Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 28.08.2004, Qupperneq 14

Orðlaus - 28.08.2004, Qupperneq 14
Megin tilgangur myndarinnar Stafræn fegurð, sem er hugarfóstur Ástu Soffíu Pétursdóttur, er að sýna fólki að fyrirmyndirnar sem margir Ifta upp til í dag, eins og poppstjörnur, fyrirsætur og kvikmyndastjörnur eru ekki eins fullkomnar og þær líta út á myndunum sem birtast af þeim í tímaritum, á auglýsingaskiltum eða í sjónvarpinu. Við hverja myndatöku liggur að baki gífurleg vinna stílista, förðunarfræðinga og hárgreiðslufólks sem á að sjá um að ná ímynd fullkomnunar. „Til hvers að keppast við auglýsingaplaköt þegar módelin líta ekki einu sinni svona út?" segir Ásta, sem í myndinni tók sjálfa sig í gegnum allan prósessinn sem módel þurfa að fara í gegnum frá því að haldið er í myndatöku þar til búið er að vinna myndina til birtingar. „Það er alltaf verið að tala um hið fullkomna útlit, fólk er óánægt með sjálft sig, en ímyndirnar sem horft er til eru svo óraunverulegar. Það er enginn með svona glansandi húð eins og á myndunum i tískublöðunum," bætir Ásta við. Hugmyndin kviknaði á netinu Ásta hefur unnið að myndinni í tvö ár. „Ég var að skoða heimasíðu grafísks hönnuðar á netinu og þar var hægt að sjá muninn á fyrirsætu fyrir og eftir fótósjopp. Það kom mér gjörsamlega á óvart hvað það var búið að breyta henni mikið. í dag er allt fótósjoppað, en það er gert svo vel að maður sér það ekki. Þá kviknaði strax áhugi hjá mér að gera heimildarmynd um ferlið. Ég fékk fullt af fólki til að breyta mér, stílista, hárgreiðslumeistara, förðunarfræðing, Ijósmyndara og svo grafískan hönnuð til að fótósjoppa myndirnar í lokin. Síðan verða viðbrögð mín, þegarég sé myndirnarfullunnar, tekin upp. Þetta verður auðvitað allt öðruvísi en ég er. Nú er verið að leggja lokahönd á myndina sem verður vonandi tilbúin með haustinu." En hvað finnst þér heillandi við þetta form kvikmyndalistarinnar? „Heimildarmyndir draga fram raunveruleikann. Fólk í nútímanum vill láta mata sig af upplýsingum, en er ekkert mikið að leita að þeim sjálft. Einfaldasta leiðin til að segja fólki frá sannleikanum er með því að mata það með sjónvarpsefni. Michael Moore fór til dæmis slíka leið með sína mynd Fahrenheit/911. Hann tekur þvílíkt hneyksli fyrir og tekst að koma sannleikanum á borðið fyrir framan fólk. Með þessu er hægt að sýna fólki hlutina í réttu Ijósi." Gargandi snilld. Gargandi snilld segir sögu íslenskrar tónlistar síðustu 1000 árin. Fjölbreyttur hópur sveita koma fram í myndinni eins og til dæmis Vinyll, Björk, Minus, Sigur Rós, Quarashi, Múm, Apparat og Singapore Sling. Farið er víða yfir þar sem hið gamla mætir hinu nýja í bland við viðtöl, myndklippur af tónleikum og margbrotna náttúru íslands. Samsuðan gerir myndina að einhverju sem er svo miklu meira en nokkru sinni hefur verið gert. „Myndin spannar vissulega mjög vítt svið, allt frá yngstu sveitinni Nilfisk, upp í rímur Steindórs Andersen. Límið í þessu öllu saman er síðan tengingin við fortíðina með Hrafnagaldri Óðins, hvernig Steindór hefur unnið með kvæðin og rímurnar og þessu sérstæða sambandi sem hann og Sigur Rós hafa átt í með með Hilmari Erni Hilmarssyni," segir Ari Alexander. Tónlistarútþrá og sköpunargleði Ferlið er búið að vera sannkallað ævintýri. Sigurjón Sighvatsson er aðalframleiðandi myndarinnar en eftir að hafa séð myndir eftir Ara Alexander ákvað hann að fá Ara til liðs við sig. Myndin er búin að vera í vinnslu í heilt ár og þeir eru búnir að fylgja böndunum eftir á sigurför þeirra um heiminn eins og til New York, London og Tokyo. Þetta er gífurlega veigamikið verk sem hefur kostað þrotlausa vinnu, en hverju er verið að reyna að ná fram? „Við teljum að þetta sé ofboðslega réttur tími til að gera slíka mynd þar sem það er svo mikil gróska í tónlistarlífinu á þessu 300.000 manna landi. Við stöndum á ákveðnum tímamótum núna þar sem verið er að semja mjög frumlega tónlist og íslensk tónlistarútþrá hefur aldrei verið eins öflug. Við erum því að reyna að skoða hvaðan þessi uppspretta kemur, afhverju erum við að gera þetta, afhverju þessi þörf og þrá." En hvað kom mest á óvart við gerð myndarinnar? „Það sem kom mér á óvart er þetta ofboðslega skemmtilega sjálfsöryggi sem býr í þessum tónlistarmönnum. Ég kem sjálfur úr myndlistargeiranum og hélt að myndlistarmenn væru góðir með sig, en þeir komast ekki einu sinni nálægt því sem tónlistarmennirnir eru, sem mér finnst mjög gott. Þess vegna ákváðum við að kalla myndina Gargandi snilld, það er ekkert verið að skafa ofan af neinu. Annað sem kom mér á óvart í þessu verkefni var hvað stelpur eru í miklum minnihluta í tónlistargeiranum á íslandi. Það finnst mér mjög undarlegt, sérstaklega í Ijósi þess að frægasti íslendingurinn, Björk Guðmundsdóttir, er tónlistarkona. Ég virkilega lagði mig fram við að skoða hvaða stelpur eru í hljómsveitum sem eru að búa til kreatíva músík, en varð lítið ágengt." Það er greinilega mikil gróska í íslenskri heimildamyndagerð núna. Hvernig finnst þér þróunin hafa verið? „Það er mjög skrýtið hvernig (slensk kvikmyndagerð fór af stað í miklum blóma rétt um og eftir seinni heimsstyrjöld. Þá voru það fyrst og fremst heimildarmyndir sem voru gerðar hérna. Með tilkomu Kvikmyndasjóðs hafa heimildarmyndir fengið aukið öndunarrými og styrkupphæðin er búin að aukast ár frá ári. Það er alveg stórmerkilegt framtak, þó að það mætti alveg setja töluvert meiri peninga í þetta." Nú eru heimildarmyndir að öðlast auknar vinsældir á alþjóðamarkaði og myndir eins og Fahrenheit/911 og Super Size Me búnar að slá í gegn víða um heiminn. Hver heldur þú að sé skýringin fyrir þessum vinsældum? „Ég held að fólk sé bara búið að fá leið á lélegum leikurum og ömurlegum sápuóperuþáttum en vill frekar sjá alvöru fólk. Fahrenheit er auðvitað mjög flott verkefni og óvænt að heimildarmyndir geti orðið svona gríðarlega vinsælar, en þetta er ekkert í fyrsta skipti sem þetta gerist. Ég held að fólk sé bara orðið miklu meðvitaðra og við það myndast þörfin fyrir að skilgreina sjálft sig og hver við erum." Hégómi eru dansandi og syngjandi alla daga, kokka fyrir alla og gefa frá sér einstaka orku. Síðan er ég á leiðinni til Guðmunds á Vaði sem ég tel seinasta íslendinginnog ætlum við að eyða nokkrum dögum saman ásamt vinum," bætir Frosti við. En finnurðu fyrir auknum áhuga fyrir heimildarmyndagerð? „Það virðast margir vera komnir með áhuga á að documenta hluti í kringum sig og mjög margir farnir að taka upp. Það er gaman að sjá það. Mér finnst þó allt of margir sitja heima hjá sér og bíða eftir að einhverjir komi með ávísun til þeirra. Það vilja allir allt fyrir ekkert, hvort sem það er í heimildarmyndagerð eða öðrum listgreinum. Ég er þannig líka en er að vinna í þeirri afstöðu. Reykjavíkurnætur taka sinn toll. Mér hefur alltaf fundist heimildarmyndir skemmtilegastar af öllum kvikmyndum og nú sér maður mun meira af þeim en áður. Fleiri og fleiri virðast farnir að kunna að meta umhverfi sitt og þar af leiðandi vilja deila því," segir Frosti að lokum. „Þetta byrjaoi sem svona mafiuverketni," segir Frosti Runólfsson um heimíldarmyndina sem hann er að vinna að um rokksveitina Mínus. „Við erum allir vinir og ég var alltaf með kameru á mér og tók upp flest sem þeir gerðu. Þegar vinsældir Mínus jukust ákváðum við að nýta þetta efni og byrja að gera mynd. Við tókum allt gamla efnið og byrjuðum að taka markvisst upp nýtt efni. Blessunarlega hófst síðan samstarf með Halla Sig. vini mínum sem kenndi mér allt það tæknilega og höfum við unnið saman síðan." Auknar vinsældir Mínus á alþjóðavettvangi hafa vart farið fram hjá neinum en þeim hefur verið mikið hampað upp á síðkastið af erlendu pressunni og er myndin búin að vinda upp á sig í samræmi við það. Saga Mínus frá upphafi Ólíkt mörgum öðrum heimildarmyndum er þessi algjörlega no-budget mynd. „Við erum búnir að gera þetta að kostnaðarlausu í mjög langan tíma svo það gefur myndinni skemmtilega hráan blæ. Myndefnið nær alveg frá byrjun Mínus árið 1998 til dagsins í dag. Öll sagan er rakin, fylgst með túrunum og tónleikunum, því súra og því sæta og út kemur þessi frábæra mynd sem ég er mjög ánægður með. Þetta eru auðvitað svo skemmtilegir karakterar að myndín gerir sig nær sjálf, mjög ólíkir gaurar, vel lesnir og hæfilega ruglaðir," segir Frosti. En hvar verður hægt að sjá myndina? Við erum að fara að koma henni frá okkur á næstu 2-3 mánuðum og hugmyndin er að sýna hana fyrst í bíó, en ef ekki þar þá sýnum við hana sjálfir einhvers staðar. Urban rokk og ról í bíó. Bjór og reykmettaður dimmur salur. Við gefum hana svo út á DVD þar sem verður miklu meira efni. Tonn af því." Shawn 3000 og hommaleikhús Frosti situr ekki auðum höndum því hann er búinn að taka upp mynd um útvarpsmanninn Freysa, sem ber heitið Shawn 3000. Myndin fjallar aðallega um samband Freysa og fastagesti þáttarins, þó aðallega Stjána stuð. „Síðan erum við Halli að fara að vinna að mynd um Hommaleikhúsið Hégóma á morgun takk fyrir. Tökur hefjast á Vetrarfagnaði hópsins. Við erum allir gengnir í kommúnu niðri í Slipp þar sem

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.