Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Síða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Síða 6
4 SVEITARST J ÓRNARM AL Þá hefur Keflavíkurflugvöllur á síðustu ár- um haft sín áhrif á atvinnulífið, og vinna þar nú að staðaldri á annað hundrað manns, við srníðar, verkamannavinnu og ýmis önnur störf. Verzlun öll var hér lengi í hönd- um útlends selstöðukaupmanns, H. P. Duus. En vegna samtaka útvegsmanna og verkamanna með stofnun sjómannafélags- ins Bárunnar tókst að skapa hér heilbrigðari verzlunarhætti. Báran var stofnuð 1905 og var starfandi allt fram til 1920. ísfélag Kefla- víkur og Bræðslufélag Keflavíkur eru meðal annars árangur þeirrar starfsemi, og hafa þessi fyrirtæki drýgt hlut sjómanna hér í Kefla- vík ómetanlega, frá því að þau voru stofnuð. Nú eru hér ellefu verzlanir og auk þess Kaupfélag Suðurnesja, er stofnað var 1946, er Keflavíkurdeild KRON var lögð niður, en hún var stofnuð 1937. Áður hafði starfað hér Pöntunarfélag Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, sem var stofnað 1935. Smásöluverzlunin er að mestu í höndum Keflvíkinga, en meðal annars vegna vaxandi tækni til flutninga á landi er heildverzlun nú að mestu bundin við Reykjavík. Áður voru allar vörur fluttar til Keflavíkur á skip- um, en nú hafa bifreiðarnar að mestu tekið við þeim flutningum. Vegna þess hve Keflavík liggur Samgöngur. n 1 • o .. nærri Keykjavik eru samgongur þangað mjög tíðar. í gamla daga var ferðazt fótgangandi eða á hestum. Seinna komu „flóa-bátamir“ til sögunnar og fluttu fólkið af Suðurnesjum milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Nú hafa bif- reiðarnar að mestu tekið við fólksflutn- ingnum. Keflavíkurbær rekur nú fólksflutn- ingabifreiðar og hefur sérleyfi frá Reykjavík til Stafness. Keflavíkurhreppur kevpti árið 1942 fjórar bifreiðar af Skúla Hallssyni, sem þá hafði um skeið annazt þessa flutninga, og er Keflavík því fyrsta sveitarfélagið á land- inu, sem fékk sérleyfi til fólksflutninga. Nú eru bifreiðar Keflavíkurhrepps níu og taka þær frá 20—30 farþega hver. Á hverjum degi eru famar tvær ferðir fram og til baka. Auk þessa hefur Steindór Einarsson sérleyfi til fólksflutninga á þessari leið, tvær ferðir á dag. Samgöngur við Reykjavík eru því sæmi- legar, en þyrftu þó að aukast. Eru ferðir fólksins til Reykjavíkur mjög tíðar, og veld- ur því verzlunin, sem ennþá er mikið bund- in við Reykjavík. Ennfremur em viðskipti útgerðarinnar á Suðurnesjum að mestu við bankana í Reykjavík. Skammt frá Keflavík er hinn margum- talaði Keflavíkurflugvöllur og em nú dag- lega flugferðir þaðan til Reykjavíkur. Það er ekki tækifæri til þess að Feiagsiif. sögU einstakra félaga, er hér hafa starfað á þessu tímabili, hins vegar er eigi liægt að skilja svo við þessar myndir úr sögu Keflavíkurhrepps, að eigi sé getið þeirrar starfsemi, sem er fyrsti vísir fram- kvæmdanna og sannrar menningar, en það er félagsstarfsemin. Á fyrstu árunum var Goodtemplarareglan mest áberandi félagsstarfsemin, og störf- uðu á tímabili tvær stúkur hér. Á tíma- bili lagðist starf þeirra niður, en á síðustu árum hefur starf þctta verið hafið að nýju og nú starfar hér stúkan Vík með miklu fjöri. Ungmennafélag Keflavíkur hefur starf- að síðan 1929. Hvort tveggja, stúkurnar og Ungmennafélagið, hafa haldið uppi leik- starfsemi hér, auk þess hefur Ungmennafé- lagið einkum unnið að íþróttamálum. Kvenfélög eru hér: Kvennadeild Slysa- vamafélags íslands, sem mjög hefur unnið að slysavörnum, og Kvenfélag Keflavíkur,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.