Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Page 35

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Page 35
SVEITARST J ÓRNARMÁL 33 þessa og fleiri ástæðna þykir nú kominn tími til að breyta erfðalöggjöfinni, og má helzt ekki lengur dragast. Á Alþingi 1943 var lagt fram í neðri deild frv. til erfðalaga og borið fram af þáverandi ríkisstjórn. Frv. þetta komst til allsherjar- nefndar, en var vísað frá með rökstuddri dagskrá. Á síðasta Alþingi var samþykkt þingsálykt- un, er þm. Dalamanna flutti um endurskoð- un erfðalöggjafarinnar, og vegna þeirrar þingsályktunar er fmmvarp þetta borið fram. í frumvarpi þessu eru ýmis nýmæli, auk meginbreytinganna, sem það gerir á frænd- semiserfðum, má þar benda meðal annars á afstöðu milli kjörbama og kjörforeldra, um samning erfðaskrár og gildi hennar og um heimild arfleifanda að takmarka umráðarétt erfingja yfir skylduarfi. Við samning frumvarpsins var stuðzt við erfðalöggjöf þá, er gildir í Noregi og Sví- þjóð, en þó sérstaklega við frumvarp það til danskra erfðalaga, sem unnið var að af stjóm- skipaðri nefnd manna í Danmörku um 5 ára skeið og út kom árið 1941 með mjög rækilegu nefndaráliti. í frumvarp þetta era tekin úr hverjum stað með breytingum eða óbreytt ýmis ákvæði, sem talið var, að til bóta væru í hérlendri erfðalöggjöf, og nokkru bætt við, sem ekki fannst þar.“ Rétt þykir að geta hér nokkurra helztu ákvæða erfðalaganna: Böm taka arf eftir föður sinn og móður og erfa þau hina látnu að jöfnu. Ef barn andast á undan foreldri sínu, erfa böm hins látna þann hluta, er því bami hefði borið, ef lifað hefði arfleifanda. Nú er barnsbam einnig andað á undan arfleiðanda, en böm þess lifa, þá koma þau í stað barnsbamsins og svo framvegis meðan nokkur niðji er til. Urn erfðarétt óskilgetins bams og arf eftir það fer á sama hátt og væri það skilgetið, þó svo, að óskilgetið barn erfir því aðeins föður og föðurfrændur og þeir það, að hann hafi gengizt við faðerni þess, hann verið dæmd- ur faðir þess eða talinn faðir bams, er hon- um hefur orðið eiðsfall, samkvæmt dómi. Hafi sambúð karls og konu, sem ógift em, verið óslitin frá því tíu mánuðum fyrir fæð- ingu bams og þangað til 3 ámm eftir hana, jafngildir hún faðernisjátningu, þá er um erfðarétt barns eftir föður og föðurfrændur ræðir, eða þeirra eftir það. Ef liinn látni á engan niðja á lífi, kjör- barn eða niðja þess, en faðir og móðir hans lifa, erfa þau hann að jöfnu. Ef annað foreldri arfleifanda er andað, en liitt lifir, þá tekur það, sem á lífi er, helrn- ing arfs, en hinn helmingurinn hverfur til bama eða barnabama hins látna foreldris á þann hátt, sem fyrr getur. Nú eru hr’orki böm né bamabörn hins látna foreldris á lífi, og tekur þá hitt foreldr- ið allan arfinn. Nú eru báðir foreldrar látnir, og taka þá systkini arfleifanda allan arf eftir hann, að jöfnu ef alsystkini eru, en hálfsystkini hálfan arfshluta móti þeirn. Ef systkini eru dáin, erfa börn þeirra þann arfshluta, er hinu látna systkini bar, ef lifað hefði. Ef ekki eru á lífi niðjar arfleifanda, kjör- bam eða niðjar þess, foreldri hans, böm þeirra eða barnabörn, taka afar og örnmur arf eftir hinn látna, þannig að föðurforeldr- ar og móðurforeldrar taka sinn helming hvort. Nú er afi eða amma arfleifanda önd- uð, og erfa þá börn þess þeirra, sem látið er, þann arfshluta, er hinum látna (afa eða ömmu) hefði hlotnazt, ef lifað hefði. Ef móðurforeldrar arfleifanda eru dánir og böm þeirra, taka föðurforeldrar eða böm þeirra allan arf og vice versa. Það hjóna, sem lengur lifir, erfir einn fjórða af eignum maka síns, ef arfleifandi á niðja, kjörbam eða niðja þess á lífi. Séu

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.