Orðlaus


Orðlaus - 28.08.2004, Síða 16

Orðlaus - 28.08.2004, Síða 16
Frægasti íslendingurinn HVAR: Ægisíða 94 HVAÐ: Heimili stjörnu og stolts íslendinga, hennar Bjarkar Guðmundsdóttur. Þetta er frægasti íslendingurinn og ef þú ert erlendis ber nafn hennar iðulega á góma þegar maður segist vera íslendingur. Ferðamönnum gæti þótt þetta vera stórmerkilegur staður. Foo Fighters og Nil fisk HVAR: Stokkseyri HVAÐ: Þarna er að finna æfingahúsnæði hljómsveitarinnar Nil fisk en þeir urðu frægir eftir að Dave Grohl og félagar hans úr hljómsveitinni Foo Fighters löbbuðu inn á hljómsveitaræfingu hjá þeim og fengu þá til að spila með sér f Laugardalshöllinni. í kjölfar þess komust þeir á DVD disk sem Foo Fighters gáfu út. Uppáhaldsstaður Damons Albarns HVAR: Kaffibarinn HVAÐ: Þetta er besti vinur Islands. í rauninni eini alvöru vinur íslands því hann kemur hingað reglulega. Hann keypti sig inn í Kaffibarinn og sést því reglulega þar þegar hann kemur á klakann. • • Texti: Hrefna Björk ISLANDS í útlöndum er algengt að ferðamenn kaupi sér svokallað stjörnukort en það er kort með leiðbeiningum að heimilum stórstjarna. Sem betur fer er okkur alveg sama hvar hver býr en er þetta ekki eitthvað sem við fslendingar gætum farið að gera? Jú, við eigum nokkra staði sem væru tilvaldir í svona ferðir. Það væri eflaust hægt að plokka peninga út úr túristunum sem koma hingað með því að fara með þá á eftirfarandi staði. Kvíin hans Keikó HVAR: Vestmannaeyjar HVAÐ: Fyrrum heimili stórstjörnunnar Keikó, sem nú stendur autt. Hvernig væri að veiða nýjan fisk og hafa skipulagðar skoðunarferðir í stað þess að láta kví sem kostaði margar milljónir standa auða. Við verðum að halda sýningunni gangandi. Fá innblástur í Mosó HVAR: Mosfellsbær, Álafoss HVAÐ: Stúdíó Sigur Rósar. Hvaðan ætli strákarnir í Sigur Rós fái innblástur fyrir þessa fallegu tónlist? I Mosfellsbænum auðvitað. Paradís rétt fyrir utan borgarmörkin sem ætti að geta dregið að sér ferðamenn. Gljúfrasteinn HVAR: í Laxnesi HVAÐ: Húsið hans Halldórs Laxness. Nóbelsskáldið okkar hefur lika notið sín vel í Mosfellssveitinni þvi þar ritaði stórskáldið okkar bestu bækur. Hestaleigan Laxness er þarna í næsta húsi og því væri hægt að slá þessu saman í einn pakka, hestbak og skoðunarferð í Gljúfrastein. James Bond HVAR: Jökulsárlón HVAÐ: Hér var stór partur úr James Bond myndinni „Die Another Day" tekinn upp. Halle Berry og Pierce Brosnan mættu þó aldrei á klakann í tökur en það þarf enginn að komast að því. Einn fallegasti staður landsins og tilvalinn í stjörnukortið. (Mynd Thorsten Henn) Á Zeppelin slóðum HVAR: Hótel Saga HVAÐ: „We come from the land of the ice and snow ...." Ætli þetta hafi verið ort um Island ? Hver veit, en kapparnir í Led Zeppelin eyddu tíma sínum hér á landi í Reykjavík á Hótel Sögu og á skemmtistaðnum Glaumbæ. Hótel Saga gæti því verið tilvalinn staður til að sýna ferðamönnum þar sem Glaumbær brann fyrir löngu síðan. Norðurá HVAR: Norðurá í Borgarfirði HVAÐ: Uppáhalds veiðiáin hans Eric Clapton. Hann kemur hingað ár eftir ár til að renna fyrir fisk í einni af dýrustu ám landsins en dagurinn þar kostar allt upp í 50.000 kr. Norðurá er oft kölluð fegursta á landsins og væri því tilvalinn ferðamannastaður.

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.