Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Síða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Síða 28
26 SVEITARST J ÓRNARMÁL EFNAHAGUR Byggingarsjóðs verkamanna var samkvæmt uppg/öri 31. des. 1947 þannig: E i g n i r: Lán veitt til byggingarfél. kr. 20.532.377,40 Innstæða á sparisjóði ... — 584.604,23 Innstæða á hlaupareikn. . — 115.206,99 Ógreidd framlög ríkis- og sveitarfélaga ........ — 2.568.378,34 Kr. 23.800.566.96 S k u 1 d i r: Skuldabréfalán .......... kr. 6.136.828,46 Ógreiddir vextir ........ — 259.646,57 Skuld á hlaupareikningi og víxlar............. — 5.139.449,56 Inneign ríkissjóðs ...... — 862.521,49 Höfuðstóll .............. — 11.402.120,88 Kr. 23.800.566,96 Eius og vfirlit þetta ber með sér, er skuld- laus eign sjóðsins liinn 1. janúar 1948 rúmar ellefu milljónir króna, og mun hagur hans enn hafa batnað síðan. Síðustu tvö árin hefur mjög borið á erfið- leikum við útvegun lánsfjár, og var þá að því ráði horfið 1947, að stöðva sem mest nýjar lánveitingar, en ljúka þeim íbúðum, sem verið var að byggja víðs vegar um land. Það er sýnt, að ekki koma lögin um verka- mannabústaði að ætluðum notum nema byggingarsjóðnum sé árlega tryggð veruleg upphæð lánsfjár, en á því er nú nokkur misbrestur, eins og áður er sagt. Aftur á móti er nauðsyn á fleiri íbúðarhúsum bn'm og að- kallandi. • Hér að framan hefur stuttlega verið rakin saga lagasetningarinnar um verkamannabú- staði hér á landi og greint nokkuð frá Bygg- ingarsjóði verkamanna, störfum hans og efnahag. Lagasetning þessi hefur verið hin þýðing- armesta. Vegna hennar hefur tekizt að koma upp góðum íbúðum handa fjölda fólks með þeim kjörum, að viðhlítandi má telja. Að sjálfsögðu liefur byggingarkostnaður verið ærið misjafn á hinum ýmsu stöðum, enda bvggt á mismunandi tíma. Sem dæmi má hér nefna, að þriggja herbergja íbúðir í Hafn- arfirði, byggðar á árinu 1935, kostuðu kr. 10.500,00, en tveggja herbergja ibúðir kr. 8.872,13. En þriggja herbergja íbúðir á sama stað, byggðar á árinu 1946—47, kostuðu kr. 88.437,50 eða rúmlega tíu sinnum meira en árið 1935. Æskilegt er, að enn geti aukizt byggingai verkamannabústaða. Undanfarin ár hafa gef- ið góða raun um þetta byggingarform. Án efa stendur það þó um margt til bóta. Nýj- ungar í byggingarháttum eru ekki miklar, tækni ekki nvtt sem skyldi, innrétting íbúð- anna langt frá því að vera svo hagkvæm sem mætti, enda því atriði allt of lítill gaumur gefinn. Hér hafa byggingarfélögin og bvggingar- sjóðurinn mikið og þarft verk að vinna. — Lækkun byggingarkostnaðarins þýðir fleiri íbúðir, færri húsnæðisleysingja og betri holl- ustuhætti. Byggingarsjóðurinn ætti að hafa ráð á að kynna sér framfarir í þessum efnum erlendis, og eiga hlut að betri skipulagningu um framkvæmdir félaganna, og mundi þá vegur hans og þýðing stórum vaxa. Fyrir réttum tuttugu árum samþykkti Al- þingi fyrstu lögin um verkamannabústaði. Árangurinn hefur verið góður. Hér hefur þörf löggjöf verið sett og tímabær, og gifta fvlgt framkvæmd. Megi svo fram halda í enn stærri stíl, þ\’í að ekki er skortur verk- efna.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.