Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Síða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Síða 33
SVEITARST J ÓRNARMÁL 31 úr meðaltalsframfærslu sveitarfélagsins, held- ur skyldi nú draga 10% frá meðaltalinu alls staðar annars staðar en í Reykjavík, og skyldu sveitarfélögin fá endurgreidda % hluta þess framfærslukostnaðar, sem þá var umfram. Akvæði þetta var réttlætt með því 1935, að -svo „gífurlegur munur“ væri á „skattskyld- um tekjurn og skuldlausum eignum í Reykja- vík annars vegar og öllurn sveitarfélögum á landinu hins vegar“ (Alþt. A. 1935, bls. 734), að ekki væri rétt að hafa Reykjavík í sarna flokki og hina kaupstaðina og kauptúnin. 3) í árslokin 1939 fór enn fram endur- skoðun á framfærslulögunum, og var þá af- numið það ákvæði, að Reykjavík skvldi vera sér í flokki, og var hún þá flutt í flokk með öðrum kaupstöðum og stærri kauptúnum. Þetta 10% ákvæði hefði átt að afnema þá, en það var ekki gert, og segir svo um það í athugasemdum við frumvarpið: „Rétt þykir að láta 10% frádráttarákvæðið lialda sér í lögunum, vegna þess að með því móti verður meira af fé jöfnunarsjóðs varið eftir reglu 72. gr. en annars yrði, og verður að telja, að það sé réttmætt." Með „reglu 72. gr.“ mun átt við skiptingu samkv. VIII. kafla framfærslulaganna, því að um það gat verið að ræða að skipta því, sem afgangs kynni að verða af fé þessu, eftir annarri reglu. En nú hefur aldrei orðið neinn teljandi afgangur og féð sjaldnast hrokkið til fullrar jöfnunar, og hefur þá ríkissjóður orð- ið að greiða til viðbótar. 4) Síðan þetta var ákveðið hefur grund- völlurinn undir framfærslunni breytzt stór- lega. Með tilkomu trygginganna og breyting- unni á lögum um afstöðu foreldra til óskil- getinnna barna hefur ríkissjóður tekið á sig mikil útgjöld, er áður hvíldu að mestu á sveitarsjóðunum eða hefðu fallið á þá, og er því rangt, að ríkissjóður borgi meira en það, sem fram yfir er meðaltalsbyrði hjá sveitar- félögum, en það gerir hann meðan reglan er í lögum. Regla þessi hefur verið ranglát síðan Reykjavík var tekin í flokk annarra kaupstaða og kauptúna. Þegar framfærslulögin enn voru endur- skoðuð 1946—47, var þetta ákvæði því miður látið standa áfram í lögunum, þótt þá væri augljóst orðið, að það er ranglátt. Rétt þykir því nú að afnema þetta ákvæði og að fátækrajöfnunin sé hér eftir miðuð við meðaltalsframfærsluna eins og hún er, án nokkurs frádráttar, og að hvert sveitarfélag fái endurgreidda 24 lúuta þeirrar framfærslu- bvrði, sem það hefur umfram meðaltalsfram- færslu í sínum jöfnunarflokki.“ 4. Lög um eyðinsu refa op minnka. (Nr. 56/1949.) Frv. var flutt af landbúnaðarnefnd Nd., en í samráði við landbúnaðarráðherra. — Nefndinni þótti rétt að færa í eina heild lagaákvæðin til varnar þeirri plágu, sem villt- ir minkar og refir hafa revnzt, og í því skyni að trvggja landsnytjar og búpening betur en verið hefur gegn þessari plágu. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög um refa- veiðar nr. 108 frá 1933. Lögin ákveða að sýslumenn hafi hver í sínu umdæmi umsjón með framkvæmd lag- anna undir vfirstjóm landbúnaðanáðherra. Sýslunefndum er skylt að sjá um, að hreppsnefndir annist eyðingu refa og villi- minka. Heimilt er sýslunefnd að ráða í sam- ráði við hreppsnefndir refaeyðingarstjóra til að stjóma refa- og minkaveiðinni í allri sýsl- unni eða nokkrum hluta hennar. Þá eru og fyrinnæli um skyldur hrepps- nefnda um að annast grenja- og minkaleitir á hverju vori og að eitra fvrir refi og minka þriðja hvert ár í afréttum og heimalöndum, þeim ber og að halda skrá um öll þekkt greni og minkabæli. Sýslunefndir og bæjarstjórnir geta bannað

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.