Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 15

Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 15
Gífurleg gróska hefur verið í íslenskri heimildarmyndagerð síðustu ár og ekkert lát virðist vera á. Mikill fjöldi mismunandi mynda af öllum stærðargráðum er í vinnslu núna þar sem kostnaðurinn rúllar frá nokkrum þúsundköllum upp í margar milljónir. Orðlaus kynnti sér nokkrar af þeim myndum sem væntanlegar eru og ræddi við nokkra leikstjóra um auknar vinsældir heimildarmynda, framleiðsluferlið og framtíðina. Sveitarfélagið Keflavík hefur verið þekkt undir nafninu Bítlabærinn frá því að Bítlaæðið tröllreið landanum í byrjun sjötta áratugarins. Þaðan kemur fyrsta og ein vinsælasta rokksveit landsins fyrr og síðar, Hljómar, sem gnæfði yfir aðrar sveitir í tónlistarlífinu á Islandi á þeim tíma. Mynd Þorgeirs Guðmundssonar, Togga, fjallar um Bítlabæinn út frá þeirri hugmynd að hvert land hafi sitt Liverpool þar sem rokktónlistin byrjar að ryðja sér til rúms í líkingu við það sem gerðist í Bretlandi með Bítlunum. „Við erum að reyna að útskýra af hverju það gerðist í Keflavík en ekki í Reykjavík. Á sama tíma fjallar myndin síðan um fæðingu unglingamenningar á fslandi og hvernig hún þróaðist í gegnum sjóræning jaútvarpsstöðvar, Kanasjónvarpið og Kanaútvarpið. Samskipti manna við hermennina er skoðuð, hvernig amerískur kúltúr kom inn í daglegt líf með Könunum og á sama tími sá evrópski með sjómönnunum," útskýrir Toggi. Rokksaga íslands „Það eru örugglega tvö til þrjú ár síðan ég og Óttar Proppé fórum að kynna þessa hugmynd fyrir Rúnari Júlíussyni ( Keflavík, sem er í rauninni aðalsöguhetja myndarinnar," segir Toggi. Rúnar er nú líka ekki söguhetja af verri endanum. Tónlistarmaður sem á sér fáa líka og er enn að eftir rúm 40 ár. „Rúnar er eini af Hljómunum sem býr ennþá í Keflavík, ( húsi sem hann byggði þegar hann var 18 ára. Hann var í vinsælustu hljómsveit á (slandi, var íslandsmeistari í fótbolta og byrjaði með Maríu Baldursdóttur, ungfrú ísland. Myndin er því annars vegar rokksaga íslands en ofan í það rennur saga sem er dagur í lífi Rúnars. Við fylgjum síðan frumkvöðlunum frá Keflavík til dagsins í dag, förum alveg í gegnum kynslóðaskiptin sem urðu í bransanum með pönkinu og Bubba og skoðum stríðið sem varð þá á milli þeirra. Hringurinn Heimaæði i sögunni lokast síðan þegar Bubbí og Rúnar fara að spila saman í GCD," bætir Toggi við. Myndin spannar þvi mjög vítt svið þar sem gamalt sögulegt efni nýju. En hvernig gengur síðan að fjármagna svona verk? „Við erum búnir að selja myndina í Sjónvarpið og Kvikmyndasjóður veitti okkur styrk. Ef þú ert ekki með þessa aðila á bak við þig ertu ansi illa staddur í heimildarmyndagerð á Islandi." Hvenær er myndin væntanleg? „Við ætlum að reyna að frumsýna hana i haust, helst í Keflavík, en síðan auðvitað í bænum líka." Quarashi-menn eru nýbúnir að leggja lokahönd á nýjustu plötu sína Guerilla disko sem væntanleg er í plötubúðir í október. Gaukur Úlfarsson heimildargerðarmaður, sem einnig spilar á bassa með hljómsveitinni, hefur fylgt eftir hverri sekúndu sem átti sér stað við gerð plötunnar allt frá undirbúningnum áður en haldið var í stúdíóið þar til lokavinnslan var búin. „Fókusinn í myndinni er hvernig plata verður til. Ég er í þannig aðstöðu að ég er bæði að spila á plötunni og síðan eru þetta allt vinir mínir þannig að ég gat verið mikið í stúdíóinu án þess að strákarnir fengju á tilfinninguna að það væri einhver þarna óvelkominn, " segir Gaukur þegar ég spyr hann um efni myndarinnar. „Ég fylgdist með hverju lagi fyrir sig, skoðaði hvern einasta tón, hvernig töktunum var breytt og þeim síðan raðað upp. I raun og veru er allur prósessinn tekinn frá því að trommurnar, bassinn, gítarinn og raddirnar eru teknar upp og öll vinnan sem er í kringum það," segir Gaukur. Ertu þá að skoða allar hliðarnar á plötuvinnslunni, pirringinn, reiðina og gleðina sem fylgir? „Já, þó að þetta sé jákvæð og hressandi plata þá eru alltaf miklar blóðsúthellingar og átök sem fylgja slíku ferli. Það er það sem ég kem til með að sýna, þannig að myndin verður krassandi. Við fáum að sjá þegar menn eru að agnúast út i hvor aðra þar sem strákarnir eru undir alveg geðveikislegu álagi og allir að reyta hár sitt. Myndin er líka byggð á viðtölum við strákana hverjum fyrir sig þar sem þeir eru að tala um ferlið." Blindsker En hvers vegna að gera slíka heimildarmynd? „Ef þú átt góða plötu og þér þykir vænt um hana þá hefurðu gaman af að vita alls konar lítil smáatriði um hana. Fylgjast með hljóðpælingunum og fá að vita hvers vegna þessi eða hinn taktur var valinn. Þessu hafa tónlistar- og tónlistaráhugamenn rosalega gaman af því að sjá og Quarashi er vinsæl hljómsveit sem selur mikið af plötum, eiga marga aðdáendur og aðdáendurnir vilja einnig sjá þetta. Ég er lika búinn að taka upp alveg ógrynni af öðru myndefni eins og ferðir út á land eða út í heim og taka ýmis viðtöl. Vinna við svona plötu er auðvitað mjög fjölbreytileg og því mikið af skemmtilegu fólki sem kemur þar við sögu. Þær myndklippur eru samt meira krydd í myndina, en sjálft upptökuferlið er hornsteinninn í myndinni." Nú þekkirðu þessa stráka út í gegn og hefur verið að spila með þeim lengi, var þá eitthvað sem kom þér á óvart við gerð myndarinnar? „Ég lagði alltaf upp með það að við værum ekki að gera grín með myndinni sem er í raun mjög óvenjulegt fyrir okkur. Við höfum áður gert tvær mockumentary myndir sem voru leiknar og i þeim kemur miklu meira fram sú kaldhæðni sem ríkir oft í okkar samskiptum. Þessi mynd sem ég er að gera núna er alveg pjúr heimildarmynd, ekkert skrifað, ekkert handrit, engum lögð orð í munn og engar senur settar á svið. Myndin er þess vegna mjög tær í eðli sínu og erfiðara að spá um útkomuna. Fyrir vikið leið mér því eins og ég væri fluga á vegg í hljóðverinu. Það sem kom mér því mest á óvart var að við vorum ótrúlega einlægir og talað var mjög opinskátt um hlutina. Það kemur ýmislegt fram sem ekkert hefur mikið verið rætt um áður, eins og brotthvarf Höskuldar úr hljómsveitínni." Finnst þér heimildarmyndagerð á íslandi vera að sækja í sig veðrið? „Já, þetta er greinilega mjög stækkandi bransi sem er auðvitað mjög gott og með digital-tækninni getur í raun hver sem er verið að gera heimildarmyndir." Myndirnar Fahrenheit/911 og Super Size Me eru dæmi um tvær heimildarmyndir sem hafa fengið mikla athygli á alþjóðamarkaði. Hvernig finnst þér þær? „Fahrenheit er dæmi um mynd sem er ekki pjúra heimildarmynd. Þaðersettuppmeðákveðiðmarkmið i upphafi og hún er náttúrulega bein áróðursmynd. Það þjónar samt vissum tilgangi þvi heimurinn er mjög ginnkeypur fyrir áróðri. Áróðurinn sem Michael Moore beitir í myndinni er líka ekkert meiri en sá áróður sem stjórnir heimsins beita. SuperSize Me erallt, allt öðruvísi mynd en Fahrenheit, fullkomlega skrifuð og ótrúlega pjúr í eðli sínu. Mér fannst hún alveg frábær og mæli virkilega með henni. Hún þjónar einhvern veginn þeim tilgangi að mann langar til að verða betri maður eftir að hafa horft á hana." Eru heimildarmyndir þá að verða vinsælli nú en áður? „Ég held að þær séu hiklaust að verða vinsælli núna. Með „Real World" á MTV fóru raunveruleikaþættir í sjónvarpi að poppa upp einn af öðrum og eftir því hafa heimildarmyndir orðið vinsælli. Ég held að fólk sé bara farið að vilja sjá eitthvað alvöru." 11ujii111iim Bubbi Morthens er einn stærsti tónlistarmaður Íslandssögunnar og því orðið tímabært að ráðist sé í það gífurlega verkefni að gera heimildarmynd um viðburðarríkt og stormasamt líf hans. Poppóli kvikmyndafélag hefur ráðast í það verkefni og hefur í rúm tvö ár sankað að sér hafsjó af efni sem verið er að vinna úr, en stefnt er á sýningu myndarinnar Blindsker ( kvikmyndahúsunum í lok september. Líf poppgoðsins frá A-ö „Það eru rosalega margir búnir að reyna að gera mynd um Bubba en allirgefist uppá því," segir Ragnar Santos, sem ásamt Ólafi Jóhannessyni og Ólafi Páli Gunnarssyni standa að framleiðslu myndarinnar. Þetta er veigamikið verk og af gífurlega mörgu að taka. „Við erum búnir að fylgja Bubba eftir núna í tvö eða þrjú ár og mynda þar sem hann er að koma fram og einnig að sinna sínum erindum og höfum tekið viðtöl við hina og þessa. Síðan erum við búnir finna alls konar efni frá Sjónvarpinu og Stöð 2 sem hefur kannski ekki komið fram áður," segir Ragnar. „Bubbi er búinn að vera að gefa út endalaust af plötum sem fara alltaf í toppsætin og frá árinu 1980 hefur enginn tónlistarmaður verið jafn afkastamikill og hann. Það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana. Við erum því með myndinni að reyna að sýna manninn í sínu rétta Ijósi, alveg frá A til Ö," bætir Óli við. Hvað finnst ykkur um þróunina I íslenskri heimildarmyndagerð, er hún að aukast? „Já, hún hefur aukist töluvert eftir að tæknin breyttist og þróaðist. Það eru miklu fleiri farnir að gera myndir, en það er líka miklu meira af rusli núna. Þessi þróun er samt alveg frábær og núna er Kvikmyndasjóðurinn farin að styrkja heimildar- og stuttmyndir á hverju ári sem hefur alveg rosalega mikið að segja," segir Ragnar. En er nógu mikið gert fyrir þennan markað? „Þetta er lítill og erfiður markaður og gffurleg samkeppni. I rauninni er RUV eini aðilinn sem er að kaupa eitthvað af viti þannig að það eru takmarkaðar leiðir ( stöðunni. Kvikmyndasjóðurinn kemur því rosalega sterkt inn með þessu framtaki," segir Ragnar og Óli er sammála þessu en bætir við að sjónvarpsstöðvarnar þurfi að standa sig miklu betur en þær hafa verið að gera. Poppoli kvikmyndagerð er með aðra áhugaverða mynd í vinnslu sem heitir Africa United og er um afrískt fótboltalið sem spilar í 3. deildinni á Islandi. Sú mynd er væntanleg á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.