Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 52

Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 52
Ég vissi ekki alveg við hverju var að búast á Kúbu þegar ég var á leiðinni þangað en eins og flestir þá varð mér hugsað til Fidel Castro og kommúnismans. Míg hafði alltaf langað að koma þangað og sjá landið með eigin augum og helst vildi ég ná þangað áður en Castro léti af völdum og fá söguna beint í æð. Það gerðist, þú finnur lyktina af Castro þegar þú labbar um götur Havana og það er alveg einstakt að spjalla við fólkið sem býr þar um daginn og veginn og hvernig augum það horfir á lífið. En Kúba er meira en Castro og fátækt, þar er yndislegt fólk, fallegt landslag, Mohitoar á færiböndum og ekta kúbverskir vindlar. Höfuðborg: Havana íbúafjöldi: 11 milljónir Ríkisstjórn: Kommúnistaríki Gjaldmiðill: Ef þú ert túristi þá verðurðu að vera með dollara. Eina fólkið i rauninni sem getur notað pesóana eru innfæddir. Trúarbrögð: 85% eru kaþólikkar Tungumál: Spænska Aðrir klæda sig upp í furduleg föt og stinga upp í sig vindli til aö líta út eins og ekta Kúbubúi og þú færd ekki að taka mynd nema borga, og eins og allt kostar af innfæddum þá er það one dollar” Veðurfar: Hitabeltisloftslag, en miklir vindar eru á svæðinu og því mikið um óveður, þrumur og eldingar á kvöldin og þá sérstaklega á regntímabilinu sem er frá maí fram í október. Fólkið: Það eru allir mjög afturhaldssamir á Kúbu og það er eins og Castro sé að anda í hálsmálið á þér við hvert skref. Fólk er rosalega stíft í samskiptum við ferðamenn sem lýsir sér þannig að ef eitthvað er á einn hátt þá er ekki hægt að breyta því. Það býr náttúrulega við þær aðstæður að það er eins og það sé alltaf skuggi á eftir því, ríkið! Fólkið er þó rosalega afslappað og hamingjusamt og þú finnur mestfyrir því þegar þú ert komin út af hótelgarðinum og inn í bæina. Þar situr fólk í rólegheitunum og spjallar saman og vill allt fyrir þig gera. Þú finnur ekki fyrir lífsgæðakapphlaupinu sem hrjáir okkur Vesturlandabúa sem er mjög þægileg tilbreyting. Menningin: Fólkið virðist vera mjög hamingjusamt á Kúbu en þó eru margir sem halda enn í ameríska drauminn, það er fyrirheitna landið þar sem draumarnir rætast... Þegar þú spjallar við fólkið um ástandið í landinu svarar það flest að börnin þeirra fái ókeypis skólagöngu og heilsugæslan sé frí þannig að það er sátt. Það vill helst ekki breytingar því þetta er það eina sem það þekkir og flestir búast við að þó svo að Castro víki þá haldist ástandið óbreytt. Menntun: Það fá allir menntun á Kúbu en hún er þó ekki á þeim mælikvarða sem við þekkjum og því mjög gagnslaus nema á Kúbu eða kannski í Suður- Ameríku. Þetta á við um flest þau lönd sem búa við bág skilyrði. Það sem kom mér þó mest á óvart var hversu mikiðvaraf vel menntuðum tónlistarmönnum og hvert sem þú ferð eru innfæddir að spila fyrir þig tónlist. Þú þarft ekki að fara á sinfóníutónleika til að heyra í vel menntuðum fiðluleikara heldur er hann staddur í morgunmatnum hjá þér að spila fyrir gesti og gangandi. Samgöngur: Nær allir bílarnir eru í eigu ríkisins og bílunum er skipt niður. Númeraplöturnar eru þá merktar með lit, einn litur fyrir atvinnurekstur, annar fyrir einkabíla og svo enn annar fyrir þá bíla sem eru í eigu ríksins og leigðir út til almennings af ríkinu. Þeir bílar sem eru leigðir út af ríkinu eru skyldugir til að taka upp puttalinga og það eru verðir á víð og dreif um Kúbu sem passa að þessu sé framfylgt. Að ferðast sem puttalingur er því mjög venjulegur ferðamáti á Kúbu og hvort sem þú ert jakkafataklæddur eða með svuntu þá ertu á puttanum... One dollar: Fátæktin er rosaleg á Kúbu og ferðabransinn er í rauninni eina gjaldeyristekjulindin í landinu. Það búa 11 milljónir á Kúbu og ferðamannastraumurinn á ári hverju er ein og hálf til tvær milljónir. Innfæddir hafa þvi tamið sér að betla af ferðamönnum, þó að það sé ólöglegt, og reyna því að láta lítið á því bera. Þeir hafa tileinkað sér margar aðferðir við betlið sem er í raun aðdáunarvert og þægilegt og gæti þess vegna kallast þjónusta frekar en betl. Krakkarnir eru þá kannski staddir við hóp af rútum og eru búnir að skrifa niður öll bílnúmerin á rútunum og bjóðast til að fylgja þér að þinni rútu, þetta kostar þig svo einn dollara. Aðrir klæða sig upp í furðuleg föt og stinga upp í sig vindli til að líta út eins og ekta Kúbubúi og þú færð ekki að taka mynd nema borga, og eins og allt kostar af innfæddum þá er það „one dollar". Þú heyrir í rauninni ekkert nema „one dollar" allan tímann sem þú ert staddur í Havana. Samskipti: Ef þú ferð til Kúbu ekki halda að þú verðir í sambandi við ísland á hverjum degi. Ohhh nei! Ef það kemur vont veður þá dettur sjónvarpið út, síminn og nettengingin. Þau eru komin mjög stutt í þróun vegna þess að það er allt ríkisrekið á eyjunni og það er.hægara sagt en gert að stofna samskiptafyrirtæki. Ekki heldur búast við að geta bara stokkið í bankann til að ná þér í pening því oftar en ekki sagði afgreiðsludaman að bankinn á íslandi væri bara eitthvað bilaður... Taktu með þér dollara, gjaldmiðillinn sem þú færð í hraðbanka er algerlega verðlaus fyrir túrista og jafnvel innfædda. Þeir bílar sem eru leigðir út af ríkinu eru skyldugir til að taka upp puttalinga og þaö eru verðir á víð og dreif um Kúbu sem passa að þessu sé framfylgt „Hvíta húsiö": Það sem mér þótti einna furðulegast var þinghúsið. Það er alveg sama teikning og af Hvíta húsinu, nema byggingin er aðeins minni. Að lifa af: Kúba er mjög fátækt land og Bandaríkjamenn eru með viðskiptabann á Kúbu og það er nálægasta landið sem gæti flutt inn til þeirra vörur. Það er því allt af skornum skammti, þú færð til dæmis ekkert endilega hárnæringu út í búð og stundum er til rosalega mikið af einni vöru og henni skellt upp í heilan rekka sem myndi taka eina hillu í Hagkaup, eins og lítill kústur og sópur, þá fannst kannski gámur frá Póllandi og honum skellt upp eins og munaðarvöru. Samt eru Kúbverjar ekki að rækta neitt af viti og í rauninni er þeirra eina útflutningsvara vindlar sem þeir sem betur fer selja á uppsprengdu verði. Þeir vinna olíu sjálfir en hún er svo sölt að þeir verða að fá olíu annars staðar frá til að blanda við sína eigin, þeir eru því algerlega háðir því að einhver vilji selja þeim olíu. Þeir hafa þó enga samninga um olíukaup og því ræðst það bara hverju sinni hver selur þeim, sem er ekki gott fyrir efnahagsstöðugleikann í landinu. Tips: Ef þú ert á leiðinni til Kúbu taktu þá með þér eins dollara seðla og mikið af pennum, sjampói og hárnæringu. Þetta er það sem fólkið biður þig um og skriffæri er jafnvel verðmætari en peningar í þeirra augum. Erna María Þrastardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.