Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 14
12 SVEITARSTJÓRNARMÁL B er einhleypur maður með sömu tekjur og eign og útsvar þá: Veltuútsvar, sama ............. kr. 90.00 Tekjuútsvar 10% af kr. 17500 .. — 1750.00 Eignaútsvar 5%« af 35 þús. ... — 175.00 Heildarútsvar kr. 2015.00 Af framansögðu má öllum vera ljóst, hvemig útsvarsstigi þessi nær til hinna ýmsu upphæða tekna og eigna, og geta sannpróf- að, hve nærri hann kemst réttlæti, að þeirra dómi. Það, sem fyrst og fremst verður talin fjar- stæða, er hinn litli persónufrádráttur.Tvennt her að athuga, þegar dómur er á hann lagð- ur. Hve háa upphæð þarf bóndinn að greiða fyrir aðkeypta vöru handa hverjum fjöl- skyldumeðlim? Og hver yrði tekjustofn hinna fámennu sveitarfélaga, ef persónufrá- dráttur væri jafnhár og í bæjunum? Ekki er hægt að skiljast svo við þetta út- svarsmál, að ekki sé drepið á útsvarsfrelsi kaupfélaganna. Það er nú að vísu svo, að viss liópur manna stenzt ekki reiðari en ef vikið er að greiðslum kaupfélaga til almanna- þarfa. Hér verður ekki lagt út í deilur um það atriði, en lagður fram nokkrar spum- ingar, handa þeim til íhugunar, sem hugsað geta æsingalaust um kaupfélög sem gjald- skyld, en þau eru nær einráð um verzlun alla í sveitum landsins. Hafa sveitarsjóðirnir ráð á að afneita gjaldstofni þeim, sem felst í viðskiptaveltu kaupfélagauna? Því er hamp- að hátt, að við kaupfélagsmennirnir eigum kaupfélögin og ráðum þeim. Megum við þá ekki ákveða, að viss hluti af viðskiptavelt- unni sé lagður í hinn sameiginlega félags- málasjóð, er við nefnum sveitarsjóð? Hinir vísu menn, sem fengið hafa í hend- ur stjórn á þjóðarskútunni, hafa ekki enn séð aðra leið færa, til verulegrar tekjuöflunar fyrir ríkissjóðinn, en tollaleiðina í einni eða annarri mynd. Hin einhæfa leið beinna skatta er með öllu ónóg. En sveitarsjóðunum er ætlað að bjargast við mjög svo einhæfa tekjuöflun, sem sé út- svörin. — Árangurinn af þessari aðbúð sveita- sjóðanna er líka flestum sjáandi mönnum augljós. Þeim hefur flestum reynzt fullerfitt að sjá um lögboðin gjöld. Félagsmálafram- kvæmdir í sveitum eru sorglega litlar, og mér liggur við að segja þjóðhættulega vanræktar. Ur þessu verður að bæta, ef ekki á verr að fara. Það verður að tryggja sveitarsjóðun- um nýja tekjustofna. Ilverjum sveitarsjóði má tryggja með einfaldri lagasmíð ákveðinn hluta, t. d. 1—2%, af viðskiptaveltu með- lima sveitarfélagsins, hjá því verzlunarfi'rir- tæki, er þeir skipta við, án tillits til þess, hvar verzlunin er staðsett. Ganga má út frá því, að þessi tillaga verður afflutt og gerð tortryggileg, en viljið þið þá ekki benda á aðrar tekjuöflunarleiðir, eða rökstyðja, að sveitarsjóðirnir hafi nú þegar nægilegt fjár- magn? 20. janúar 1949. Páll Guðmundsson.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.