Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 24
22 SVEITARSTJ ÓRNARMÁL Frv. þetta var hið merkilegasta, og var það samþykkt af Alþingi með nokkrum breyt- ingum og birt sem lög nr. 44 frá 1946. Lög þessi eru í IV. köflum. Fjallar hinn fyrsti um verkamannabústaði. Ilinir eru um byggingarsamvinnufélög, um íbúðabvgging- ar sveitarfélaga og um innflutning og skipt- ingu byggingarefnis o. fl. Helztu breytingamar, sem Breytingar lög þessi gerðu á gildandi varðandi lögin um i verkamannabústaði. ‘ikVcEOUlll UlTl \ Crk3I113nn3- bústaði, voru þessar: Ákveðið var, að réttinda laganna yrðu að- njótandi, auk verkamanna, allir þeir ibúar í kaupstöðum og kauptúnum, sem ekki hafa haft yfir 7000 króna árstekjur miðað við meðaltal þriggja síðustu ára, að viðbættum 1000 krónum fyrir ln'ern ómaga, né vfir 10 000 króna eignir. Upphæðir þessar hækka í samræmi ráð meðalvísitölu næsta árs á undan. Tillag sveitarsjóðs og ríkissjóðs er hækkað úr tveirn krónum á íbúa í fjórar krónur á íbúa. Auk þess er sveitarstjórnunum heimil- að hækka gjaldið upp í allt að sex krónum á íbúa, og er þá ríkissjóði gert að leggja jafnmikið fram á móti. Greiða skal verðupp- bót á upphæðir þessar. Heimilt er stjóm byggingarfélags að stofna innlánsdeild í sambandi við byggingarsjóð, sem tekur við innlánum frá mönnum á fé- lagssvæðinu, sem vilja tryggja sér húsnæði hjá félaginu. Ráðherra setur reglugerð um starfsemi innlánsdeilda þessara að fengnum tillögum stjórnar byggingarsjóðs. Gætu slíkar deiklir greitt fyrir framkvæmdum bvgginga. Þá er og ráð fyrir því gert, að lánstími geti verið misjafn, allt frá 42 árum í 75 ár. Láns- upphæð geti einnig verið mismunandi eða allt að 90% af byggingarkostnaði til þess að létta á einstakhngum um frumgreiðslur. En vextir í öllum lánaflokkum skulu vera 2%. Stjóm byggingarsjóðs ákveður að fengnum tillögum sveitarstjómar og stjómar bygging- arfélags, hvers konar lánskjör eru veitt hverju sinni. Heimilt er lántakendum að greiða bygg- ingarlán að fullu, hvenær sem þeir óska þess. Stærð íbúðar má vera frá einu herbergi upp í fjögur, auk eldhúss. Gera skal sérstakan kaupsamning um hverja íbúð við þann, er íbúð fær, og eru þeir samningar undanþegnir stimpilgjaldi. Ekkja látins félagsmanns, börn hans og tengdabörn, hafa forkaupsrétt að íbúðinni, enda gerizt þau þá löglegir félagsmenn. Leiga fvrir lóðir sé metin reglulega á tíu ára fresti. í því skyni að koma í veg fyrir óþarfar vaxtagreiðslur, er stjórn byggingarsjóðs veitt heimild til að lána einni deild fé annarrar deildar, meðan það er ekki notað. =* Lögin frá 1946 eru til þess fallin að greiða stórlega úr húsnæðisvandamálum þjóðarinn- ar, ef fvrir hendi er nægilegt lánsfé og inn- flutningur byggingarefnis er verulegur. Þar er og lögfest sú meginregla, í III. kafla þeirra, að í kaupstöðum og kauptún- um sé sveitarstjórnum beinlínis skvlt að útrýma óhollum og heilsuspillandi íbúðum. Til þessa hafði verið um það deilt, hverjum raunverulega bæri að gera slíkt, en með lög- gjöf þessari var því slegið föstu, að það sé skylda sveitarstjórnanna að annast fram- kvæmd til úrlausnar um þau efni með að- stoð ríkissjóðs. Sveitarstjórnirnar skulu í slík- um tilfellum leggja til lóðir og 10% af bygg- ingarkostnaði sem vaxtalaus lán, en ríkið önnur 10% með sömu kjörum, en auk þess ber því að leggja fram 80% af byggingar- kostnaði að láni til 50 ára með 3%ársvöxtum. Vegna brevtts fjármálaástands hefur þessi III. kafli laganna lítt komið til framkvæmda. Með lögum nr. 50 frá 1948 var og ákveðið.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.