Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 36
34 SVEITARSTJÓRNARMÁL hvorugir á lífi, en lifandi lögerfingjar sam- kvæmt því, sem að frarnan segir, erfir mak- inn helming eignanna, en allar eignirnar, ef enginn framantaldra erfingja er á lífi. Nú andast það hjóna, sem lengur lifir, án þess að hafa gifzt aftur, en á ekki lifandi niðja eða kjörniðja og hefur ekki ráðstafað eignum sínum, og skulu þá eftirlátnar eigur þess skiptast rnilli lögmæltra erfingja þeirra beggja að jöfnu, þó þannig, að arfur sá, er áður kann að hafa verið greiddur eftir hinn fyrr látna maka, verður við arfskiptin talinn arftaka fyrirfram greiddur arfur, og lækkar arfshlutinn um þá upphæð. Barn arfleifanda, getið en ófætt þegar hann andast, en fæðist síðar lifandi, eignast erfðarétt í dánarbúinu við fæðinguna, eins og það hefði verið fætt fyrir andlát hans. Fresta skal skiptingu þess arfshluta, þar til séð er, hvort það fæðist lifandi. Erfðaréttur hjóna á milli fellur niður við skilnað að borði og sæng og við algeran hjónaskilnað. Þá eru og ákvæði um fyrirfram greiddan arf, um arf kjörbarna og kjörforeldra og um erfðaskrár. En hver sá, sem orðinn er fullra 18 ára, getur ráðstafað eignurn sínurn með erfðaskrá, enda sé hann svo andlega heill, að hann sé fær um að gera þá ráðstöfun á skynsamleg- an hátt. Nú á arfleifandi niðja á lífi og er honum þá ekki heimilt að ráðstafa með erfðaskrá meiru en einum fjórða hluta eigna sinna. Ef enginn niðja er á lífi, en maki lifandi, er honum heimilt að ráðstafa helming eigna sinna. Erfðaskrá skal vera skrifleg og arfleifandi sjálfur undiirita hana eða viðurkenna efni hennar fyrir notario publico (sýslumanni, bæjarfógeta, borgarfógeta) eða tveimur vott- um. Verði maður snögglega og hættulega veik- ur eða lendi í bráðri liættu og vilji gera erfða- skrá, má víkja frá þeirri reglu, að erfðaskráin sé skrifleg. Má arfleiðslan þá fara fram munnlega fyrir tveimur tilkvöddum vottum. Þeir skulu skrásetja efni erfðaskrárinnar und- ir eins og þeir geta því viðkomið og stað- festa hana með undirskrift sinni. Slík erfðaskrá verður ógild, ef arfleifandi hefur ekki endurnýjað hana áður en mán- uður er liðinn frá því, að umgetnar tálm- anir voru liðnar hjá. Ef réttur erfingi að lögum eða samkvæmt arfleiðsluskrá vitjar ekki arfs áður en 5 ár eru liðin frá því, að kunnugt var um andlát arfleifanda, þá hlýtur ríkissjóður allan arf- inn. Sama tfmatakmark gildir, ef rnaður á engan erfingja. Áður urðu að líða 15 ár. Fyrir Alþingi var lagt frumvarp til laga i'arðandi húsaleigu. Þetta er mikill bálkur og ýtarlegur, og er með honum gerð fyrsta til- raun hér á landi til að móta heildarlöggjöf um húsaleigu. Frumvarpið er samið af félagsmálaráðu- neytinu og verður gerð grein fyrir efni þess í næsta hefti. Hinn 30. marz s. 1. samþykkti Alþingi ályktun um þátttöku íslands í Norður- Atlantshafssamningi, og var þar með ákvörð- uð ný stefna um utanríkismál íslendinga. Alþingi skal næst koma saman til funda eigi síðar en 11. október 1949. Myndin framan á kápunni er af Keflavík, tekin úr lofti nú í vor af Ólafi K. Magnússyni.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.