Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 30
28 SVEITARSTJÓRNARMÁL auki er svo sjálft fulltrúaþingið (generalfor- samling), sem fer með æðsta vald samtak- anna. Fulltrúum þeim frá Norðurlöndum, sem á þinginu mættu, þótti þetta skipulag að vonum þunglamalegt og lítt til frambúðar og báru því fram ýmsar tillögur til breytinga á framtíðarskipulagi samtakanna. Þeim til- lögum \'ar vel tekið og ákveðið að vinna að því að koma þeim í framkvæmd. Á fundinum í Haag mættu fulltrúar frá eftirtöldum ríkjum: Frá Austurríki 3, Belgíu 2, Kanada 3, Tékkóslóvakíu 1, Danmörku 2, Finnlandi 1, Frakklandi 2, Bretlandi 5, Hol- landi 4, Noregi 1, Svíþjóð 1, Sviss 1 og Bandaríkjunum 11. Fyrir fundinn höfðu Norðurlandafulltrú- arnir komið saman á sérstakan fund og ákveðið, að bera fram sameiginlega vmsar tillögur til brevtinga bæði á fjárhagsgrund- velli og skipulagi samtakanna og hafði Kjell T. Evers, framkvæmdastjóri sveitarfélaga- sambandanna norsku, orð fyrir hinni nor- rænu nefnd. Fidltrúar Norðurlanda báru fram þá höf- uð breytingartillögu, að fyrirkomulag sam- takanna yrði framvegis þannig, að æðsta vald samtakanna yrði hjá kjömu allsherjarþingi, er síðan kysi 5—7 manna stjóm fyrir sam- tökin og bæri sú stjórn ábyrgð á starfsemi þess milli þinga. Sveitarfélagasambönd ein skyldu geta verið meðlimir bandalagsins og gjald til samtakanna skyldi miða við íbúa- tölu landa þeirra, sem í samtökunum væru. Mestar deilur urðu um það, hvort einstök- um sveitarfélögum, s. s. stórborgum, sem oft tilhevra ekki sveitarfélagasamtökum í heima- landi sínu, skyldi leyft að vera félagar í bandalaginu, og þar sem það hafði áður tíðk- ast og var auk þess fjárhagslega betra fyrir samtökin, enda sú venja mjög algeng, að því er Bandaríkin snerti, varð það ofan á, að það skyldi leyft, að einstakar borgir yrðu með- limir, auk hinna viðurkenndu sveitarfélaga- samtaka, en þó skyldi til þess þurfa samþykki þeirra sveitarfélagasamtaka, sem borgin ætti að tillieyra í viðkomandi landi. Alinennt samkomulag varð og um það, að stefna bæri að því, að ráðinn yrði sérstakur framkvæmda- stjóri fvrir bandalagið, og sett á stofn sérstök skrifstofa til þess að annast málefni þess og samband þess við sveitarfélagasamtök aðild- arríkjanna. Að lokum var formaður sveitar- félagasambands Hollands kjörinn formaður sambandsins til eins árs og jafnframt verðui aðalaðsetur þess í Hollandi þann tíma. Nú í sumar verður haldið nýtt þing samtaka þessara í Genf í Sviss og mun þá að lík- indum verða gengið til fulls frá framtíðar- skipulagi bandalagsins. # Formenn og framkvæmdastjórar norrænu sveitarfélagasambandanna áttu fund með sér í febrúar s. 1. um það, hvernig þátttöku sam- banda þeirra skyldi háttað í bandalagi þessu, og þá sérstaklega til að ákveða, hvort þau ættu að gerast meðlimir þar eða ekki. Fund- urinn var haldinn í Oslo og voru þar mættir fulltrúar frá öllum Norðurlöndum nema ís- landi, enda \-ar stjóm íslenzka sambandsins ókunnugt um fundinn. Á þeirn fundi varð engin niðurstaða, en ákveðið að leggja málið fyrir stjómir viðkomandi sambanda og láta þær, liverja um sig, um það, hvort sambönd- in gengju í alþjóðabandalagið eða ekki. Þar sem Finnland hafði þegar gerzt meðlimur bandalagsins, þótti ekki hægt að gera bind- andi ákvörðun um það, að Norðurlöndin gengju öll saman inn í bandalagið, en það mun hafa komið til álita í upphafi umræðn- anna. Urðu því ekki frekari sameiginlegar Uðræður milli Norðuriandaþjóðanna um málið, en hvert einstakt samband tók málið til meðferðar nú í vetur. Norsku s\'eitarfélagasamböndin ákváðu á fundi 1;. febrúar s. 1. að ganga í bandalagið,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.