Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Síða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Síða 9
SVEITARSTJÓRNARMÁL 7 inn voru boraðar 3 holur 30—40 m. djúpar. Úr borholum þessum er vatni dælt upp í vatnsgeymi, er rúmar 500 smálestir og byggð- ux hefur verið þar skammt frá. Frá geymin- um hggja svo asbest-pípur gegnum bæinn, og er smátt og smátt verið að auka við kerfið eftir því sem fé og tími leyfa. Sundlaug Keflavíkur var byggð sundiaugin. ^ Ungmennafélagi Keflavíkur 1939. Laugin er að mestu sjólaug og er hit- uð upp með rafmagni. Hún er ennþá óyfir- byggð, en ætlunin er að byrja á vfirbyggingu í sumar. Verkamanna- Byggingarfélag verkamanna í bústaðír. Keflavík hefur starfað síðan 1942 og byggt tólf íbúðarhús að fullu, en fjórtán eru í smíðum. Bygging sjúkrahússins var haf- Sjúkrahúsið. ,Dr. r „ in 1944 tynr torgongu Kauða- krossdeildar Keflavíkur. 1946 tóku allir hreppar læknishéraðsins að sér bygginguna og hafa haldið henni áfram síðan, og munu reka sjúkrahúsið, þegar byggingunni er lokið. — Húsið á að geta tekið 21 sjúkling, og eru vonir til þess að byggingunni verði lokið á þessu ári. Á síðastliðnu ári var hafin Barnaskólinn. , . , , . byggmg nys bamaskóla og var kjallari hússins stevptur á s. 1. hausti. Á þetta að verða mikið hús og glæsilegt. — Verða í því tíu kennslustofur auk annarra nauðsynlegra herbergja. Kemur í hlut Kefla- víkurbæjar að ljúka við þessa bvggingu, en það er orðið mjög aðkallandi. Bamaleikvöllur. Á síðastliðnu ári var einnig byrjað á að gera bamaleik- völl, sem ætlunin er að ljúka við á þessu vori. Ég hef nú í stórunr dráttum reynt að bregða upp nokkrum myndum frá Keflavík fyrr og nú. Keflavík er yngsti kaupstaðurinn, en þó ekki sá fámennasti. Urn síðustu áramót voru taldir hér á manntali 2067 íbúar, þar af 1038 konur og 1029 karlar. Fer íbúunum fjölg- andi árlega og á síðasta ári fjölgaði þeim um 76. Bvggðin er dreifð, en þó skipulega sett miðað við það, að fyrsti skipulagsuppdráttur af Keflavík er gerður 1934. Þegar við á þessum merku timamótum virðum fyrir okkur Keflavík, sjáurn við lítinn íslenzkan útgerðarbæ, sem þó er ein af stærstu verstöðvum þessa lands. Bærinn er ómótaður, en í örum vexti. Heildarsvipur hans er skipulegur og eigi ósnotur. Afkoma fólksins er sæmileg, og góð mið- uð við ýmis önnur byggðarlög þessa lands. Og þó að rnörg verkefni, sem teljast verða lífsnauðsyn hverju bæjarfélagi, séu ennþá eigi að fullu leyst, er ekki ástæða til annars en að líta framtíðina björtum augum. En þegar við lítum til framtíðarinnar er það einkum h'ennt, sem blasir við okkur og hlýtur óhjákvæmilega að hafa mikil áhrif á fjárhagslega afkomu þessa bæjar og menn- ingarlíf. Það er annars vegar „Landshöfnin“, sem fyrirhugað er að byggja í Keflavík og Njarð- víkum, en á henni byggist framtíðarútgerð og þar með aðalatvinnuvegur bæjarins. Hins vegar er Keflavíkurflug\'öllur, sem þegar hefur kynnt nafn Keflavíkur víða um heim. Þar hefur nú fjöldi Keflvíkinga at- vinnu árið um kring. Af þessu tvennu tel ég Landshöfnina mikilsverðari framtíð Keflavíkur. Það er sú framkvæmd, sem við Keflvíkingar hljótum að fylgjast með af áhuga og teljum undir- stöðu þess, að Keflavík haldi áfram að vera bær íslenzkra sjómanna.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.