Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 18
16 SVEITARST J ÓRNARMÁL Iléðiim Valdimarsson alþingismaður var flutningsmaður f\rsta frv. tim verkamannabústaði. leysa úr húsnæðisvandræðunum og beita sér fyrir húsbyggingum, t. d. lét Reykjavík byggja „Pólana“ á árinu 1917—1918, og tókst með þeim að ráða bót á mestu hús- næðisvandræðunum í Reykjavík um skeið. Löggjöfin liafði til þessa talið húsnæðis- málin sér lítt viðkomandi, og fór svo enn fram um hríð. Á árinu 1928 flutti 2. að'kigasetnin£u þm. Reykv., HéðinnValdi- um verkamanna- marSSOn, á Alþingi frv. til bústaði. , . , , , laga um opmberan styrk til verkamannabústaða (þskj. 422). Hafði það verið eitt af stefnumálum Al- þýðuflokksins þá um skeið, að ráða bót á húsnæðisvandræðum kaupstaða og kaup- túna. í greinargerð með fn'. segir flutningsmað- ur meðal annars: „Eitt hið mesta verkefni núlifandi kyn- slóðar er að koma upp hollum og vönduð- um húsakynnum yfir íslenzku þjóðina, í stað kaldra og óhollra bústaða þeirra, sem hún hefur lifað í á undanförnum öldum. Víða um land hafa reistar verið traustar og sól- ríkar byggingar á síðasta mannsaldri, en næstum eingöngu þó handa efnafólki til lands og sjávar. Alþýðan í sveitunum býr enn í lélegum húsakynnum, og hefur verið viðurkennt af Alþingi að brýna nauðsyn beri til að bæta úr því, með frv. því um Bygg- ingar- og landnámssjóð, sem allir flokkar virðast nú vera sammála um að samþykkja á þessu þingi. Er þar farin sú leið, að ríkið styðji nýbyggingar til sveita með lánum og hagkvæmum vaxtakjörum. En alþýðan í bæj- unum býr engu síður í lélegum húsakynn- um heldur en til sveita, sérstaklega þó í Reykjavík. Kjallarakompurnar þar og köld og rakasöm loftherbergi stytta ævi verkalýðs- ins, auka barnadauðann og eru gróðrarstía fyrir berklaveiki og aðra næma sjúkdóma. Iiin mikla fólksfjölgun í bæjunum hefur orðið þess valdandi, að mikil þrengsli eru í íbúðum fátæka fólksins í ýmsum bæjum, þó sérstaklega í Reykjavík. Þar sem varla má búast við því, að íbúar bæjanna streymi á næstu árum þaðan aftur til sveitanna, enda þótt fólksstraumurinn til bæjanna gæti stöðv- azt, þá eru ekki önnur ráð fyrir hendi en að bæirnir fái vistlega bústaði fyrir íbúa sína, engu síður en sveitirnar. En enda þótt efn- aða fólkið í bæjunum geti séð sjálfu sér fyrir nægu og góðu húsnæði, getur verkalýðurinn það ekki, nema því aðeins að hið opinbera hlaupi undir bagga, eins og ætlazt er til, að gert verði til sveita með Byggingar- og land- námssjóði. Þess vegna er frv. þetta fram komið.“ Frv. kom ekki til meðferðar á þessu þingi. Héðinn flutti því nýtt frv. á árinu 1929 (þskj. 37) og bar það heitið: „frv. til laga um verkamannabústaði" og var að mestu samhljóða frv. frá árinu áður. í athugasemd- um við frv. segir:

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.