Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 46

Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 46
f þessari grein er hvorugri hugmyndafræðinni beitt, þó reyndar sé full ástæða til þess að taka báðar alvarlega og skoða nánar. Nei, hér er aðeins ætlunin að skoða nokkrar öflugar rokkstelpur og segja af þeim sögur, ekki síst vegna þess að rétt eins og með kvennaíþróttir fá þær oft minni umfjöllun en limafleiri meðbræður sínir. Og svo eru nokkrar helvíti töff sem þarf barasta að minna aðeins á. Ef ekki bara til þess að við hér á fslandi fáum kannski að sjá og hlýða á fleiri stelpurokkbönd í vetur. Það er nærri komið nóg af lufsulegum rokkstrákum í íslensku tónlistarlífi.1 í upphafi var engin (eftir því sem sagt er...) Ef litið er yfir sögu rokksins virðist þar furðu fátt um kvenpersónur sem hafa stimplað sig inn jafn rækilega og margir karlkyns jafningjar þeirra. Framan af er um sérlega rysjóttan garð að gresja; Elvis átti til að mynda engar kvenkyns hliðstæður. Já nema kannski Tinu Turner, fyrst í hljómsveit Ikes Turner og síðar á eigin spýtur. Það er áhugavert að Elvis er gjarnan nefndur konungur rokksins en hún „amma" þess. (Um Tinu má nánar fræðast í hinni ágætu kvikmynd „What's Love Got to do With lt?", þar sem saga hennar og Ikes er sögð. Hann lamdi hana eins og harðfisk, þangað til hún fór. Ekki þarf að spyrja hvort þeirra hefur notið meiri hylli síðan). Stuttur ferill Joplin hlaut sorgleg endalok en ómæld áhrif hennar má hins vegar greina enn í dag líkt og annarra frumkvöðla Kvenmenn áttu nokkurn þátt í „folk"-hreyfingu sjötta og sjöunda áratugar, en það er ekki fyrr en hipparnir láta á sér kræla með tilheyrandi viðhorfsbreytingum að þær fara að spila stærra hlutverk, ekki mikið stærra þó. Ber þar hæst hina ódauðlegu (en furðu dauðu) Janis Joplin - einnig var Grace Slick (úr Jefferson Airplane/ Starship) nokkuð áberandi og hún lagði reyndar til efnið í aðalsmellina þeirra. Stuttur ferill Joplin hlaut sorgleg endalok en ómæld áhrif hennar má hins vegar greina enn í dag líkt og annarra frumkvöðla. Nico Einn slíkur frumkvöðull sem vert er að minnast á er Nico. Flestir kannast væntanlega við hana af plötunni „Andy Warhol" sem eignuð er Velvet Underground & Nico (umslag hennar prýðir stuttermaboli ófárra ungæðinga um þessar mundir). Nico hóf feril sinn sem módel og leikkona. Árið 1965 gaf út sína fyrstu smáskífu að áeggjan þáverandi umboðsmanns Rolling Stones. Sú vakti litla athygli, þrátt fyrir að þeir Brian Jones og Jimmy Page léku undir á gítara. Það var svo tveimur árum síðar að Nico kom fram á áðurnefndri plötu Velvet Underground. Vakti frammistaða hennar þar nokkra athygli og lagði grunninn að ferli hennar sem söngkonu (Nico var aldrei eiginlegur meðlimur VU; hún sagði skilið við sveitina sama ár og platan kom út). Eftir hana liggja nokkrar meðalgóðar sólóplötur og ein eða tvær frábærar. Ber þar helst að nefna frumraunina „Desert Shore" (1967) og „The End" (1974). Umdeilt er þó hvort hún náði nokkurn tímann sömu hæðum og á VU plötunni, t.d. í laginu All tomorrow's parties. Allþekkt eru samskipti hennar við ýmsa rokkara sjöunda áratugar (hún gefur Marianne Faithfull ekkert eftir, hvorki „attitjúds" né tónlistarlega. Ekki Mick Jagger heldur, til þess að gera); Hún átti meðal annars í ástarsamböndum við áðurnefndan Brian Jones, Iggy Pop, John Cale, Jim Morrison (sem var að hennar sögn „andlegur bróðir" hennar - af samskiptum þeirra eru nokkrar góðar sögur), Jackson Browne og Lou Reed. Nico barðist lengi við fíkniefnadjöfulinn alræmda og ferill hennar ber þess greinileg merki. Undir það síðasta er sagt að hún hafi ferðast milli tónleika með poka af heróíni og sprautur í farteskinu. Hún lést í hjólreiðaslysi á Ibiza árið 1988, 49 ára að aldri. Kynþoklci Patti var í stadinn sjálfhverfari og agressífari en almennt var samþykkt meðal samtímakvennahennar-húnsteig á svið sem heilsteypt kynvera, en ekki auðmjúkur kynlífsþræll Patti Smith Með góðum vilja mætti segja að útgáfu deibjúskífu hinnar geysi áhrifamiklu Patti Smith, „Horses" marki ákveðin skil varðandi stöðu kvenna og sess í rokktónlist. Hvort þetta stafar af völdum persónu hennar, framkomu og viðhorfa til rokks og lífs eða pönkrokks/DIY senunnar sem Patti tilheyrði og var frumkvöðull innan er ekki auðgreinanlegt. í það minnsta margfaldaðist fjöldi álitlegra rokkkvenna árin eftir að hún lét á sér kræla (og hún er ædól þeirra flestra) - enn í dag má finna sterkar skírskotanir til hennar hjá mörgum rokkurum beggja kynja. Sjáið bara PJ Harvey og ræot stlprrrnar (e. Riot Grrls) svokölluðu. Nálgun Patti til rokksins var enda ólík því sem áður hafði þekkst hjá flestum tónlistarkonum. Hún reiddi sig ekki á undirgefinn kynþokka (a la Britney, til dæmis) í listsköpun sinni og spilamennsku, auk þess sem kyn hennar kom lítið við sögu. Kynþokki Patti var í staðinn sjálfhverfari og agressífari en almennt var samþykkt meðal samtímakvenna hennar - hún steig á svið sem heilsteypt kynvera, en ekki auðmjúkur kynlífsþræll. Fræg eru ummæli hennar um að fyrstu fullnæginguna hafi hún fengið við að horfa á Rolling Stones koma fram í þætti Eds Sullivan. Patti var fyrst og fremst listamaður og kom fram sem slíkur - hörð, beinskeitt og gróf í söng, textagerð og viðhorfi - töffari. Það var á þeim tíma eitthvað alveg nýtt. „Stelpur bara voru ekki svona". Það er ekki ætlunin að draga Patti Smith (né aðra tónlistarmenn sem fjallað er um i þessari grein) í dilk sem „kvenkyns rokkara". Fyrstu plötur hennar eru merkilegar sama hvernig á það er litið. Á þeim sameinar hún Ijóðlist og tónlist með góðum árangri og oft óvæntri útkomu, enda hefur hún alltaf verið óhrædd við hvers kyns tilraunamennsku. Áðurnefnd „Horses" (1975) er hennar meistarastykki, en plöturnar „Radio Free Ethiopia" (1976) og „Easter" (1978) (sú inniheldur smell hennar og Bruce Springsteen, „Because the Night", sem 10.000 Maniacs slógu í gegn með árið 1993). Hún dró sig í hlé um skeið á níunda áratugnum en hefur síðustu ár komið nokkuð reglulega fram og fremur músík. Áhugafólk um ögrandi og skapandi tónlist gæti gert margt verra en að leita í sarp hennar. Báðar leika þær á bassa í sveitum sem hljóta að teljast með þeim áhrifamestu sem pönlc og nýbylgja hafa alið af sér, Sonic Youth og Pixies, nánar tiltekió Níundi og tíundi áratugur 20. aldar Þegar níundi áratugurinn gekk í garð var kvenfólk sem rokkaði á eigin skilmálum orðið algengari sjón í meginstraumstónlist. Skilin milli rokktónlistar og annarrar hafa hins vegar alltaf verið óskýr og því ekki augljóst við fyrstu sýn hverjar þeirra sem voru hvað mest áberandi síðustu 25 árin eiga heima í upptalningu yfir „rokkstelpur". Madonna, hefur til dæmis frá upphafi verið mjög beinskeytt og hörð í sinni ímyndarsköpun, textagerð og framkomu (eiginlega öllu nema tónlistinni) - allt eiginleikar sem sannar rokkstelpur verða að búa yfir. Samt myndi (líklega) enginn ganga svo langt að kenna hana við rokktónlist. Sama gildir raunar um sólóferii Bjarkar Guðmundsdóttur. Er nauðsynlegt að gítarar spili stórt hlutverk í tónlist til að fremjendur hennar geti talist rokkarar? Fyrir mitt leyti er svarið nei, enda eru áðurnefndar hörkugellur að mínum dómi langtum sterkari fyrirmyndir og 18falt meiri rokkarar heldur en fólk á borð við Amy Lee (Evanescense), sem sannanlega er söngkona í gítarhljómsveit. „Rokk"ættifrekaraðskiljasemákveðið viðhorf en gefinn hljóm og á níunda áratugnum mátti finna það í blöðrupoppi jafnt sem klassískri tónlist og spíttmetali. Formið leyfir okkur hins vegar ekki að minnast á nema örfáar þeirra sem eiga inni ítarlega umfjöllun og því verður að sinni haldið við þrengri skilgreininguna á rokkstelpum. Kim & Kim Eins og tvö fjöll tróna þær Kim Gordon og Deal yfir hinseginrokkshreyfingu níunda áratugarins og því sem fylgdi. Báðar leika þær á bassa í sveitum sem hljóta að teljast með þeim áhrifamestu sem pönk og nýbylgja hafa alið af sér (Sonic Youth og Pixies, nánar tiltekið), hvort sem litið er til plötukaupenda, gagnrýnenda eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.