Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Side 3

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Side 3
SVEITARSTJÓRNARMÁL tímarit um málefni íslenzkra sveitarfélaga UTGEFANDI: SAMBAND ISLENZKRA SVEITARFELAGA RlTSTJÓRI OG ÁBYRGDARMADUR: EIRIKUR PALSSON Ritnefnd: Jónas Guðmundsson, Ólafur D. Björnsson, Björn Guð- mundsson og Karl Kristjánsson. Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavík. 9. ÁRGANGUR 2. H E F T I RAGNAR GUÐLEIFSSON, oddviti: Keflavíkurkaupstaður. í byggðasögu Keflavíkur eru um þetta leyti merk tímamót. Á síðastliðnu ári voru 40 ár liðin siðan Keflavík varð sérstakt hreppsfélag, og 22. marz 1949 staðfesti for- seti íslands lög, er Alþingi hafði samþykkt um bæjarstjóm og kaupstaðarréttindi fyrir Keflavík, sem gengu í gildi 1. apríl s.l. Með bréfi stjómarráðsins 15. júní 1908 varð sú breyting á takmörkum Rosmhvala- neshrepps og Njarðvíkurhrepps,að kauptúnið Keflavík var greint frá Rosmhvalaneshreppi og varð sérstakt hreppsfélag ásamt Njarðvík- urhreppi og hét þá Keflavíkurhreppur. Rosmhvalaneshreppur heitir eftir það Gerða- hreppur. Það hefði verið ástæða til þess á þessum tímamótum að skrifa sögu Keflavíkur. Sú saga, þó ekki væri löng, mundi hafa að geyma mynd af íslenzku sjávarþorpi undir valdi erlendra selstöðukaupmanna; hún mundi einnig sýna, hvemig vald kaupmann- anna er brotið á bak aftur og hvemig þá fyrst skapast möguleikar til framkvæmda og vaxtar byggðarlagsins. Þoisteinn Þoisteins- son, fyisti oddviti Keflavíkuihiepps. Hér verður aðeins í stórum dráttum lýst nokkrum myndum frá Keflavík fyrr og nú. Hinn 13. júlí 1908 hélt fyrsta Kpsnefndin. hreppsnefndin í Keflavíkur- hreppi fyrsta fund sinn. — Fundurinn var haldinn í bamaskólahúsi hreppsins, sem þá var, en sem er nú íbúðar- húsið Íshússtígur 3. Hin fyrsta hreppsnefnd var þannig skipuð:

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.