hvaða snillingur fann það upp? Samkvæmt sagnfræðingum voru það indíánar sem fyrstir fóru að rækta kakóbaunir af einhverri alvöru á timabilinu 1500-400 fyrir krist, en kakóbaunirnar vaxa á kakótrénu sem áður fyrr var tilbeðið sem heilagt og guðdómlegt tré. Menn fóru að búa til ósæta kakódrykki úr baununum og mörgum öldum síðar, hjá hinum fornu Astekum, var þessi drykkur orðinn geysivinsæll hjá yfirstéttarfólkinu, en alveg rándýr. Á 16. öld fóru Spánverjar að bæta sykri og öðrum braðtegundum út í drykkinn sem ennþá var mikil munaðarvara. Á 18. öld var mjólk blandað saman við baunirnar í stað vatnsins áður, en seint á 19. öld bjuggu Joseph Fry & Son til fyrsta nútíma súkkulaðistykkið. Þeir stofnuðu fyrirtæki með Cadbury bræðrunum og stuttu síðar byrjaði annað risafyrirtæki að framleiða súkkulaði, en það var Nestlé Company. Nú eru tegundirnar orðnar óteljandi og súkkulaðiát víða orðið mikið heilsufarsvandamál, eins og reyndar margar uppgötvanir mannanna hafa orðið i gegnum árin. m I YOU Súpervopn bjargar heiminum Alfred Nobel ætlaði sér að finna upp vopn, svo öflugt að það gæti komið á friði i heiminum. Hann fann upp dýnamitið árið 1886 og árið 1890 hélt hann þvi fram að eina leiðin til að stöðva stíð væri með því að smlða svo öflugt vopn að það gæti drepið bæði heimamenn og samlanda árásaraðilans, nokkurs konar ofurvopn sem enginn myndi nokkru sinni þora að eiga á hættu að yrði notað og þar af leiðandi ekki leggja í stríð. Nobel hafði áhrif á vísindamenn sem unnu að byggingu kjarnorkuvopna og í dag sést að hugmyndin var ekki gallalaus. Það eru alltaf einhverjir geðsjúklingar sem hugsa ekki um afleiðingar vopna á borð við kjarnorkusprengjuna og stöðugur ótti ríkir um hverjir hafa þau undirhöndunum. Ástin sigrar allt Sönn ást er tilfinning sem fáir skilja en flestir vilja upplifa. Hugmyndin um að ást þurfi að vera til staðar til þess að ganga i hjónaband er talin nokkuð sjálfsðgð í nútima vestrænum samfélögum, en lítils metin í mðrgum öðrum menningarheimum. Það að ástin sé grunnurinn að hjónabandinu er þó alveg nýleg hugmynd. Frá tímum Homo erectus hefur “kjarnafjölskyldan’ verið til staðar og elstu heimildir um "hjónabönd' má rekja til Hammurabi i Babylon, en í valdatíð hans voru menn farnir að gera sáttmála um samband manns og konu til þess að koma í veg fyrir ýmis vandamál sem gætu komið upp ef annar aðilinn myndi yfirgefa hinn og skilja börnin eftir í óvissunni. Langt fram í nútímann skiptu þó peningar og stéttir helst máli þegar hjónabönd voru annars vegar þar sem foreldrarnir sáu um að velja maka fyrir börnin sín. Ástin sigraði ekki fyrr en undir lok 19. aldar og tilfinningar unga fólksins fóru að skipta máli. Gömlu hugmyndirnar lifa þó ennþá í sumum menningarheimum þar sem skipulógð hjónabönd eru talin sjálfsögð og aðeins örfá ríki eru núna farin að leyfa hjónabönd fólks af sama kyni, þó svo að ástin blómstri þar mun meira en í mörgum hjónaböndum gagnkynhneigðra. Það eru því ennþá í rauninni mikil forréttindi að fá að giftast þeim sem þú elskar. Velferðarríkið í dag er hægt að tryggja sig fyrir nánast öllu, en hugmyndin um almannatryggingar kom þó ekki fram fyrr en á níunda áratug 19. aldar. Hugmyndin um velferðarrlkið, að ríkið skyldi stuðla að bættum lífskjörum þegna sinna, náði þó ekki fótfestu fyrr en um 40 árum síðar þegar hagfræðingurinn Arthur Pigou setti fram þá hugmynd að ríkið ætti að skattleggja þá efnuðu til þess að hjálpa þeim fátæku. Heimurinn átti að verða betri. Vonir vöknuðu um alhliða heilsugæslu, atvinnuleysisbætur og ellilífeyri og tóku flestir ráðamenn þessari hugmynd vel. Svíþjóð og Nýja Sjáland voru með þeim fyrstu til að vinna eftir þessarl stefnu uppúr 1930. Kreppan,mikla breytti viðhorfunum og því fóru fleiri og fleiri ríki að stefna í þessa átt og reynt var að tryggja viðunandi lífskjör frá vöggu til grafar. Draumurinn um algild réttindi af þessu tagi hefur þó víða ekki orðiðað veruleika. Ofurmennið Mikil hetjudýrkun átti sér stað á 19. óldinni. Napóleon, Bismarck og Lincoln voru dýrkaðir í heimalöndum sínum og hugmynd Nietzche um ofurmanninn varð vinsæl I Þýskalandi og víðar. Hugmyndin um ofurhetjuna varð síðan vinsæl i teiknimyndasögum í Bandaríkjunum, þó útfærð á allt annan hátt. í upphafi 20. aldar voru hinar dæmigerðu ofurhetjur hvítir karlmenn í millistétt og vel efnaðir, annað hvort eins og Batman eða í starfi sem lét hann falla I fjöldann eins og Superman sem starfaði sem blaðamaður. Wonderwoman, Batman og Superman gátu sigrað óvini mannkynsins með ofurnáttúrulegum kröftum sínum og núna eru hetjurnar mun fleiri og vinsælli en nokkru sinni fyrr. Bókstafstrú Bókstafstrúarmenn lifa eftir þeirri trú að ekki megi draga í efa nein atriði í helgiritunum eins og Biblíunni eða Kóraninum. Hugtakið sjálft kom fram í Princeton háskólanum snemma á 20. öld en þar myndaðist hreyfing manna sem töldu Biblíuna óskeikula og vildu bjarga trúnni frá nútímaviðhorfum vestrænnar menningar. Flestir strangtrúarmenn skilja þó prédikanirnar eftir við dyrnar á kirkjunni, moskunni eða öðrum trúarstöðum, en alls ekki allir. Þeir lýsa yfir stríði, hata þá sem ekki eru sama sinnis og ef þeir ná völdum fara sumir að ofsækja aðra trúarhópa. Á 21. öldinni eru kristnir og múslimskir bókstafstrúarmenn sem trúa því að í helgiritunum séu geymdar alhliða reglur sem segi til um hvernig samfélagið eigi að vera að ná meiri völdum en nokkru sinni fyrr. Þá líta þeir svo á að þeir séu að halda i heilagt stríð sem er réttlætt með

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.