Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 42
40 SVEITARST J ÓRNARHÁLi FjárhagsráS og umboðsstörfin. Skömmu eftir að fjárhagsráð tók til starfa, skv. lögum nr. 70 frá 1947, hóf það úthlut- un á leyfum fyrir ýmis konar efni, svo sem byggingarefni, benzíni o. fl. Birtust í ágúst 1947 margar tilkynningar í blöðum og út- varpi frá fjárhagsráði þetta varðandi og var við það miðað að aðalúthlutun leyfanna utan Reykjavíkur væri falin oddvitum og bæjarstjórum. En í Reykjavík voru leyfin af- greidd af skrifstofum fjárhagsráðs. Oddvitum og bæjarstjórum voru og send mörg skjöl og skilríki í þessu sambandi og fyrir þá lagt að inna af höndum rnikil störf í þágu fjárhagsráðs. Var það einkum úthlut- un og veiting fjárfestingarleyfa og eftirlit með, að fyrirmælum fjárliagsráðs væri fvlgt. Oddvitar og bæjarstjórar hófu störf fvrir fjárhagsráð möglunarlaust, enda þótt þau yrðu hjá mörgum hverjum harla mikil, eril- söm og illa liðin. Þá var og þessum störfum mjög misskipt, þar sem sumurn þessara manna var aðeins falin úthlutun í sínu sveitarfélagi, en öðrum úthlutun fyrir stór héruð. Varð þetta því mikið starf hjá sumurn, en lítið hjá öðrum og nokkur sveitarfélög, t. d. Reykjavík, alveg undanþegin þessari kvöð. Einstakir oddvitar og bæjarstjórar tóku bráðlega að spyrja um greiðslur fvrir störf þessi og sendu sumir reikninga til fjárhags- ráðs og stilltu kröfum mjög í hóf. En þegar engin s\'ör bárust, hvorki neitandi eða ját- andi, og því síður greiðslur, varð að ráði, að mál þetta var tekið til meðferðar á lands- þingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga, er háð var á Akureyri s.l. sumar, og var þar samþykkt í einu hljóði ályktun um að skora á stjórn sambandsins að beita sér fvrir því, að ríkið greiddi sanngjöm laun fyrir umboðs- störf þau, er fjárhagsráð leggur bæjarstjórum og oddvitum á herðar. Þegar eftir að skrifstofa sambandsins tók til starfa í nóvember s. 1. var hafizt handa um að fá viðurkenningu fjárhagsráðs um greiðsluskyldu sína fyrir þessi störf. Sam- þykkt landsþingsins var send fjárhagsráði og rökstudd nokkuð. Þá fóru og fram viðtöl við formann fjárhagsráðs og aðra fjárhags- ráðsmenn, einnig var ráðinu skrifað oftar en einu sinni. í síðasta hefti Sveitarst/órnarmála birtist og grein eftir Karl Kristjánsson odd- vita á Húsavík um þetta efni. Lengst af virtist vafasamt um árangur og var talið að stæði á samþykki ríkisstjórnar- innar til greiðslunnar. En þar sem ekkert svar hafði borizt frá fjárhagsráði þetta varð- andi í byrjun maí, var ráðgert að tillaga til þingsályktunar yrði borin fram á Alþingi, er fæli í sér tilmæli til ríkisstjómarinnar um, að hún heimilaði fjárhagsráði að greiða odd- viturn og bæjarstjórum laun fyrir umboðs- störf þeirra. En um sömu mundir tilkvnnti formaður fjárhagsráðs framkvæmdastjóra sambandsins, að fjárhagsráð og ríkisstjóm hefðu samþykkt að greiða umboðsmönnum sínum þóknun f\ rir þá vinnu, er þeir yrðu að inna af hönd- um fyrir fjárhagsráð. Skömmu síðar barst bréf til staðfestingar. Málið var þar með leyst, þ. e. greiðslu- skyldan viðurkennd. Það er óhætt að fullyrða, að ef Sambands íslenzkra sveitarfélaga hefði ekki notið við, mundi dráttur hafa orðið á um viðurkenn- ingu fjárhagsráðs og samþykki ríkisstjómar- innar til greiðslu fyrir umrædd störf. PRENTSMIÐJAN ODDI H.F., REYKJAVÍK

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.