Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 19
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL 17 Fyrstu verkamannabústaðimir í Revk/avílc við Hringbraut. „Mesta nauðsynjamálið fyrir verkalýðinn í bæjunum er að fá hollar og ódýrar íbúðir með þægindum nútímans, í stað hinna lé- legu og dýru húsakynna, sem alþýðan verð- ur nú að hafast við í. Eins og efnum fjöldans er nú háttað, mun það seint takast og erfitt vera að koma skipulagi á þau mál, nema hið opinbera, ríki og bæjarfélög, gangist fyrir því og veiti aðstoð sína, á svipaðan hátt og gert er víðast hvar annars staðar í menningarlöndum. Það er víðast viðurkennd skylda bæjarfélaganna að sjá um, að húsnæði í bænum sé sóma- samlegt, og hjálpa þeim stéttum, sem verst eru staddar, til þess að fá viðunandi húsa- kynni. En engu síður er þetta mikilsvert fyrir allt þjóðfélag í heild og taka ríkin því venjulega nokkum hluta kostnaðarins á sig.“ Þá minntist flm. á skýrslur nefndar, er Reykjavíkurbær hafði skipað til athugunar á húsnæði bæjarins. En þessi athugun leiddi í ljós, að af 5 228 íbúðum, sem þá munu hafa verið í bænum, voru 803 í kjallara, en 926 undir súð, 14% af íbúðunum höfðu hvorki eldhús né aðgang að eldhúsi, og voru það aðallega eins herbergis íbúðimar (40% af þeim) og einnig nokkuð af riæggja her- bergja íbúðunum (10% þeirra). Talið var, að ástandið í húsnæðismálum annana kaupstaða væri svipað. Frv. náði fram að ganga, en þó urðu veru- legar breytingar á því í meðferð þingsins. Það var afgreitt frá Alþingi 18. maí með samhljóða atkv. og var birt í stjórnartíðind- unum sem lög um verkamannabústaði, nr. 45 frá 1929.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.