Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 22
20 SVEITARST J ÓRNARMÁL um að útvega byggingarfélögum lánsfé. Enn- fremur getur það haft skaðleg áhrif á láns- traust ríkisins erlendis, að stjómir hinna ein- stöku byggingarsjóða séu að reyna fyrir sér um tiltölulega smávægilegar lántökur utan lands og innan og bjóða fram ríkisábyrgð til tryggingar slíkum lánum. Þá er og á það að líta, að meiri trygging er fyrir því að hag- kvæm lán fáist til þessarar starfsemi, ef að eins einn aðili leitar urn lántökur, því að hér verður um stærri lán að ræða, sem bygg- ingarsjóðsstjórnin svo skiptir milli hinna ein- stöku byggingarfélaga." Frv. náði frarn að ganga og var birt sem lög nr. 3 frá 1935. Breytingar þær, sem fyrst og fremst skiptu máli frá fyrri lögum, voru þessar: Stofnaður var sérstakur byggingarsjóður fyrir landið allt, Byggingarsjóður verka- manna, til að bæta úr húsnæðisþörf verka- manna í kaupstöðum og kauptúnum. Bygg- ingarsjóðurinn skiptist í deildir, eina fyrir hvern kaupstað eða kauptún, þar sem viður- kennd hafði verið þörf fyrir opinbera aðstoð til byggingar verkamannabústaða. Deildir þessar voru algerlega reikningslega og fjár- hagslega sérgreindar og báru aðeins ábyrgð á þeim lánum, sem þeim voru veitt úr sjóðnum, og var óheimilt að lána úr einni deild til annarrar. Byggingarsjóðurinn veiti lán aðeins til eins byggingarfélags á hverjum stað, og skal fé- lagið reist á samvinnugrundvelli. Talið var, að ákvæðið um lán til eins félags mundi tryggja, að framkvæmdir hæfust f\r en ella og húsbyggingar yrðu ódýrari, ef meira væri byggt í einu. Heimilað er þó að stofna deildir, sem hefðu sérsamþykktir innan byggingarfélags- ins, þegar 50 félagsmenn eða fleiri óskuðu þess. Samþykktir þessar þurftu staðfestingar félagsstjórnar. Ef fleira en eitt bvggingarfélag er stofnað, skal þá veita því félagi lán, sem fyrr hóf bvgg- ingarframkvæmdir, ella því, sem fyrr var stofnað. Þá voru og nánari ákvæði sett um sölu íbúða og takmörkun á byggingarkostnaði á hverri íbúð. Stjórn byggingarsjóðsins skyldi skipuð 5 mönnum, er valdir væru til 4 ára í senn. Kýs Alþingi 4 þeirra með hlutfallskosningu, en atvinnumálaráðhena skipar einn, og er hann formaður sjóðstjómarinnar. Að öðm leyti skiptir stjómin sjálf með sér störfum. Þar sem íhlutan sveitarstjómanna um kosningu i stjórn byggingarsjóða var niður felld, voru sett ákvæði, er heimiluðu hlut- aðeigandi sveitarstjórnum að skipa eftirlits- mann með fjárreiðum viðkomandi sjóðs- deildar og allri starfssemi byggingarfélagsins, og hefðu sveitarstjórnir rétt til að stöðva lán- tökur og lánveitingar til félagsins, ef líkur væru á, að byggingarfélagið gæti ekki staðið í skilurn. Slíkri ákvörðun sveitarstjórnar má skjóta til atvinnumálaráðherra. Ársreikninga byggingarfélags skal leggja fyrir stjóm byggingarsjóðs, og getur hún krafizt allra skýrslna um hag og rekstur fé- lagsins. Ríkistjórnin úrskurðar reikninga bygging- arsjóðs, en Alþingi kýs tvo menn til endur- skoðunar á þeim. A árinu 1939 voru gefin út Breytingar bráðabirgðalög varðandi stjórn 1939—19T1. hiiina einstöku byggingarfélaga, þar sem réttur ríkisstjómarinn- ar um áhrif í stjóm félagsins var ákveðinn. í forsendum h'rir lagasetningu. þessari segir meðal annars: „Þar sem bæði ríkissjóður og sveitarsjóðir leggja fram miklar fjárhæðir ár- lega til styrktar byggingarfélögum verka- manna, auk þess, sem þeim em veitt ýmis hlunnindi, þá sé full þörf á, að ríkisstjómin

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.