Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 7
SVEITARSTJÓRNARMÁL 5 Sögulegur fundur í hreppsnefnd Keflavíkur 6. apríl J949, þegar tilkynnt var að staðfest væru Iög um bæ/arréttíndi h'iir Ketlavík. Fundinn sátu eftirtaldir fulltrúar ftalið frá vinstrí): Jón Tómasson; Ragnar Guðleifsson, oddviti; Arnb/örn Ólafsson, ritarí hreppsnefndar; B/arni Albertsson; Guð- mundur Guðmundsson; Steindór Pétursson; Helgi G. Ey/óífsson og Valtýr Guð/ónsson. sem með söfnunum og fjárframlögum hefur stutt byggingu sjúkrahússins. Kvenfélagið Freyja var hér starfandi urn mörg ár og vann að fegrun kirkjunnar, leikstarfsemi og öðrum menningarmálum. Æskulýðsfélög eru hér, barnastúkan Ný- ársstjaman og skátafélagið Heiðabúar. Stéttarfélög eru hér nokkur, svo sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Iðn- aðarmannafélag Keflavíkur, Iðnsveinafélag Keflavíkur, Vélstjórafélag Keflavíkur, Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Vísir og Útvegs- bændafélag Keflavíkur. Þá em: Málfundafélagið Faxi og Mál- fundafélagið Mímir. Taflfélag er hér starf- andi og heitir Skákfélag Keflavíkur. Auk þeirra félaga, sem hér hafa verið tal- in, eru starfandi pólitísk félög allra stjóm- málaflokka. Þegar Keflavík varð sérstakt hreppsfélag, varð hún einnig sér- stök kirkjusókn. Árið 1915 sameinuðust sóknirnar í Keflavík og Njarðvík, og hélzt sú skipan, þar til 1943 að Innri-Njarðvíking- ar endureistu hina fomu Njarðvíkurkirkju og urðu sérstök kirkjusókn. Árið 1914 var byggð sú kirkja, er nú stend- ur, og var vígð 14. febrúar 1915. Hún er byggð úr steinsteypu og hefur verið og er enn hið glæsilegasta hús. — Sóknarprestur Keflavíkur er séra Eiríkur Brvnjólfsson að Útskálum. Fjörutíu ár í sögu eins byggðarlags em að sjálfsögðu ekki langur tími, þó hafa á þessu tímabili án efa orðið hinar stórstígustu fram- farir í verklegum framkvæmdum og atvinnu- háttum, sem um getur í sögu þjóðarinnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.