Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 13
SVEITARSTJÓRNARMAL 11 framtölin, sem grundvöll útsvarsálagningar- innar, verður að miða við, að þau séu rétt í öllum aðalatriðum. Ilér er ekki áformið að rita um skattsvika- hneigðina, en aðeins á það bent, að hana verður að fyrirbyggja, til þess að skattar og útsvör náist réttlátlega af borgurunum. Oft er látið skína í það álit, að niðurjöfn- unamefndir bæjanna hafi allfullkomnar regl- ur við útsvarsálagningu, en hreppsnefndir úti á landsbyggðinni leggi á, „út í loftið“, eins og það er stundum orðað. Vafalaust eru regl- ur hinna ýmsu sveitastjórna ærið sundurleit- ar, ef saman væru bornar, og er það að von- um. Nokkurt samræmi í þessum efnum er bæði æskilegt og nauðsynlegt, og sýnist það eitt verkefni Samb. ísl. sveitarfélaga að gefa ábendingar í þessu efni, og semja drög að reglum fyrir sveitastjórnir. Sá, er þetta ritar, hefur fallizt á, að láta tímariti okkar sveitarstjórnarmanna í té, til birtingar, útsvarastiga, sem notaður hefur verið hér í hreppnum. Hann hefur verið að mótazt á undanförnum árum, af reynslu nefndarinnar, og því, sem birzt hefur í blöð- urn og tímaritum um þessi mál. Vafalaust verða deildar meiningar um notagildi hans almennt. Ábendingar og rökföst gagnrýni verða þakksamlega þegin. Við gagnrýni ber að hafa í huga allmikla fjárþörf sveitasjóðs í fámennri sveit, þar sem flestir gjaldendur eru framleiðendur, að einhverju leyti, og út- svarsskvldar tekjur einstaklings fara ekki yfir 25 þús. kr. Reglur eru sem hér greinir: í fyrsta lagi eru lögð 3%0 á brúttótekjur. Má kalla það veltuútsvar. í öðru lagi er lagt á útsvarskyldar tekjur: að 2000 kr. hjá gjaldanda 2 % — 3000 — — — 4000 — — — 5000 — — — 6000 — — og þannig hækkað um Vz% við hvert þús- und útsvarsskyldra tekna, og verða því 13^2% er útsvarsskyldar tekjur ná 25 þús. kr. Útsvarsskyldar tekjur eru nettótekjur í skatt- framtali, að frádregnu útsvari s. 1. árs, svo og 1000 kr. fyrir hvern mann á framfæri. Dæmi: A hafði 20 þús. kr. tekjur 1947. Fjölskvldan hjón með 2 börn. Útsvar f. á. 2500.00. 20 þús. -4- 6500 = 13500 útsvars- skyldar tekjur. 13500 kr. með 8% kr. 1080.00 útsvar á nettótekjur. í þriðja lagi er svo lagt á útsvarsskylda eign, en hún er fundin með því að tvöfalda fasteignaverð. Dæmi: A. átti 50 þús. kr. skuldlausa eign. Þar í fasteign 15 þús. kr. Útsvarsskyld eign 65 þús. kr. eignir að er lagt: 5 þús. kr. eign \V2%c — 10 — — — 2 — — x5 — — — 2V2— — 20 — — — 3 - — 3° — — — 4 - — 4° — — — 5 - — 5° — — — 6 - — 60 — — — 7 - — 70 — — — 8 - 0. s. frv. ef um hærri eignir er að ræða. Skal nú að lokum skýrt með dæmum, til glöggvunar: A er giftur maður og á 4 börn, greiddi 1500 kr. í útsvar s. 1. ár. Brúttótekjur 30 þús. kr. Nettótekjur 20 þús. Skuldlaus eign 25 þús. Þar í 10 þús. kr. fasteign. Veltuútsvar 3%c af 30 þús. ... kr. 90.00 Tekjuútsvar 7Vi% af kr.12500 . — 937-50 Eignaútsvar 5%0 af 35 þús......— 175.00 Heildarútsvar kr. 1202.50 = 1200 kr. 2V2- 3 ~ ■^/2— 4 “

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.