Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 4
2 SVEITARST J ÓRN AR M ÁL Þorsteinn Þorsteinsson, kaupm., Keflavík. Þorgrímur Þórðarson, héraðsl., Keflavík. Högni Ketilsson, fiskimatsm., Keflavík. Jónas í. Jónasson, bóndi, Ytri-Njarðvík. Jón Jónsson, smiður, Keflavík. Verkefni hinnar nýkjörnu hrepps- Fyrst“ . nefndar rgo8 voru að verkefnm. 7 mörg, en það verkerni, sem þá var mest aðkallandi og þegar var hafizt handa um, var bygging nýs barnaskóla, og var þeg- ar á öðrurn fundi rætt um að hefja bygg- inguna á næsta ári. Barnaskólabvggingu þessari var lokið 1911 og hefur hún verið skólahús Keflavíkurlirepps síðan. Skólahús þetta er ein hæð á grunni, með risi. Á hæð- inni eru tvær rúmgóðar kennslustofur og gangur. A rishæðinni eru einnig tvær kennslustofur og auk þess áhalda-og geymslu- herbergi. — Hús þetta er bvggt úr stein- steypu og hefur til skamms tírna verið eitt af reisulegustu húsum kaupstaðarins. Á sín- um tíma hefur það þótt stórt hús og vandað og byggt fyrir framtíðina. Annað verkefni hreppsnefndarinnar voru vegabætur og var þá þegar hafizt handa um að ryðja veginn frá Keflavík inn að Bolafæti, einnig var þá bvrjað að leggja Hafnargöt- una, sem nú er. Keflavíkurhöfn liggur á móti norð- austri og skerst inn á milli Ýlu- nípu að vestan og Vatnsness að austan. Höfnin er óvarin fyrir veðrum af norðri og austri til suðausturs. Dýpi er nóg og talið of mikið, til þess að hægt sé að gera hafnar- garða með sæmilegum árangri, livað hafnar- svæði snertir. í höfninni eru nú tvær bn’ggj- ur, Miðbryggjan og Grófarbryggjan. Áður voru auk þeirra Duss-bryggja og Edinborgar- bryggja, sem nú eru báðar eyðilagðar. Ein ummæli hef ég hevrt um Keflavíkur- höfn, sem eru sennilega eina þjóðsagan, sem til er um Keflavík sérstaklega. í Helguvík, er skerst inn í Hólmsberg austan við Stakksnípu, bjó einhverju sinni kona er Helga hét, bjó hún þar með sonum sínum tveimur. Einhverju sinni sem oftar reru þeir til fiskjar frá Helguvík. Gerði þá aftaka veður af norðri eða norðaustri, svo tvísýnt þótti að bræðurnir næðu landi. Er þá sagt, að Helga hafi mælt svo um, að þar, sem bræðurnir næðu landi, skyldi aldrei far- ast skip, er næði opinni vík. Bræðurnir náðu síðan landi í Keflavík eftir erfiða sjóferð. Innan við Vatnsnes er nú aðalhöfn Kefla- víkur. Þar er hafskipabryggja, er Óskar Hall- dórsson útgerðarmaður lét byggja 1932. Inn- an við bryggjuna er hafnargarður, er Óskar hóf einnig bvggingu á, en síðan hefur verið lengdur, svo að nú er þar nokkurt afdrep fyrir vélbátana. Mannvirki þessi eru nú í eigu Landshafnar Keflavíkur og Njarð\íkur og hluti af fvrirhugaðri „Landshöfn". Keflavík er, eins og flest fiski- hættir*1" ÞorP ® íslandi, fyrst og fremst byggð upp af sjómönnum, sem með harðfengi og dugnaði hafa sótt auðæfin í greipar Ægis. í fyrstu var sjórinn sóttur á opnum róðrarbátum, seinna komu svo vél- bátarnir til sögunnar. 1908 eignuðust Kefl- víkingar sinn fyrsta vélbát, hann hét Júlíus og var 7—8 smálestir að stærð. Kostaði hann um kr. 4.500,00 og var eigandi hans hluta- félagið Vísir. Júlíus var fyrst gerður út á fiskveiðar vetrarvertíðina 1910. Síðan hafa Keflvíkingar eignazt marga vél- háta og eiga nú um 20 af ýmsum stærðum. Þeir stærstu eru um 80 smálestir. Einnig eiga Keflvíkingar einn togara. Á meðan sjór var sóttur á opnum róðrar- bátum, hófst vetrarvertíðin um Kyndilmessu (2. febr.). Var þá stundum, er sækja varð sjó suður í Miðsjó, að „legið var við“, sem kall-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.