Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 16
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL um, að hann var skráður í nranntal í Suður- eyrarhreppi um áramótin 1945—46, en hins vegar ekki upplýst, að honum hafi verið kunnugt um, að hann var einnig skráður í manntal í Revkjavík á sama tíma, verður að telja, að ekki hafi verið með öllu ástæðu- laust, að hann teldi sig útsvarsskyldan á Suðureyri, þótt hann hefði allar sínar at- vinnutekjur í Reykjavík. Með tilliti til þessa, þvkir eftir atvikum ekki rétt, að synja honum um rétt til endur- greiðslu hins umstefnda útsvars." Dómi þessum var hrundið í Hæstarétti og segir svo í forsendum hæstaréttardómsins: „Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi, greiddi stefndi útsvar sitt og hreppsvegagjald í Suðureyrarhreppi ótilkvaddur og algjör- lega fyrirvaralaust í júlímánuði 1946, enda þótt hann hefði þá fvrir meira en ári síðan tekið sér bólfestu í Reykjavík og mætti því vera ljóst, að vafasöm heimild var fyrir hendi til þess að leggja opinber gjöld á hann í Suðureyrarhreppi. Er því ekki unnt að taka kröfu hans um endurheimtu til greina." Hvað snertir eldri dóma, sem ganga í sömu átt, má benda á dóma í VII. bindi dómasafns Hæstaréttar bls. 15, og XVI. bindi, bls. 400, sbr. hins vegar V. bindi, bls. 380, XVI. bindi, bls. 375 og 377. Dómar þessir leiða til þess, að enda þótt tiltekinn gjaldandi sé raunverulega aðeins útsvarsskyldur í einu sveitarfélagi, og það er vitanlega hin almenna regla, á hann á hættu að þurfa að greiða útsvar á tveimur stöðum, ef þannig stendur á, að hann greiðir útsvar ótilkvaddur og án fyrirvara á öðrum staðn- um, en er síðan úrskurðaður útsvarsskvldur á hinum. Eins og kunnugt er, kemur það alloft fyrir, að lagt er útsvar á sama gjaldanda í tveimur sveitarfélögum, enda þótt hann sé ekki gjaldskvldur nema í öðru. Byggist þetta á því, að gjaldandinn er e. t. v. skráður í manntali á tveim stöðum eða t\;ö sveitar- félög telja hann heimilisfastan hjá sér og telja sig því eiga rétt til útsvars hans. í þessum tilvikum er hugsanlegt, að gjald- enda sé ókunnugt um, að útsvar hefur verið lagt á hann á tveirn stöðum og jafnvel þó honum sé það kunnugt, er tæplega hægt að ætlazt til þess, að hann geti skorið úr um, hvoru sveitarfélaginu ber meiri réttur til út- svarsins. Um það eiga dómstólar að sjálf- sögðu úrskurðarvald. Skv. 8. gr. útsvarslaga nr. 66/1945 Þar leggja útsvar á gjaldþegn, sem hann hafði heimilsfang vitanlega eða skv. mannntali næst á undan niðurjöfnun. Þetta ákvæði hafa dómstólar skýrt þannig, að gjaldanda beri að greiða útsvar, þar sem hann hefur átt raunverulegt heimili á útsvarsárinu, þ. e. a. s. þar sem hann hefur aðallega dvalið og haft tekjur sínar án tillits til þess, hvar liann sjálfur kann að telja sér lögheimili. Það er ekki með öllu óeðlilegt, þó að mönnum finnist niðurstöður hinna tilvitnuðu dóma koma hart niður á þeim, sem í góðri trú og vegna misskilnings á réttarreglum greiða útsvar sitt til sveitarfélags, sem raun- \;erulega á ekki útsvar þeirra, en er svo synj- að um endurheimt þeirrar upphæðar, er þeir hafa innt af hendi, af þeirri einu ástæðu, að þeim hefur láðst að setja fyrirvara um endur- greiðslu. En dómar þessir eru fyrst og fremst byggð- ir á því, að gjaldendur megi sjálfum sér um kenna, að þeir fá ekki greiðslur sínar endur- heimtar, og er því ástæða til að ráðleggja mönnum að kynna sér rækilega þær reglur, sem dómstólar hafa slegið föstum í þessu efni og haga sér síðan eftir þeim.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.