Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 20
18 SVEITARST J ÓRN ARMÁL Meginefni laganna var það, að fr°ágÍi929. stofna sk>,ldi byggingarsjóð í kaupstöðum og kauptúnum til þess að lána til íbúðarhússbygginga, samkv. skilyrðum, er lögin ákváðu, enda hefðu verið færð rök að því fyrir atvinnumálaráðherra af nefndum, sem kosnar væru hlutbundnum kosningum á viðkomandi stöðum, að þörf væri slíkrar opinberrar aðstoðar. Þá er slíkur byggingarsjóður hefði verið stofnaður, skyldi honum aflað fjár á eftir- greindan hátt: í. Ríkissjóður leggur fram sem svarar einni krónu árlega á hvem íbúa staðarins, í fyrsta skipti 1930. 2. Bæjarsjóður og sveitarsjóður leggur í byggingarsjóðinn sömu fjárhæð fvrir íbúa, í fyrsta skipti 1930. 3. Ennfrenmr getur sjóðurinn tekið lán, og skvldi ríkissjóður og sveitasjóðir ábyrgjast það að jöfnu. Byggingarsjóðurinn veitir lán til bygging- arfélaga, sem reist eru á samvinnugrundvelli, til þess að koma upp íbúðum fyrir félags- menn sína. Lán þessi skulu veitt gegn 1. veðrétti í húsum og trvggð með veðskuldabréfi fyrir hverja íbúð, er nemi í fyrstu allt að 85% af því verði, sem hún kostar uppkomin, og ávaxtist og endurborgist með jöfnum greiðsl- um, þannig að árlegt gjald sé 6% af allri lánsupphæðinni í 42 ár. Bvggingarsjóðurinn skal jafnan vera í hand- bæru fé í banka eða sparisjóði, að svo miklu leyti sem honum er ekki varið til útlána. Þau byggingarfélög hafa rétt til að fá lán úr byggingarsjóðnum, sem fullnægja eftirfar- andi skilyrðum: 1. Byggja fyrir félagsmenn sína. 2. að húsin séu úr varanlegu efni, tveggja eða þriggja herbergja íbúðir auk eld- lu'iss og geymslu. 3. að félagsmenn séu fjárráða og hafi eigi haft yfir 4000 kr. í árstekjur, né eigi vfir 4000 kr. eignir. 4. að íbúðimar séu seldar félagsmönnum fyrir það verð, sem þær kosta bygging- arfélagið, gegn a.m.k. 15% útborgun, og með sömu lánskjörunr á eftirstöðv- um og félagið nýtur hjá byggingarsjóði. 5. að byggingarnar séu reistar á lóðum, sem ríkið eða kaupstaðirnir eiga eða leigja. 6. að sala á íbúðum sé óheimil, nema stjórn bvggingarfélagsins hafi áður hafn að forkaupsrétti félagsins vegna. 7. að farið sé eftir sérstökum reglum um viðhald húsanna undir eftirliti félags- stjórnar. 8. að stjórn sjóðsins fallist á samþykktir félagsins og það hlíti þeim reglum, sem ráðherra kann að setja. í stjórn byggingarsjóðs hvers kaupstaðar eða kauptúns skvldu vera 3 menn, tveir kosnir hlutbundnum kosningum af hlutað- eigandi sveitarstjórn til 4 ára í senn, en einn skipaður af atvinnumálaráðherra til jafnlangs tíma, og sé hann formaður sjóðstjómarinnar. Laun stjórnarinnar skvldu greidd úr ríkis- sjóði. Ríkisstjórn var gert að úrskurða reikninga byggingarsjóðs, en sveitarstjórn bar að kjósa t\ o endurskoðendur til eins árs í senn. Ileimilt skyldi sveitarstjórn að ákveða að hefjast sjálf lianda um byggingar og hlaut hún þá sömu réttindi og skvldur sem bvgg- ingarfélög. Ríkisstjórnin skvldi láta gera fyrirmvndar- uppdrætti að húsum félagsmanna til afnota fyrir bvggingarfélög. Henni bar og að hafa eftirlit með framkvæmdum byggingarfélag- anna.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.