Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 34
32 SVEITARST J ÓRNARMÁL minkaeldi í umdæmum sínum og sömuleiðis eldi refa. Verði slíkt bann framkvæmt þar, sem nú er loðdýrabú, skal sýslusjóður eða bæjarsjóður greiða eigendum skaðabætur samkvæmt mati þriggja dómkvaddra manna. Hreppsnefndir eða þeir, sem falið hefur verið að sjá um eyðingu refa og minka, skulu samliliða hreppsreikningi ár hvert hafa til- búna reikninga yfir kostnað við starfsemi þessa, sundurliðaða, svo glöggt sjáist kostn- aður við hvort um sig, eyðing refa og eyðing minka. Reikningamir skulu síðan leggjast Rrir næsta sýslufund. Nú úrskurðar sýslu- nefnd, að reikningamir séu réttir og ekki úr hófi háir, og skal þá sá aðili, sem lagt hefur kostnaðinn fram við refaeyðingu, fá hann endurgreiddan að y3 hlutum, að hálfu frá sýslunefnd, en að hálfu frá ríkinu. Samkvæmt þessu ber sveitarfélagi, sýslu og ríki að greiða ]/g kostnaðarins hvert af eyðingu refa. Kostnað við eyðingu minka skal endur- greiða að 5/6, 2/3 frá ríki og Vo úr sýslu- sjóði. Landbúnaðarráðuneytið setur reglugerð um nánari framkvæmd laganna. Ennfremur geta sýslunefndir sett reglur þau varðandi, enda samþykki landbúnaðarráðherra þær. 5. Lög um bœjarstjórn í Keflavik. (Nr. 17/1949.) Samkvæmt lögum þessum skal Keflavíkur- kauptún vera kaupstaður og sérstakt lögsagn- arumdæmi. Nær umdæmið yfir allan núver- andi Keflavíkurhrepp og heitir Keflavíkur- kaupstaður. Umdæmi þetta skal þó hér eftir sem hing- að til vera í alþingiskjördæmi Gullbringu- og Kjósarsýslu. Að öðru leyti eru ákvæði laganna áþekk nýrri lögum, er sett hafa verið þá er hreppi hefur særið veitt kaupstaðarréttindi. Lögin um lögreglustjóra í Keflavík eru felld úr gildi, en bæjarfógeti tekur \’ið störfum hans. Þá eru og bráðabirgðaákvæði urn, að hreppsnefnd Keflavíkurhrepps fari með stjóm kaupstaðarins í stað bæjarstjómar, þar til næstu almennar sveitarstjómarkosningar fara fram árið 1950. Skal bæjarstjóri kosinn í fvrsta sinn eftir þær kosningar. Að öðru leyti öðluðust lögin gildi 1. apríl 1948. Af öðrum lögum má minna á lög um áburðarverksmiðju, lög um iðnfræðslu, lög um hlutatryggingarsjóð bátaútvegsins og lög um fiskiðjuver ríkisins í Revkjavík. Þá voru og sett ný erfðalög, lög um kyrr- setningu og lögbann og lög um nauðungar- uppboð. — Hér á eftir verða erfðalögin lítið eitt rakin. Erfðalög. (Nr. 42 frá 1949.) í athugasemdum \'ið frv. segir svo: „Sú skoðun hefur komið fram oft og ákveð- iri nú á síðari ámm, að erfðalöggjöf íslend- inga væri orðin mjög úrelt í einstökunr at- riðum, svo að vart mætti lengur við hlíta. Sérstaklega var bent á hinn lögmælta víð- tæka erfðarétt, sem enn er í gildi, fjórmenn- ingaerfðir. Á þeim tímum, þegar ættarbönd- in vom meiri og sterkari en nú og fram- færsluskylda náði einnig til fjórmenninga, \'ar líka sjálfsagt, að skyldum fylgdu réttindi. Nú, þegar framfærsluskyldan er nær horfin nema foreldra gagnvart bömum sínum inn- an 16 ára aldurs, horfir mál þetta allt öðm- vísi við. Þá er og það, að þegar fjölmargir fjarskyldir erfingjar eiga tilkall til arfs, mun- ar hvern erfingja litlu arfshluti hans, nema stórauður sé, er til arfs fellur, og oft er það miklum erfiðleikum bundið að spyrja uppi alla erfingjana, sem komnir eru á víð og dreif og jafnvel í önnur þjóðlönd. Engin sambönd eru milli slíkra erfingja og arfleifanda. Veit ef til vill hvorugur um tilveru hins. Vegna

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.