Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 15
SVEITARST J ÓRNARMÁL 13 GUÐMUNDUR VIGNIR JÓSEFSSON, lögfrœðingur: Hæstaréttardómur um endurheimt útsvars. Hinn 16. febrúar s. 1. var í Hæstarétti kveð- inn upp dómur í málinu nr. 65/1948: Hreppsnefnd Suðureyrarhrepps f. h. hrepps- ins gegn Herði Friðbertssvni. Þar sem dómur þessi skiptir verulegu máli fyrir alla þá, sem við sveitarstjómarmálefni fást, og reyndar alla þá, sem gjaldskyldir eru til sveitar- og bæjarsjóða, þykir rétt að vekja athygli á honum í riti þessu. Samkvæmt því sem segir í forsendum undirréttardómsins voru málavextir þeir, að Hörður Friðbertsson, er lengi hafði verið heimilisfastur á Suðureyri við Súgandafjörð, flutti til Reykjavíkur vorið 1945 og réðst þar á skip. Ekki tilkynnti hann við brott- förina neina breytingu á heimilisfangi sínu. Frá því, er hann flutti frá Suðureyri, dvaldi hann að mestu í Reykjavík og hafði þar allar atvinnutekjur sínar, en kom aðeins til Suðureyrar til skammrar dvalar. Við niðurjöfnun útsvara í Suðureyrar- hreppi vorið 1946 var Herði gert að greiða útsvar og greiddi hann það að fullu skömmu eftir álagninguna. Sama ár var einnig lagt á hann útsvar í Revkjavík, en það færðist hann undan að greiða, með því að hann hafði áður greitt útsvar til Suðureyrarhrepps, þar sem hann taldi sig eiga lögheimili. Var því af hálfu Revkjavíkurbæjar krafizt úrskurðar um út- svarsskyldu Harðar og úrskurðaði fógetarétt- ur Reykjavíkur, að hann skyldi talinn út- svarsskyldur í Reykjavík umrætt ár. Úrskurði þessum \ar ekki áfn'jað, svo að hann varð bindandi um úrslit málsins. Er hér var komið, snéri Hörður sér til hreppsnefndar Suðureyrarhrepps og mæltist til þess, að sér yrði endurgreidd upphæð sú, er hann hafði áður innt af hendi til hrepps- sjóðsins, en hreppsnefndin synjaði um end- urgreiðsluna. Var því f. h. Harðar höfðað mál gegn hreppsnefndinni í því skyni að fá hana dæmda til að endurgreiða útsvarið. Undirréttur viðurkenndi endurgreiðslu- kröfu stefnanda og segir svo m.a. í rök- semdafærslu dómarans: „Því hefur ekki verið haldið fram í mál- inu, að tekjum Harðar hafi verið þannig háttað á útsvarsárinu, að hann hafi verið gjaldskyldur bæði á Suðureyri og í Reykja- vík. Svo sem að framan greinir, var Hörður Friðbertsson heimilisfastur í Reykjavík árið 1946 og útsvarsskyldur þar. Ekki er upplýst, að hann hafi neinar tekjur haft í Suðureyrar- hreppi síðan hann fluttist þaðan. Kemur því hér til ályktunar, hvort Hörður hafi með fyrirvaralausri greiðslu útsvarsins í Suðureyr- arhreppi glatað rétti til að endurkrefja það. Stefnandi hefur haldið því fram, að Herði hafi verið með öllu ókunnugt um útsvars- skyldu sína í Reykjavík, er hann greiddi út- svarið til Suðureyrarhrepps og hafi hann því greitt útsvar þar í góðri trú .Þessari staðhæf- ingu hefur ekki verið mótmælt. Þar sem upplýst er, að Herði var kunnugt

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.